Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 22:45 Vladimir Putin og Donald Trump. Vísir/GETTY Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vilja funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. Samband ríkjanna hefur stirðnað að undanförnu og Trump hefur sagt að hann vilji bæta það. Svo virðist sem að Trump vilji endurtaka fund Gorbachev og Reagan í Höfða árið 1986 þegar þeir reyndu að binda enda á kalda stríðið. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun, en fjölmiðillinn deildi forsíðunni á Twitter nú í kvöld.●Trump wants Putin summit in Reykjavik●May calls for clean and hard Brexit #TomorrowsPapersToday pic.twitter.com/O9pquUoklP— The Sunday Times (@thesundaytimes) January 14, 2017 Trump sagði í nýlegu viðtali við Wall Street Journal að hann vissi til þess að Rússar vildu halda fund þeirra á milli og að hann væri tilbúinn til að mæta. Miðað við forsíðuna hjá Times hefur teymi Trump sagt breskum embættismönnum að fyrsta embættisferð Donald Trump yrði til funda með Putin. Samkvæmt frétt Sunday Times vill Trump að fundurinn fari fram á næstu vikum eftir að hann tekur við embætti þann 20. janúar. Meðal þess sem á að vera til viðræðna er að ríkin dragi úr notkun og framleiðslu kjarnorkuvopna. Vert er að benda á að Trump er fjórði forseti Bandaríkjanna sem hefur það markmið að bæta samskiptin við Putin, en það virðist aldrei hafa gengið eftir. Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama settu sér allir sama markmið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vilja funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. Samband ríkjanna hefur stirðnað að undanförnu og Trump hefur sagt að hann vilji bæta það. Svo virðist sem að Trump vilji endurtaka fund Gorbachev og Reagan í Höfða árið 1986 þegar þeir reyndu að binda enda á kalda stríðið. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun, en fjölmiðillinn deildi forsíðunni á Twitter nú í kvöld.●Trump wants Putin summit in Reykjavik●May calls for clean and hard Brexit #TomorrowsPapersToday pic.twitter.com/O9pquUoklP— The Sunday Times (@thesundaytimes) January 14, 2017 Trump sagði í nýlegu viðtali við Wall Street Journal að hann vissi til þess að Rússar vildu halda fund þeirra á milli og að hann væri tilbúinn til að mæta. Miðað við forsíðuna hjá Times hefur teymi Trump sagt breskum embættismönnum að fyrsta embættisferð Donald Trump yrði til funda með Putin. Samkvæmt frétt Sunday Times vill Trump að fundurinn fari fram á næstu vikum eftir að hann tekur við embætti þann 20. janúar. Meðal þess sem á að vera til viðræðna er að ríkin dragi úr notkun og framleiðslu kjarnorkuvopna. Vert er að benda á að Trump er fjórði forseti Bandaríkjanna sem hefur það markmið að bæta samskiptin við Putin, en það virðist aldrei hafa gengið eftir. Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama settu sér allir sama markmið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira