Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og Kína Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 16:24 Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist tilbúinn til að starfa með Rússlandi og Kína. Svo lengi sem þau ríki séu einnig tilbúin til samstarfs. Hann segir að nýlegar þvinganir gegn Rússlandi muni ekki vera afnumdar „fyrst um sinn“. Þá sagði forsetinn verðandi einnig að Eitt Kína stefnan yrði mögulega endurskoðuð. Kína þurfi að sýna lit til þess að komast hjá því að Bandaríkin styðji fullveldi Taívan.Trump var í ítarlegu viðtali við Wall Street Journal. (Áskriftarvefur) Varðandi Rússland, sagðist Trump vonast til þess að hann gæti fundað með Vladimir Putin, forseta Rússlands, fljótlega eftir að hann tekur við völdum þann 20. janúar. Því hann viti til þess að Rússar vilji halda slíkan fund. Hann sagði að mögulega yrðu þvinganirnar afnumdar ef Rússar hjálpi í baráttunni gegn öfgaöflum og öðrum málaflokkum. Hann sagði að ef samskipti ríkjanna yrðu ágæt og Rússar veittu hjálparhönd þá væri ekki nauðsynlegt að halda þvingununum. Um er að ræða þvinganir sem Barack Obama setti á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þar í landi. Þá sagði Trump í viðtalinu að yfirvöld í Kína hafi haft umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfni iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Hann stefnir að því að ræða við Kínverja um það og „Eitt Kína“ stefnuna, sem snýst um samband Kína og Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Skömmu eftir að Trump var kjörinn forseti ræddi hann í síma við forseta Taívan. Var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist tilbúinn til að starfa með Rússlandi og Kína. Svo lengi sem þau ríki séu einnig tilbúin til samstarfs. Hann segir að nýlegar þvinganir gegn Rússlandi muni ekki vera afnumdar „fyrst um sinn“. Þá sagði forsetinn verðandi einnig að Eitt Kína stefnan yrði mögulega endurskoðuð. Kína þurfi að sýna lit til þess að komast hjá því að Bandaríkin styðji fullveldi Taívan.Trump var í ítarlegu viðtali við Wall Street Journal. (Áskriftarvefur) Varðandi Rússland, sagðist Trump vonast til þess að hann gæti fundað með Vladimir Putin, forseta Rússlands, fljótlega eftir að hann tekur við völdum þann 20. janúar. Því hann viti til þess að Rússar vilji halda slíkan fund. Hann sagði að mögulega yrðu þvinganirnar afnumdar ef Rússar hjálpi í baráttunni gegn öfgaöflum og öðrum málaflokkum. Hann sagði að ef samskipti ríkjanna yrðu ágæt og Rússar veittu hjálparhönd þá væri ekki nauðsynlegt að halda þvingununum. Um er að ræða þvinganir sem Barack Obama setti á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þar í landi. Þá sagði Trump í viðtalinu að yfirvöld í Kína hafi haft umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfni iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Hann stefnir að því að ræða við Kínverja um það og „Eitt Kína“ stefnuna, sem snýst um samband Kína og Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Skömmu eftir að Trump var kjörinn forseti ræddi hann í síma við forseta Taívan. Var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira