Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og Kína Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 16:24 Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist tilbúinn til að starfa með Rússlandi og Kína. Svo lengi sem þau ríki séu einnig tilbúin til samstarfs. Hann segir að nýlegar þvinganir gegn Rússlandi muni ekki vera afnumdar „fyrst um sinn“. Þá sagði forsetinn verðandi einnig að Eitt Kína stefnan yrði mögulega endurskoðuð. Kína þurfi að sýna lit til þess að komast hjá því að Bandaríkin styðji fullveldi Taívan.Trump var í ítarlegu viðtali við Wall Street Journal. (Áskriftarvefur) Varðandi Rússland, sagðist Trump vonast til þess að hann gæti fundað með Vladimir Putin, forseta Rússlands, fljótlega eftir að hann tekur við völdum þann 20. janúar. Því hann viti til þess að Rússar vilji halda slíkan fund. Hann sagði að mögulega yrðu þvinganirnar afnumdar ef Rússar hjálpi í baráttunni gegn öfgaöflum og öðrum málaflokkum. Hann sagði að ef samskipti ríkjanna yrðu ágæt og Rússar veittu hjálparhönd þá væri ekki nauðsynlegt að halda þvingununum. Um er að ræða þvinganir sem Barack Obama setti á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þar í landi. Þá sagði Trump í viðtalinu að yfirvöld í Kína hafi haft umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfni iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Hann stefnir að því að ræða við Kínverja um það og „Eitt Kína“ stefnuna, sem snýst um samband Kína og Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Skömmu eftir að Trump var kjörinn forseti ræddi hann í síma við forseta Taívan. Var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist tilbúinn til að starfa með Rússlandi og Kína. Svo lengi sem þau ríki séu einnig tilbúin til samstarfs. Hann segir að nýlegar þvinganir gegn Rússlandi muni ekki vera afnumdar „fyrst um sinn“. Þá sagði forsetinn verðandi einnig að Eitt Kína stefnan yrði mögulega endurskoðuð. Kína þurfi að sýna lit til þess að komast hjá því að Bandaríkin styðji fullveldi Taívan.Trump var í ítarlegu viðtali við Wall Street Journal. (Áskriftarvefur) Varðandi Rússland, sagðist Trump vonast til þess að hann gæti fundað með Vladimir Putin, forseta Rússlands, fljótlega eftir að hann tekur við völdum þann 20. janúar. Því hann viti til þess að Rússar vilji halda slíkan fund. Hann sagði að mögulega yrðu þvinganirnar afnumdar ef Rússar hjálpi í baráttunni gegn öfgaöflum og öðrum málaflokkum. Hann sagði að ef samskipti ríkjanna yrðu ágæt og Rússar veittu hjálparhönd þá væri ekki nauðsynlegt að halda þvingununum. Um er að ræða þvinganir sem Barack Obama setti á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þar í landi. Þá sagði Trump í viðtalinu að yfirvöld í Kína hafi haft umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfni iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Hann stefnir að því að ræða við Kínverja um það og „Eitt Kína“ stefnuna, sem snýst um samband Kína og Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Skömmu eftir að Trump var kjörinn forseti ræddi hann í síma við forseta Taívan. Var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira