Einkunnir strákanna okkar: Þrír með fjarka 12. janúar 2017 22:14 Arnar Freyr Arnarsson spilaði vel í sínum fyrsta leik á stórmóti. vísir/afp Ísland laut í lægra haldi fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var frábær af hálfu íslenska liðsins en í þeim seinni reyndust Spánverjar mun sterkari og lönduðu sex marka sigri. Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Spáni:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Besti maður íslenska liðsins í leiknum. Sýndi stórbrotna markvörslu í fyrri hálfleik en í þeim seinni missti hann dampinn ekki síst vegna þess að vörnin var ekki jafn góð. Fjörtíu prósent markvarsla í landsleik er samt frábær.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Lék einn sinn besta landsleik í langan tíma. Dreif liðið áfram og sýndi ótrúlega baráttu. Fékk ekki úr miklu að moða í seinni hálfleik og leið fyrir að fá ekki nein hraðaupphlaup.Ólafur Guðmundsson - 3 Mæddi mikið á honum í leiknum. Hann var áræðinn og reyndi og var í sjálfu sér óheppinn með skotin sín. Verður ekki sakaður að þora ekki. Sótti of mikið inni á miðjuna í seinni hálfleik og gerir full mikið af mistökum.Janus Daði Smárason - 3 Var kröftugur í fyrri hálfleik. Setti leikinn vel upp fyrir félaga sína og bjó til pláss. En gleymdi sjálfum sér og reyndi lítið. Hljóp á vegg í seinni hálfleik og var í raun boðinn velkominn á HM í handbolta. En alls ekki slæm byrjun. Fann engan takt varnarlega og átti í vandræðum í bakverðinum.Rúnar Kárason - 3 Átti fína spretti í fyrri hálfleik og kom með góð mörk. Var ákafur og áræðinn. Ætlaði sér um of í seinni hálfleik. Lét draga sig of mikið inn á miðsvæðið. Reyndi erfiðar sendingar og málaði sig út í horn í leiknum.Arnór Þór Gunnarsson - 2 Kom lítið við sögu. Skilaði einu góðu marki. Fékk úr litlu að moða en við verðum að gera kröfu á að hornamenn skili fleiri en einu marki í leik sem þessum.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Er líklega okkar besti sóknarlínumaður. Á það til að vera kærulaus í skotum. Hefði hæglega getað skilað 2-3 mörkum eins og hann á að gera. Á mikið inni.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Spilaði fyrri hálfleikinn ágætlega. Hélt góðri breidd og skilaði góðu marki. Datt niður í seinni hálfleik. Vann á of litlu svæði en kannski ekki við hann einan að sakast. Virðist í lítili leikæfingu. Maður með hans reynslu á að gera betur.Arnar Freyr Arnarsson - 4 Fyrir utan Björgvin Pál var Arnar Freyr okkar besti maður. Var dálítið flatur varnarlega. Lék frábærlega á línunni og við erum að eignast nýjan Rússajeppa sem okkur hefur vantað lengi. Frábær frammistaða og frábær byrjun.Arnór Atlason - 3 Er í erfiðu hlutverki. Kom vel inn í fyrri hálfleik, róaði leikinn og setti vel upp. Reyndi allt hvað hann gat og skilaði tveimur góðum mörkum. Ágætis framlag frá Arnóri.Guðmundur Hólmar Helgason - 3 Var mjög sterkur í fyrri hálfeik en lenti í vandræum með Aguinagalde. Dró af honum þegar á leið. Ljóst að hann er framtíðarþristur í landsliðinu. Það væri óskandi að geta notað hann meira í sókninni.Gunnar Steinn Jónsson - 3 Kemur inn og leysir menn af í miðju og skyttustöðunni vinstra megin. Var óheppinn og dómararnir voru grimmir við hann. Hefði getað skilað meiru. Gerir ekki margar vitleysur og það er ró yfir hans leik.Ómar Ingi Magnússon - Spilaði of lítið til að fá einkunnAron Rafn Eðvarðsson - Kom ekkert við söguBjarki Már Elísson - Kom ekkert við söguGeir Sveinsson - 3 Fær plús í kladdan fyrir þor og áræðni. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var frábær og úr hans smiðju. En í seinni hálfleik missti liðið dampinn og náði ekki að halda breidd í sókninni og sótti stöðugt inn á miðjuna. Hugsanlega hefði þjálfarateymið getað brugðist við á annan máta en gert var.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Sjá meira
Ísland laut í lægra haldi fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var frábær af hálfu íslenska liðsins en í þeim seinni reyndust Spánverjar mun sterkari og lönduðu sex marka sigri. Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Spáni:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Besti maður íslenska liðsins í leiknum. Sýndi stórbrotna markvörslu í fyrri hálfleik en í þeim seinni missti hann dampinn ekki síst vegna þess að vörnin var ekki jafn góð. Fjörtíu prósent markvarsla í landsleik er samt frábær.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Lék einn sinn besta landsleik í langan tíma. Dreif liðið áfram og sýndi ótrúlega baráttu. Fékk ekki úr miklu að moða í seinni hálfleik og leið fyrir að fá ekki nein hraðaupphlaup.Ólafur Guðmundsson - 3 Mæddi mikið á honum í leiknum. Hann var áræðinn og reyndi og var í sjálfu sér óheppinn með skotin sín. Verður ekki sakaður að þora ekki. Sótti of mikið inni á miðjuna í seinni hálfleik og gerir full mikið af mistökum.Janus Daði Smárason - 3 Var kröftugur í fyrri hálfleik. Setti leikinn vel upp fyrir félaga sína og bjó til pláss. En gleymdi sjálfum sér og reyndi lítið. Hljóp á vegg í seinni hálfleik og var í raun boðinn velkominn á HM í handbolta. En alls ekki slæm byrjun. Fann engan takt varnarlega og átti í vandræðum í bakverðinum.Rúnar Kárason - 3 Átti fína spretti í fyrri hálfleik og kom með góð mörk. Var ákafur og áræðinn. Ætlaði sér um of í seinni hálfleik. Lét draga sig of mikið inn á miðsvæðið. Reyndi erfiðar sendingar og málaði sig út í horn í leiknum.Arnór Þór Gunnarsson - 2 Kom lítið við sögu. Skilaði einu góðu marki. Fékk úr litlu að moða en við verðum að gera kröfu á að hornamenn skili fleiri en einu marki í leik sem þessum.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Er líklega okkar besti sóknarlínumaður. Á það til að vera kærulaus í skotum. Hefði hæglega getað skilað 2-3 mörkum eins og hann á að gera. Á mikið inni.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Spilaði fyrri hálfleikinn ágætlega. Hélt góðri breidd og skilaði góðu marki. Datt niður í seinni hálfleik. Vann á of litlu svæði en kannski ekki við hann einan að sakast. Virðist í lítili leikæfingu. Maður með hans reynslu á að gera betur.Arnar Freyr Arnarsson - 4 Fyrir utan Björgvin Pál var Arnar Freyr okkar besti maður. Var dálítið flatur varnarlega. Lék frábærlega á línunni og við erum að eignast nýjan Rússajeppa sem okkur hefur vantað lengi. Frábær frammistaða og frábær byrjun.Arnór Atlason - 3 Er í erfiðu hlutverki. Kom vel inn í fyrri hálfleik, róaði leikinn og setti vel upp. Reyndi allt hvað hann gat og skilaði tveimur góðum mörkum. Ágætis framlag frá Arnóri.Guðmundur Hólmar Helgason - 3 Var mjög sterkur í fyrri hálfeik en lenti í vandræum með Aguinagalde. Dró af honum þegar á leið. Ljóst að hann er framtíðarþristur í landsliðinu. Það væri óskandi að geta notað hann meira í sókninni.Gunnar Steinn Jónsson - 3 Kemur inn og leysir menn af í miðju og skyttustöðunni vinstra megin. Var óheppinn og dómararnir voru grimmir við hann. Hefði getað skilað meiru. Gerir ekki margar vitleysur og það er ró yfir hans leik.Ómar Ingi Magnússon - Spilaði of lítið til að fá einkunnAron Rafn Eðvarðsson - Kom ekkert við söguBjarki Már Elísson - Kom ekkert við söguGeir Sveinsson - 3 Fær plús í kladdan fyrir þor og áræðni. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var frábær og úr hans smiðju. En í seinni hálfleik missti liðið dampinn og náði ekki að halda breidd í sókninni og sótti stöðugt inn á miðjuna. Hugsanlega hefði þjálfarateymið getað brugðist við á annan máta en gert var.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Sjá meira