Verðandi varnarmálaráðherra hefur miklar áhyggjur af aðgerðum Rússa og Kínverja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 James Mattis þegar hann mætti fyrir nefnd í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. Nordicphotos/AFP James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi landgönguliða og val Donalds Trump í embætti varnarmálaráðherra, styður hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers í Eystrasaltslöndunum til að vinna að öryggi þeirra gegn Rússum. Þetta sagði Mattis í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Mattis sagðist jafnframt hafa áhyggjur af framgangi Rússa á nokkrum vígstöðvum, meðal annars í sýrlensku borginni Aleppo og í Úkraínu. „Frá því á leiðtogafundinum í Jalta árið 1945 höfum við reynt samstarf við Rússa án árangurs. Það sem er mikilvægast þessa stundina er að gera sér grein fyrir því að Vladimír Pútín [Rússlandsforseti] er að reyna að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Við eigum að taka nauðsynleg skref til þess að verja okkur,“ sagði Mattis. Hann sagði heimskerfið ekki hafa sætt jafn miklum árásum frá því í síðari heimsstyrjöld. Það væri vegna Rússa, aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi og hryðjuverkasamtaka. Varnir væru því mikilvægar og þær þörfnuðust sterks hers.Mörg ummæla Mattis hafa vakið lukkuFormaður nefndarinnar og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain spurði þá hvort herinn væri nægilega sterkur í núverandi mynd. Svar Mattis var einfalt: „Nei, herra.“ Mattis sagðist mikill stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO). „NATO er miðlægt í varnarmálum okkar. Það byggir undir stöðugleika í Evrópu og er varnarbandalag sem hjálpar okkur að viðhalda okkar gildum,“ sagði Mattis. „Sé litið til sögunnar er hún mjög skýr. Ríki sem eiga sterka bandamenn þrífast en ríki án þeirra veslast upp,“ sagði hann að auki, en Mattis er sagnfræðingur að mennt. Kirsten Gillibrand, einn nefndarmanna, spurði Mattis þá út í hvort opnun fyrir herþjónustu hinsegin fólks hefði veikt herinn. „Mér hefur alltaf verið sama um með hverjum tveir samþykkir, fullorðnir aðilar fara í rúmið. Það skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðkomandi séu í fullnægjandi ástandi til að þjóna í hernum,“ svaraði Mattis. Lög eru í Bandaríkjunum um að stjórn yfir hernum verði ávallt í höndum almennra borgara en ekki hermanna sjálfra. Því mega varnarmálaráðherrar ekki hafa unnið fyrir herinn í sjö ár áður en þeir taka við embætti. Mattis vantar hins vegar fjögur ár upp á það skilyrði. Því mun hann þurfa undanþágu. Fyrrgreind nefnd mun skera úr um hvort hann fái hana. Sjálfur sagði Mattis löggjöfina mikilvæga. „Stjórn almennra borgara yfir hernum er grunngildi bandaríska hersins. Ef báðar deildir þingsins samþykkja undanþáguna mun ég stýra aðgerðum hersins sem almennur borgari,“ sagði hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi landgönguliða og val Donalds Trump í embætti varnarmálaráðherra, styður hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers í Eystrasaltslöndunum til að vinna að öryggi þeirra gegn Rússum. Þetta sagði Mattis í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Mattis sagðist jafnframt hafa áhyggjur af framgangi Rússa á nokkrum vígstöðvum, meðal annars í sýrlensku borginni Aleppo og í Úkraínu. „Frá því á leiðtogafundinum í Jalta árið 1945 höfum við reynt samstarf við Rússa án árangurs. Það sem er mikilvægast þessa stundina er að gera sér grein fyrir því að Vladimír Pútín [Rússlandsforseti] er að reyna að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Við eigum að taka nauðsynleg skref til þess að verja okkur,“ sagði Mattis. Hann sagði heimskerfið ekki hafa sætt jafn miklum árásum frá því í síðari heimsstyrjöld. Það væri vegna Rússa, aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi og hryðjuverkasamtaka. Varnir væru því mikilvægar og þær þörfnuðust sterks hers.Mörg ummæla Mattis hafa vakið lukkuFormaður nefndarinnar og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain spurði þá hvort herinn væri nægilega sterkur í núverandi mynd. Svar Mattis var einfalt: „Nei, herra.“ Mattis sagðist mikill stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO). „NATO er miðlægt í varnarmálum okkar. Það byggir undir stöðugleika í Evrópu og er varnarbandalag sem hjálpar okkur að viðhalda okkar gildum,“ sagði Mattis. „Sé litið til sögunnar er hún mjög skýr. Ríki sem eiga sterka bandamenn þrífast en ríki án þeirra veslast upp,“ sagði hann að auki, en Mattis er sagnfræðingur að mennt. Kirsten Gillibrand, einn nefndarmanna, spurði Mattis þá út í hvort opnun fyrir herþjónustu hinsegin fólks hefði veikt herinn. „Mér hefur alltaf verið sama um með hverjum tveir samþykkir, fullorðnir aðilar fara í rúmið. Það skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðkomandi séu í fullnægjandi ástandi til að þjóna í hernum,“ svaraði Mattis. Lög eru í Bandaríkjunum um að stjórn yfir hernum verði ávallt í höndum almennra borgara en ekki hermanna sjálfra. Því mega varnarmálaráðherrar ekki hafa unnið fyrir herinn í sjö ár áður en þeir taka við embætti. Mattis vantar hins vegar fjögur ár upp á það skilyrði. Því mun hann þurfa undanþágu. Fyrrgreind nefnd mun skera úr um hvort hann fái hana. Sjálfur sagði Mattis löggjöfina mikilvæga. „Stjórn almennra borgara yfir hernum er grunngildi bandaríska hersins. Ef báðar deildir þingsins samþykkja undanþáguna mun ég stýra aðgerðum hersins sem almennur borgari,“ sagði hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira