„Ekki full vinna að æfa í tvo tíma á dag“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2017 09:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson og frá leik í Pepsi-deild karla. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fjölmiðlamaður og knattspyrnuþjálfari, er ekki ánægður með viðhorf og vinnuframlag þeirra leikmanna á Íslandi sem þiggja há laun fyrir sína vinnu. Hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni um laun knattspyrnumanna og fór um víðan völl. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Þegar talið berst að knattspyrnumönnum á Íslandi segir Óskar Hrafn að bestu liðin á Íslandi, sem borgi bestu launin, geti og eigi að gera mun meiri kröfur á sína leikmenn en þeir gera í dag. Hann segir að munurinn á bestu liðunum á Íslandi og í nágrannalöndunum, líkt og í Noregi, eigi ekki að vera jafn mikill og hann hefur verið.Menn leggja ekki nógu mikið á sig „Ég fékk sjokk þegar ég sá KR spila við Rosenborg sumarið 2015,“ sagði Óskar Hrafn í viðtalinu. „Þar kom besta lið Noregs en Rosenborg hefur oft verið með betra lið á síðustu 20 árum en þá. En þeir voru einfaldlega á allt öðrum stað hvað varðar líkamlega þáttinn,“ segir hann. „Munurinn var geigvænlegur. Hann var óþægilega mikill fyrir mitt leyti. Af hverju er það? Sennilega sinnum við ekki styrktarþjálfun nógu vel í yngri flokkum, sem ég held reyndar að breytast í dag.“ „Ég held að menn leggi ekki nógu mikið á sig í meistaraflokki. Menn taka lyftingar ekki nógu alvarlega. Menn mæta of mikið í ræktina bara til að mæta í ræktina.“Fær borgað og æfir eins og atvinnumaður Hann lofaði Gary Martin sérstaklega sem hann segir æfa almennt meira en aðrir leikmenn á Íslandi. Martin er nú líklega á leið til Lokeren í Belgíu en hann fór sem lánsmaður til Lilleström í Noregi á síðasta tímabili. „Hann fær borgað eins og atvinnumaður og æfir eins og atvinnumaður. Hann æfir tvisvar á dag. Hann er að vinna sem fótboltamaður“ Óskar Hrafn hefur gagnrýnt laun íslenskra fótboltamanana, sérstaklega þar sem þeir fá margir greitt eins og þeir væru í fullri vinnu sem fótboltamenn. „En það eru engar kvaðir á þá. Ég held að félögin þurfi að vakna. Ef félög ætla að borga leikmönnum 700 þúsund krónur á mánuði þá eiga þau heimtingu á því að þeir mæti klukkan níu á morgnana. Að þeir fari í ræktina, út á völl og ef það er ekkert að gera að þeir þjálfi þá yngstu flokkana. Að menn séu bara í vinnunni.“ „Þetta eru ekki bara tveir tímar á dag. Það er ekki full vinna. Ef menn sinna þessu almennilega þá verða þeir kannski betri.“ Hann segir að félög á Íslandi kaupi ekki leikmenn til að auka treyjusölu eða miðasölu. Þau fái leikmenn sem hjálpi liðinu að ná árangri og afla tekna. „Besta leiðin til þess er að æfa mikið. Félög eiga að fá meira fyrir fjárfestinguna. Það er alltaf val hvað þú vilt borga fyrir leikmann.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, fjölmiðlamaður og knattspyrnuþjálfari, er ekki ánægður með viðhorf og vinnuframlag þeirra leikmanna á Íslandi sem þiggja há laun fyrir sína vinnu. Hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni um laun knattspyrnumanna og fór um víðan völl. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Þegar talið berst að knattspyrnumönnum á Íslandi segir Óskar Hrafn að bestu liðin á Íslandi, sem borgi bestu launin, geti og eigi að gera mun meiri kröfur á sína leikmenn en þeir gera í dag. Hann segir að munurinn á bestu liðunum á Íslandi og í nágrannalöndunum, líkt og í Noregi, eigi ekki að vera jafn mikill og hann hefur verið.Menn leggja ekki nógu mikið á sig „Ég fékk sjokk þegar ég sá KR spila við Rosenborg sumarið 2015,“ sagði Óskar Hrafn í viðtalinu. „Þar kom besta lið Noregs en Rosenborg hefur oft verið með betra lið á síðustu 20 árum en þá. En þeir voru einfaldlega á allt öðrum stað hvað varðar líkamlega þáttinn,“ segir hann. „Munurinn var geigvænlegur. Hann var óþægilega mikill fyrir mitt leyti. Af hverju er það? Sennilega sinnum við ekki styrktarþjálfun nógu vel í yngri flokkum, sem ég held reyndar að breytast í dag.“ „Ég held að menn leggi ekki nógu mikið á sig í meistaraflokki. Menn taka lyftingar ekki nógu alvarlega. Menn mæta of mikið í ræktina bara til að mæta í ræktina.“Fær borgað og æfir eins og atvinnumaður Hann lofaði Gary Martin sérstaklega sem hann segir æfa almennt meira en aðrir leikmenn á Íslandi. Martin er nú líklega á leið til Lokeren í Belgíu en hann fór sem lánsmaður til Lilleström í Noregi á síðasta tímabili. „Hann fær borgað eins og atvinnumaður og æfir eins og atvinnumaður. Hann æfir tvisvar á dag. Hann er að vinna sem fótboltamaður“ Óskar Hrafn hefur gagnrýnt laun íslenskra fótboltamanana, sérstaklega þar sem þeir fá margir greitt eins og þeir væru í fullri vinnu sem fótboltamenn. „En það eru engar kvaðir á þá. Ég held að félögin þurfi að vakna. Ef félög ætla að borga leikmönnum 700 þúsund krónur á mánuði þá eiga þau heimtingu á því að þeir mæti klukkan níu á morgnana. Að þeir fari í ræktina, út á völl og ef það er ekkert að gera að þeir þjálfi þá yngstu flokkana. Að menn séu bara í vinnunni.“ „Þetta eru ekki bara tveir tímar á dag. Það er ekki full vinna. Ef menn sinna þessu almennilega þá verða þeir kannski betri.“ Hann segir að félög á Íslandi kaupi ekki leikmenn til að auka treyjusölu eða miðasölu. Þau fái leikmenn sem hjálpi liðinu að ná árangri og afla tekna. „Besta leiðin til þess er að æfa mikið. Félög eiga að fá meira fyrir fjárfestinguna. Það er alltaf val hvað þú vilt borga fyrir leikmann.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira