Aldraðir þurfi ekki að kvíða morgundeginum! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Á þeim undanförnum 10 árum, sem ég hef unnið að málefnum eldri borgara, hef ég kynnst kjörum mikils fjölda aldraðra. Þeir hafa greint mér frá kjörum sínum og hvernig þeim hafi gengið að láta enda ná saman af þeim litla lífeyri, sem ríkið hefur skammtað þeim. Þetta hafa í flestum tilvikum verið eldri borgarar, sem einungis hafa haft lífeyri frá almannatryggingum en engan lífeyrissjóð eða aðrar tekjur. Í nokkrum tilvikum hefur einnig verið um að ræða aldraða, sem haft hafa lítinn lífeyrissjóð, 50-100 þúsund kr. á mánuði. Það athyglisverða er, að kjör þeirra, sem haft hafa lítinn lífeyrissjóð, hafa verið sáralítið betri en þeirra, sem einungis hafa haft lífeyri frá Tryggingastofnun. Það hefur verið svo vegna skerðingar tryggingalífeyris. Tryggingastofnun hefur hrifsað svo mikið af tryggingalífeyri þeirra, sem haft hafa þennan lífeyri úr lífeyrissjóði, að lítið hefur verið eftir.„Strípaður lífeyrir“ dugar ekki fyrir öllum útgjöldum Viðræður mínar við eldri borgara hafa leitt í ljós, að þeir sem átt hafa húsnæði, skuldlítið, hafa komist miklu betur af en hinir, sem hafa þurft að leigja eða borga mikið af húsnæði sínu. Því miður er það svo, að þeir eldri borgarar, sem eru á „strípuðum lífeyri“ eiga yfirleitt ekki húsnæði. Þessi hópur eldri borgara og raunar einnig öryrkja á mjög erfitt fjárhagslega. Lífeyrir almannatrygginga dugar yfirleitt ekki fyrir öllum útgjöldum þeirra og einhver nauðsynleg útgjöld verða ávallt útundan. Verst er þó, þegar lífeyririnn er búinn fyrir lok mánaðar og ekkert er til fyrir mat síðustu daga mánaðar. Þau eru ófá símtölin, sem starfsmenn Félags eldri borgara hafa fengið frá eldri borgurum, sem hafa verið í vandræðum síðustu daga mánaðarins. Ef ekkert er til fyrir mat, verður að leita til ættingja eða hjálparstofnana.Alþingi gerði ekkert fyrir aldraða fyrir jól! Er ekki kominn tími til að breyta þessu og ákvarða lífeyri aldraðra og öryrkja það háan, að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu; aldraðir þurfi ekki alltaf að kvíða morgundeginum. Ég vísaði til nýs Alþingis fyrir jólaleyfi, að þingið mundi hækka lífeyri myndarlega; annað hvort leysa mál aldraðra og öryrkja til frambúðar eða samþykkja að veita þeim góða hækkun fyrir jólin. Alþingi gerði hvorugt. Alþingismenn hældu hins vegar hver öðrum fyrir að hafa náð samkomulagi um fjárlagafrumvarpið. Hvaða gagn er í því, ef stórum vandamálum er skotið á frest? Það er lítið gagn í því. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á þeim undanförnum 10 árum, sem ég hef unnið að málefnum eldri borgara, hef ég kynnst kjörum mikils fjölda aldraðra. Þeir hafa greint mér frá kjörum sínum og hvernig þeim hafi gengið að láta enda ná saman af þeim litla lífeyri, sem ríkið hefur skammtað þeim. Þetta hafa í flestum tilvikum verið eldri borgarar, sem einungis hafa haft lífeyri frá almannatryggingum en engan lífeyrissjóð eða aðrar tekjur. Í nokkrum tilvikum hefur einnig verið um að ræða aldraða, sem haft hafa lítinn lífeyrissjóð, 50-100 þúsund kr. á mánuði. Það athyglisverða er, að kjör þeirra, sem haft hafa lítinn lífeyrissjóð, hafa verið sáralítið betri en þeirra, sem einungis hafa haft lífeyri frá Tryggingastofnun. Það hefur verið svo vegna skerðingar tryggingalífeyris. Tryggingastofnun hefur hrifsað svo mikið af tryggingalífeyri þeirra, sem haft hafa þennan lífeyri úr lífeyrissjóði, að lítið hefur verið eftir.„Strípaður lífeyrir“ dugar ekki fyrir öllum útgjöldum Viðræður mínar við eldri borgara hafa leitt í ljós, að þeir sem átt hafa húsnæði, skuldlítið, hafa komist miklu betur af en hinir, sem hafa þurft að leigja eða borga mikið af húsnæði sínu. Því miður er það svo, að þeir eldri borgarar, sem eru á „strípuðum lífeyri“ eiga yfirleitt ekki húsnæði. Þessi hópur eldri borgara og raunar einnig öryrkja á mjög erfitt fjárhagslega. Lífeyrir almannatrygginga dugar yfirleitt ekki fyrir öllum útgjöldum þeirra og einhver nauðsynleg útgjöld verða ávallt útundan. Verst er þó, þegar lífeyririnn er búinn fyrir lok mánaðar og ekkert er til fyrir mat síðustu daga mánaðar. Þau eru ófá símtölin, sem starfsmenn Félags eldri borgara hafa fengið frá eldri borgurum, sem hafa verið í vandræðum síðustu daga mánaðarins. Ef ekkert er til fyrir mat, verður að leita til ættingja eða hjálparstofnana.Alþingi gerði ekkert fyrir aldraða fyrir jól! Er ekki kominn tími til að breyta þessu og ákvarða lífeyri aldraðra og öryrkja það háan, að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu; aldraðir þurfi ekki alltaf að kvíða morgundeginum. Ég vísaði til nýs Alþingis fyrir jólaleyfi, að þingið mundi hækka lífeyri myndarlega; annað hvort leysa mál aldraðra og öryrkja til frambúðar eða samþykkja að veita þeim góða hækkun fyrir jólin. Alþingi gerði hvorugt. Alþingismenn hældu hins vegar hver öðrum fyrir að hafa náð samkomulagi um fjárlagafrumvarpið. Hvaða gagn er í því, ef stórum vandamálum er skotið á frest? Það er lítið gagn í því. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun