Aukin einkavæðing stef nýrrar ríkisstjórnar Guðríður Arnardóttir skrifar 12. janúar 2017 07:00 Í stjórnarsáttmála hægri stjórnarinnar er fjallað um fjölbreytt rekstrarform í menntakerfinu. Upp á almennilega íslensku eru þetta fyrirheit um frekari einkavæðingu. Það auðvitað kemur ekki á óvart enda hefur hægrið ætíð talað fyrir slíku. Forysta kennara um heim allan hefur goldið varhug við aukinni einkavæðingu í skólakerfinu. Markaðsvæðing menntunar hefur ýtt undir misskiptingu og reist veggi milli þjóðfélagshópa. Stéttaskipting og fordómavæðing samhliða auknum einkarekstri eru staðreyndir byggðar á gögnum sem Evrópusamtök kennara (ETUCE) hafa tekið saman. Tilgangur einkareksturs er að fá af honum arð. Að reksturinn skili hagnaði fyrir eigendurna. Hagfræði 101 kennir okkur að til þess að græða þurfa útgjöld að vera lægri en tekjur. Og til þess að græða sem mest þarf annað hvort að spara í rekstri eða hækka gjaldskrár. Það þarf ekki einkarekstur til þess að nýta fjármagn af skynsemi. Rekstraraðilar opinberra menntastofnana eru sem betur fer flestir starfi sínu vaxnir og fara vel með fjármuni en oftlega er of naumt skammtað sem hefur leitt til alvarlegs rekstrarvanda, t.d. í mörgum framhaldsskólum landsins. Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um aukna einkavæðingu í menntakerfinu eru ekki fögur í augum okkar fagfólks. Samtök kennara í Evrópu hafa tekið svo djúpt í árinni að kalla aukna markaðsvæðingu menntakerfisins aðför að félagslegu jafnrétti og bjóða heim hættu á vaxandi stéttaskiptingu með heftu aðgengi þeirra efnaminni að gæðamenntun. Nú þegar má segja að menntun á framhaldsskólastigi sé einkavædd fyrir tiltekinn aldurshóp. Ungmennum yfir 25 ára er þannig vísað út úr ríkisskólunum í einkaúrræði símenntunarstöðvanna. Þetta eru ungmennin sem hafa fallið frá námi, mörg hver hafa þau félagslega veikan bakgrunn og/eða félagsleg staða þeirra leitt til brottfalls. Um leið og þeim er vísað í önnur og dýrari úrræði erum við að ala á misskiptingu og þar með stéttaskiptingu. Það er ekki bara ég sem vara við aukinni einkavæðingu menntunar. Það er kennarasamfélagið allt þvert á landamæri. Fólkið sem kann, veit og getur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála hægri stjórnarinnar er fjallað um fjölbreytt rekstrarform í menntakerfinu. Upp á almennilega íslensku eru þetta fyrirheit um frekari einkavæðingu. Það auðvitað kemur ekki á óvart enda hefur hægrið ætíð talað fyrir slíku. Forysta kennara um heim allan hefur goldið varhug við aukinni einkavæðingu í skólakerfinu. Markaðsvæðing menntunar hefur ýtt undir misskiptingu og reist veggi milli þjóðfélagshópa. Stéttaskipting og fordómavæðing samhliða auknum einkarekstri eru staðreyndir byggðar á gögnum sem Evrópusamtök kennara (ETUCE) hafa tekið saman. Tilgangur einkareksturs er að fá af honum arð. Að reksturinn skili hagnaði fyrir eigendurna. Hagfræði 101 kennir okkur að til þess að græða þurfa útgjöld að vera lægri en tekjur. Og til þess að græða sem mest þarf annað hvort að spara í rekstri eða hækka gjaldskrár. Það þarf ekki einkarekstur til þess að nýta fjármagn af skynsemi. Rekstraraðilar opinberra menntastofnana eru sem betur fer flestir starfi sínu vaxnir og fara vel með fjármuni en oftlega er of naumt skammtað sem hefur leitt til alvarlegs rekstrarvanda, t.d. í mörgum framhaldsskólum landsins. Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um aukna einkavæðingu í menntakerfinu eru ekki fögur í augum okkar fagfólks. Samtök kennara í Evrópu hafa tekið svo djúpt í árinni að kalla aukna markaðsvæðingu menntakerfisins aðför að félagslegu jafnrétti og bjóða heim hættu á vaxandi stéttaskiptingu með heftu aðgengi þeirra efnaminni að gæðamenntun. Nú þegar má segja að menntun á framhaldsskólastigi sé einkavædd fyrir tiltekinn aldurshóp. Ungmennum yfir 25 ára er þannig vísað út úr ríkisskólunum í einkaúrræði símenntunarstöðvanna. Þetta eru ungmennin sem hafa fallið frá námi, mörg hver hafa þau félagslega veikan bakgrunn og/eða félagsleg staða þeirra leitt til brottfalls. Um leið og þeim er vísað í önnur og dýrari úrræði erum við að ala á misskiptingu og þar með stéttaskiptingu. Það er ekki bara ég sem vara við aukinni einkavæðingu menntunar. Það er kennarasamfélagið allt þvert á landamæri. Fólkið sem kann, veit og getur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun