Strákarnir okkar án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2017 12:26 Aron Pálmarsson verður ekki með. vísir/epa/vilhelm „Þetta er auðvitað slæmt. Það segir sig sjálft. Aron Pálmarsson er leikmaður sem er erfitt að leysa af. Þú fyllir ekkert í þetta skarð.“ Þetta segir Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, um þau skelfilegu tíðindi að langbesti handboltamaður þjóðarinnar og einn sá besti í heimi, Aron Pálmarsson, verður ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron er búinn að vera meiddur frá því í nóvember og hefur lítið sem ekkert æft í langan tíma. Læknalið íslenska landsliðsins tók endanlega ákvörðun um það í dag að leikstjórnandinn magnaði er ekki í standi til að spila. „Þetta er eitthvað sem menn voru búnir að búa sig undir því það lá alveg í loftinum að hann yrði ekki með því hann er ekki enn þá kominn í almennilega æfingu. Ég held að menn hafi undirbúið sig fyrir þetta hægt og rólega en eðlilega var liðið tilbúið að bíða fram á síðustu stundu með þessa ákvörðun,“ segir Gunnar.Ólafur Guðmundsson er nú maður númer eitt vinstra megin.vísir/epaÞessar fréttir breyta miklu hjá íslenska liðinu á mótinu enda Aron augljóslega algjör lykilmaður. Sá leikmaður sem getur alltaf búið til eitthvað úr engu. Nú þurfa aðrir menn að stíga upp og þá sérstaklega félagi Arons úr Hafnarfirðinum, Ólafur Guðmundsson. „Eins og staðan er núna þýðir þetta að mikið mun mæða á Ólafi Guðmundssyni og svo er spurning með Gunnar Stein og Arnór Atlason. Svo er Sigurbergur Sveinsson á upphaflega listanum þannig kannski skoða menn það en ég er ekki viss. Plan b, held ég, sé bara að Gunnar Steinn og Arnór Atla verði Ólafi til aðstoðar,“ segir Gunnar en þá þarf Ólafur Guðmundsson að spila eins og allir vita að hann getur.Sjá einnig:Stefán Rafn kominn til Metz „Nú fær Ólafur mikla ábyrgð og vonandi stendur hann undir henni. Við höfum séð hann eiga frábæra leiki með landsliðinu en það sem hefur gerst hingað til er að hann er of óstöðugur í sínum leik. Hann þarf meiri stöðugleika.“ Ísland er í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðli og fara í 16 liða úrslit. Breyta þessi tíðindi einhverju um heildarmyndina? „Ég geri enn þá vonir um að við vinnum þrjá leiki á móti Túnis, Angóla og Makedóníu. Bónusleikirnir eru á móti Spáni og Slóvenum. Ég svona vona að við klárum þessa þrjá leiki og komust í 16 liða úrslit en svo er þetta mót bara mikil fjárfesting fyrir framtíðina,“ segir Gunnar Magnússon.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41 Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00 Stefán Rafn kominn til Metz Æfði með íslenska landsliðinu í gær vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. 11. janúar 2017 10:15 Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana. 11. janúar 2017 10:45 Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. 11. janúar 2017 09:15 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Þetta er auðvitað slæmt. Það segir sig sjálft. Aron Pálmarsson er leikmaður sem er erfitt að leysa af. Þú fyllir ekkert í þetta skarð.“ Þetta segir Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, um þau skelfilegu tíðindi að langbesti handboltamaður þjóðarinnar og einn sá besti í heimi, Aron Pálmarsson, verður ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron er búinn að vera meiddur frá því í nóvember og hefur lítið sem ekkert æft í langan tíma. Læknalið íslenska landsliðsins tók endanlega ákvörðun um það í dag að leikstjórnandinn magnaði er ekki í standi til að spila. „Þetta er eitthvað sem menn voru búnir að búa sig undir því það lá alveg í loftinum að hann yrði ekki með því hann er ekki enn þá kominn í almennilega æfingu. Ég held að menn hafi undirbúið sig fyrir þetta hægt og rólega en eðlilega var liðið tilbúið að bíða fram á síðustu stundu með þessa ákvörðun,“ segir Gunnar.Ólafur Guðmundsson er nú maður númer eitt vinstra megin.vísir/epaÞessar fréttir breyta miklu hjá íslenska liðinu á mótinu enda Aron augljóslega algjör lykilmaður. Sá leikmaður sem getur alltaf búið til eitthvað úr engu. Nú þurfa aðrir menn að stíga upp og þá sérstaklega félagi Arons úr Hafnarfirðinum, Ólafur Guðmundsson. „Eins og staðan er núna þýðir þetta að mikið mun mæða á Ólafi Guðmundssyni og svo er spurning með Gunnar Stein og Arnór Atlason. Svo er Sigurbergur Sveinsson á upphaflega listanum þannig kannski skoða menn það en ég er ekki viss. Plan b, held ég, sé bara að Gunnar Steinn og Arnór Atla verði Ólafi til aðstoðar,“ segir Gunnar en þá þarf Ólafur Guðmundsson að spila eins og allir vita að hann getur.Sjá einnig:Stefán Rafn kominn til Metz „Nú fær Ólafur mikla ábyrgð og vonandi stendur hann undir henni. Við höfum séð hann eiga frábæra leiki með landsliðinu en það sem hefur gerst hingað til er að hann er of óstöðugur í sínum leik. Hann þarf meiri stöðugleika.“ Ísland er í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðli og fara í 16 liða úrslit. Breyta þessi tíðindi einhverju um heildarmyndina? „Ég geri enn þá vonir um að við vinnum þrjá leiki á móti Túnis, Angóla og Makedóníu. Bónusleikirnir eru á móti Spáni og Slóvenum. Ég svona vona að við klárum þessa þrjá leiki og komust í 16 liða úrslit en svo er þetta mót bara mikil fjárfesting fyrir framtíðina,“ segir Gunnar Magnússon.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41 Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00 Stefán Rafn kominn til Metz Æfði með íslenska landsliðinu í gær vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. 11. janúar 2017 10:15 Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana. 11. janúar 2017 10:45 Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. 11. janúar 2017 09:15 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41
Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00
Stefán Rafn kominn til Metz Æfði með íslenska landsliðinu í gær vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. 11. janúar 2017 10:15
Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana. 11. janúar 2017 10:45
Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. 11. janúar 2017 09:15