Mun leggja mikla áherslu á jafnrétti Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2017 12:03 "Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki.“ Vísir/ERNIR Þorsteinn Víglundsson mun taka við embætti félags- og jafnréttisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Í samtali við Vísi segir hann mörg mikilvæg og spennandi verkefni liggja fyrir en að mikil áhersla verði lögð á jafnrétti, eins og nafnabreyting ráðuneytisins gefi til kynna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti,“ segir Þorsteinn. Hann segir að heiti ráðuneytisins hafi verið breytt í félags- og jafnréttisráðuneyti til marks um þær áherslur sem verði lagðar á jafnréttismálin. „Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki. Því við þurfum nú líka að láta okkur jafnréttismálin varða. Það er alveg ljóst að við munum leggja mjög mikla áherslu á þau mál í ráðuneytinu.“ Eitt af fyrstu málunum sem mun koma frá ráðuneytinu mun varða innleiðingu jafnlaunavottunar. Þorsteinn segir þó mörg mikilvæg verkefni fram undan. Þar á meðal séu verkefni sem tengist Salek samkomulaginu svokallaða og þær áherslur sem hafi verið lagðar á breytt vinnubrögð á vinnumarkaði. „Það er líka ljóst að nú verður að ganga í það að ljúka samkomulagi við öryrkja varðandi breytingar á almannatryggingalögum, sem er óklárað enn,“ segir Þorsteinn. „Að sama skapi má finna í stjórnarsáttmálanum áherslur á að draga úr tekjuskerðingum lífeyrisgreiðslna vegna atvinnutekna aldraðra.“ Þorsteinn nefndi einnig húsnæðismálin og að áfram yrði lögð áhersla á þau. Meðal annars væri horft til þess hvernig hægt væri að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. „Þetta er mikið af virkilega spennandi verkefnum. Ég hlakka mikið til og það verður af nógu að taka.“ Þorsteinn segist hafa sóst eftir ráðuneytinu þegar fyrir lág að það myndi falla Viðreisn í skaut. „Mér fannst þetta mjög spennandi ráðuneyti að taka við. Þarna eru gríðarlega mikilvægir málaflokkar sem skiptir miklu máli hvernig unnið er með.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson mun taka við embætti félags- og jafnréttisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Í samtali við Vísi segir hann mörg mikilvæg og spennandi verkefni liggja fyrir en að mikil áhersla verði lögð á jafnrétti, eins og nafnabreyting ráðuneytisins gefi til kynna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti,“ segir Þorsteinn. Hann segir að heiti ráðuneytisins hafi verið breytt í félags- og jafnréttisráðuneyti til marks um þær áherslur sem verði lagðar á jafnréttismálin. „Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki. Því við þurfum nú líka að láta okkur jafnréttismálin varða. Það er alveg ljóst að við munum leggja mjög mikla áherslu á þau mál í ráðuneytinu.“ Eitt af fyrstu málunum sem mun koma frá ráðuneytinu mun varða innleiðingu jafnlaunavottunar. Þorsteinn segir þó mörg mikilvæg verkefni fram undan. Þar á meðal séu verkefni sem tengist Salek samkomulaginu svokallaða og þær áherslur sem hafi verið lagðar á breytt vinnubrögð á vinnumarkaði. „Það er líka ljóst að nú verður að ganga í það að ljúka samkomulagi við öryrkja varðandi breytingar á almannatryggingalögum, sem er óklárað enn,“ segir Þorsteinn. „Að sama skapi má finna í stjórnarsáttmálanum áherslur á að draga úr tekjuskerðingum lífeyrisgreiðslna vegna atvinnutekna aldraðra.“ Þorsteinn nefndi einnig húsnæðismálin og að áfram yrði lögð áhersla á þau. Meðal annars væri horft til þess hvernig hægt væri að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. „Þetta er mikið af virkilega spennandi verkefnum. Ég hlakka mikið til og það verður af nógu að taka.“ Þorsteinn segist hafa sóst eftir ráðuneytinu þegar fyrir lág að það myndi falla Viðreisn í skaut. „Mér fannst þetta mjög spennandi ráðuneyti að taka við. Þarna eru gríðarlega mikilvægir málaflokkar sem skiptir miklu máli hvernig unnið er með.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira