Um kennara í nýjum stjórnarsáttmála Guðríður Arnardóttir skrifar 11. janúar 2017 10:07 Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir m.a:Nauðsynlegt er að efla kennaramenntun til að bregðast við fækkun kennara og minnkandi aðsókn í kennaranám fyrir leikskóla og grunn- og framhaldsskóla. Ég vil benda á að kennaramenntun á Íslandi er ágæt. Auðvitað má alltaf gera betur en eins og þetta hljómar í stjórnarsáttmálanum má skilja það þannig að til þess að auka aðsókn í kennaranám verið að efla menntunina. Kennaramenntun er að lágmarki 5 ár á öllum skólastigum. Einungis fólk með meistaragráðu í sínu fagi getur hlotið starfheitið leik-, grunn- eða framhaldsskólakennari. Fagmennska í skólastarfi hefur aukist verulega á liðnum árum og þá sérstaklega kennslufræðileg nálgun. Ungir kennarar í dag eru vel menntaðir og hæfir. Það hefur sannarlega gengið illa að manna kennarastöður í leikskólum landsins og hlutfall kennara í starfsliði leikskólanna er langt undir viðmiðum. Að sama skapi má líta til grunnskólans en þar er nýliðun sáralítil. Stéttin eldist hratt og á það við kennara á öllum skólastigum. Ég vil benda nýrri ríkisstjórn á að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi menntunar kennara munu ekki leiða til þess að leysa viðvarandi manneklu í skólakerfinu. Starfsumhverfi og auðvitað fyrst og fremst laun er lykillinn að lausn málsins – verði laun kennara færð til betri vegar og gerð samkeppnishæf við laun stétta með sambærilega menntun er viðbúið að áhugi ungs fólks á kennarastarfinu aukist. Það er nefnilega gaman að vera kennari, reyndar með því skemmtilegra sem hægt er að taka sér fyrir hendur, en eins og launasetning kennara hefur verið fram til þessa sér ungt fólk ekki fram á að geta framfleytt sér á kennaralaununum. Svo ráð mitt til nýrrar ríkisstjórnar er þetta: Hækkið laun kennara, búið vel að skólakerfinu og sjá; vandamálið mun leysast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir m.a:Nauðsynlegt er að efla kennaramenntun til að bregðast við fækkun kennara og minnkandi aðsókn í kennaranám fyrir leikskóla og grunn- og framhaldsskóla. Ég vil benda á að kennaramenntun á Íslandi er ágæt. Auðvitað má alltaf gera betur en eins og þetta hljómar í stjórnarsáttmálanum má skilja það þannig að til þess að auka aðsókn í kennaranám verið að efla menntunina. Kennaramenntun er að lágmarki 5 ár á öllum skólastigum. Einungis fólk með meistaragráðu í sínu fagi getur hlotið starfheitið leik-, grunn- eða framhaldsskólakennari. Fagmennska í skólastarfi hefur aukist verulega á liðnum árum og þá sérstaklega kennslufræðileg nálgun. Ungir kennarar í dag eru vel menntaðir og hæfir. Það hefur sannarlega gengið illa að manna kennarastöður í leikskólum landsins og hlutfall kennara í starfsliði leikskólanna er langt undir viðmiðum. Að sama skapi má líta til grunnskólans en þar er nýliðun sáralítil. Stéttin eldist hratt og á það við kennara á öllum skólastigum. Ég vil benda nýrri ríkisstjórn á að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi menntunar kennara munu ekki leiða til þess að leysa viðvarandi manneklu í skólakerfinu. Starfsumhverfi og auðvitað fyrst og fremst laun er lykillinn að lausn málsins – verði laun kennara færð til betri vegar og gerð samkeppnishæf við laun stétta með sambærilega menntun er viðbúið að áhugi ungs fólks á kennarastarfinu aukist. Það er nefnilega gaman að vera kennari, reyndar með því skemmtilegra sem hægt er að taka sér fyrir hendur, en eins og launasetning kennara hefur verið fram til þessa sér ungt fólk ekki fram á að geta framfleytt sér á kennaralaununum. Svo ráð mitt til nýrrar ríkisstjórnar er þetta: Hækkið laun kennara, búið vel að skólakerfinu og sjá; vandamálið mun leysast.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar