Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima Arnar Björnsson skrifar 11. janúar 2017 09:15 Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. „Ég er klár í slaginn og það er gaman að vera kominn til Metz,“ segir Arnór sem hefur verið með á ellefu stórmótum með íslenska handboltalandsliðinu. Arnór segist ánægður með æfingamótið í Danmörku en leikurinn gegn heimamönnum hafi verið erfiður. „Það var brekka frá fyrstu mínútu en Danir eru með eitt besta handboltalið í heimi. Við þurfum að sýna miklu betri leiki en við gerðum gegn þeim. Þetta var ákveðinn skellur en við tökum það ekki alltof mikið inná okkur og gerum okkur klára fyrir Spánverjaleikinn.“ Spánverjar og Slóvenar eru sterkustu liðin í riðli Íslands að flestra mati. Sjá einnig: Aron: Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Fyrirfram má búast við því að Spánverjar og Slóvenar séu sterkastir í riðlinum en maður veit ekki hvað kemur frá Makedónunum og Túnisunum. Við ættum að vinna Angóla,“ segir Arnór sem er búinn að vera lengi með landsliðinu og upplifa bæði sigra og ósigra. Hvernig er andrúmsloftið í liðinu núna? „Mér finnst það vera ferskt og við erum búnir að vera léttir. Æfingarnar hafa gengið vel og gott að fá þetta mót í Danmörku. Við erum búnir að æfa vel og mikið og erum eins klárir og við verðum, sama hverjir verða þeir 16 menn sem spila þennan leik.“ Arnór segir það alltaf gaman að æfa og spila með landsliðinu; „Annars væri maður ekki í þessu og þegar maður kemur á staðinn þá kemur fiðringurinn alltaf.“ Hver er munurinn á að spila með sínu félagsliði og landsliðinu? „Maður er alltaf fullur af stolti í hvert einasta sinn sem maður spilar í landsliðstreyjunni, það gefur manni mikið. Hérna spilar maður bara fyrir stoltið og fólkið heima. Við erum tilbúnir að leggja mikið á okkur til að standa okkur vel.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Góð fjárfesting til framtíðar Strákarnir okkar hefja leik á HM eftir tvo daga. Þrír ungir strákar fengu mikilvægar mínútur á æfingamótinu í Danmörku og stóðu sig vel. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tekur stöðuna fyrir Fréttablaðið. 10. janúar 2017 06:00 Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17 Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00 Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum "90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag. 10. janúar 2017 19:47 Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. „Ég er klár í slaginn og það er gaman að vera kominn til Metz,“ segir Arnór sem hefur verið með á ellefu stórmótum með íslenska handboltalandsliðinu. Arnór segist ánægður með æfingamótið í Danmörku en leikurinn gegn heimamönnum hafi verið erfiður. „Það var brekka frá fyrstu mínútu en Danir eru með eitt besta handboltalið í heimi. Við þurfum að sýna miklu betri leiki en við gerðum gegn þeim. Þetta var ákveðinn skellur en við tökum það ekki alltof mikið inná okkur og gerum okkur klára fyrir Spánverjaleikinn.“ Spánverjar og Slóvenar eru sterkustu liðin í riðli Íslands að flestra mati. Sjá einnig: Aron: Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Fyrirfram má búast við því að Spánverjar og Slóvenar séu sterkastir í riðlinum en maður veit ekki hvað kemur frá Makedónunum og Túnisunum. Við ættum að vinna Angóla,“ segir Arnór sem er búinn að vera lengi með landsliðinu og upplifa bæði sigra og ósigra. Hvernig er andrúmsloftið í liðinu núna? „Mér finnst það vera ferskt og við erum búnir að vera léttir. Æfingarnar hafa gengið vel og gott að fá þetta mót í Danmörku. Við erum búnir að æfa vel og mikið og erum eins klárir og við verðum, sama hverjir verða þeir 16 menn sem spila þennan leik.“ Arnór segir það alltaf gaman að æfa og spila með landsliðinu; „Annars væri maður ekki í þessu og þegar maður kemur á staðinn þá kemur fiðringurinn alltaf.“ Hver er munurinn á að spila með sínu félagsliði og landsliðinu? „Maður er alltaf fullur af stolti í hvert einasta sinn sem maður spilar í landsliðstreyjunni, það gefur manni mikið. Hérna spilar maður bara fyrir stoltið og fólkið heima. Við erum tilbúnir að leggja mikið á okkur til að standa okkur vel.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Góð fjárfesting til framtíðar Strákarnir okkar hefja leik á HM eftir tvo daga. Þrír ungir strákar fengu mikilvægar mínútur á æfingamótinu í Danmörku og stóðu sig vel. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tekur stöðuna fyrir Fréttablaðið. 10. janúar 2017 06:00 Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17 Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00 Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum "90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag. 10. janúar 2017 19:47 Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Góð fjárfesting til framtíðar Strákarnir okkar hefja leik á HM eftir tvo daga. Þrír ungir strákar fengu mikilvægar mínútur á æfingamótinu í Danmörku og stóðu sig vel. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tekur stöðuna fyrir Fréttablaðið. 10. janúar 2017 06:00
Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17
Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00
Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum "90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag. 10. janúar 2017 19:47
Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08