Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 23:02 Þórdís Kolbrún er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Vísir/Vilhelm „Ég tek við þessu af auðmýkt og þakklæti,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í samtali við Vísi en hún er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hlakkar mikið til að takast á við nýja starfið og þakkar bæði formanninum, Bjarna Benediktssyni, og þingflokknum það traust sem henni er sýnt. Hún segist þá algjörlega reiðubúin að axla þá ábyrgð sem henni hefur verið falin. Þórdís sem er lögfræðingur að mennt situr nú sitt fyrsta kjörtímabil sem þingmaður og hefur því litla reynslu sem slíkur. Hún hefur þó reynslu af störfum í ráðuneyti því áður starfaði hún sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal í innanríkisráðuneytinu. Þá reynslu segist hún taka með sér inn í nýja starfið. „Ég hef auðvitað góða reynslu úr ráðuneytinu með Ólöfu. Það að hafa verið í læri hjá henni er ekki lítils virði og ég tek það með mér. Svo reynir maður auðvitað bara að nýta þá mannkosti sem maður hefur.”Í pólitík til að hafa áhrifÞá segir Þórdís að hún hafi ekki búist við því að verða gerð að ráðherra. Hún segir það jafnframt ekki beint hafa verið á markmiðalistanum að verða ráðherra fyrir þrítugt. Það sé hins vegar svo að hennar sögn að þegar maður taki ákvörðun um að fara í pólitík þá geri maður það til að hafa áhrif. Að setjast í ráðherrastól sé góð leið til þess. „Það er góð leið til að hafa áhrif að setjast ráðuneyti og fá að stýra því.” Henni líst þá afskaplega vel á nýskipaða ríkisstjórn sem hún segir bera með sér ferska vinda. „Ég er handviss um að það séu mikil tækifæri í þessari ríkisstjórn, þetta eru ferskir vindar,” sagði Þórdís að lokum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Ég tek við þessu af auðmýkt og þakklæti,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í samtali við Vísi en hún er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hlakkar mikið til að takast á við nýja starfið og þakkar bæði formanninum, Bjarna Benediktssyni, og þingflokknum það traust sem henni er sýnt. Hún segist þá algjörlega reiðubúin að axla þá ábyrgð sem henni hefur verið falin. Þórdís sem er lögfræðingur að mennt situr nú sitt fyrsta kjörtímabil sem þingmaður og hefur því litla reynslu sem slíkur. Hún hefur þó reynslu af störfum í ráðuneyti því áður starfaði hún sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal í innanríkisráðuneytinu. Þá reynslu segist hún taka með sér inn í nýja starfið. „Ég hef auðvitað góða reynslu úr ráðuneytinu með Ólöfu. Það að hafa verið í læri hjá henni er ekki lítils virði og ég tek það með mér. Svo reynir maður auðvitað bara að nýta þá mannkosti sem maður hefur.”Í pólitík til að hafa áhrifÞá segir Þórdís að hún hafi ekki búist við því að verða gerð að ráðherra. Hún segir það jafnframt ekki beint hafa verið á markmiðalistanum að verða ráðherra fyrir þrítugt. Það sé hins vegar svo að hennar sögn að þegar maður taki ákvörðun um að fara í pólitík þá geri maður það til að hafa áhrif. Að setjast í ráðherrastól sé góð leið til þess. „Það er góð leið til að hafa áhrif að setjast ráðuneyti og fá að stýra því.” Henni líst þá afskaplega vel á nýskipaða ríkisstjórn sem hún segir bera með sér ferska vinda. „Ég er handviss um að það séu mikil tækifæri í þessari ríkisstjórn, þetta eru ferskir vindar,” sagði Þórdís að lokum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01