Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 23:02 Þórdís Kolbrún er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Vísir/Vilhelm „Ég tek við þessu af auðmýkt og þakklæti,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í samtali við Vísi en hún er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hlakkar mikið til að takast á við nýja starfið og þakkar bæði formanninum, Bjarna Benediktssyni, og þingflokknum það traust sem henni er sýnt. Hún segist þá algjörlega reiðubúin að axla þá ábyrgð sem henni hefur verið falin. Þórdís sem er lögfræðingur að mennt situr nú sitt fyrsta kjörtímabil sem þingmaður og hefur því litla reynslu sem slíkur. Hún hefur þó reynslu af störfum í ráðuneyti því áður starfaði hún sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal í innanríkisráðuneytinu. Þá reynslu segist hún taka með sér inn í nýja starfið. „Ég hef auðvitað góða reynslu úr ráðuneytinu með Ólöfu. Það að hafa verið í læri hjá henni er ekki lítils virði og ég tek það með mér. Svo reynir maður auðvitað bara að nýta þá mannkosti sem maður hefur.”Í pólitík til að hafa áhrifÞá segir Þórdís að hún hafi ekki búist við því að verða gerð að ráðherra. Hún segir það jafnframt ekki beint hafa verið á markmiðalistanum að verða ráðherra fyrir þrítugt. Það sé hins vegar svo að hennar sögn að þegar maður taki ákvörðun um að fara í pólitík þá geri maður það til að hafa áhrif. Að setjast í ráðherrastól sé góð leið til þess. „Það er góð leið til að hafa áhrif að setjast ráðuneyti og fá að stýra því.” Henni líst þá afskaplega vel á nýskipaða ríkisstjórn sem hún segir bera með sér ferska vinda. „Ég er handviss um að það séu mikil tækifæri í þessari ríkisstjórn, þetta eru ferskir vindar,” sagði Þórdís að lokum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
„Ég tek við þessu af auðmýkt og þakklæti,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í samtali við Vísi en hún er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hlakkar mikið til að takast á við nýja starfið og þakkar bæði formanninum, Bjarna Benediktssyni, og þingflokknum það traust sem henni er sýnt. Hún segist þá algjörlega reiðubúin að axla þá ábyrgð sem henni hefur verið falin. Þórdís sem er lögfræðingur að mennt situr nú sitt fyrsta kjörtímabil sem þingmaður og hefur því litla reynslu sem slíkur. Hún hefur þó reynslu af störfum í ráðuneyti því áður starfaði hún sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal í innanríkisráðuneytinu. Þá reynslu segist hún taka með sér inn í nýja starfið. „Ég hef auðvitað góða reynslu úr ráðuneytinu með Ólöfu. Það að hafa verið í læri hjá henni er ekki lítils virði og ég tek það með mér. Svo reynir maður auðvitað bara að nýta þá mannkosti sem maður hefur.”Í pólitík til að hafa áhrifÞá segir Þórdís að hún hafi ekki búist við því að verða gerð að ráðherra. Hún segir það jafnframt ekki beint hafa verið á markmiðalistanum að verða ráðherra fyrir þrítugt. Það sé hins vegar svo að hennar sögn að þegar maður taki ákvörðun um að fara í pólitík þá geri maður það til að hafa áhrif. Að setjast í ráðherrastól sé góð leið til þess. „Það er góð leið til að hafa áhrif að setjast ráðuneyti og fá að stýra því.” Henni líst þá afskaplega vel á nýskipaða ríkisstjórn sem hún segir bera með sér ferska vinda. „Ég er handviss um að það séu mikil tækifæri í þessari ríkisstjórn, þetta eru ferskir vindar,” sagði Þórdís að lokum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01