Eigendalausu félögin Stjórnarmaðurinn skrifar 12. janúar 2017 11:00 Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn. Eins og allir vita höndla þeir sem stýra lífeyrissjóðunum með annarra manna fé. Aðhaldið að störfum þeirra er í raun sáralítið, enda langur vegur á milli þess sem framkvæmir fjárfestinguna, fylgir henni eftir og þeirra sem eru endanlegir eigendur verðmætanna – fólksins í landinu. Þetta veldur því að mörg skráðu félaganna í kauphöllinni eru í raun eigendalaus. Lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum skráðra félaga ekki sérstaklega mikið aðhald. Stjórnendur verða værukærir og hálfgerður doði skapast í rekstrinum. Þeir þurfa ekki að vera á tánum með sama hætti og ef eigandinn væri manneskja af holdi og blóði. Við þetta bætist svo að stjórnendur eiga oft á tíðum engan eða hverfandi hlut í félögunum sem þeir stjórna. Þessi staða skapar líka vandamál varðandi skilvirkni á markaði. Fjármálamarkaður þar sem langstærstur hluti þátttakenda þarf ekki að standa skil á gjörðum sínum eða á ekki allt undir að vel gangi getur vart talist skilvirkur. Dæmi um þetta er lækkun á verði Haga í Kauphöllinni að undanförnu sem virðist að einhverju leyti eiga rætur að rekja til þess að markaðsaðilar óttast áhrif lokunar verslana í Smáralind og Glæsibæ á rekstrarniðurstöður félagsins. Þessar lokanir og þær breytingar sem fylgja á rekstrarumhverfi Haga hafa legið fyrir lengi, og ættu því í raun fyrir löngu að hafa skilað sér út í hlutabréfaverðið. Svo virðist sem einhverjir hafi sofið á verðinum og ekki rankað við sér fyrr en um síðir. Eðlilega, enda er hvatinn til að fylgjast vel með einfaldlega ekki sá sami þegar sýslað er með annarra manna fé. Hin hliðin á peningnum er svo sú að hafi menn trú á þeim breytingum sem þessar lokanir eru liður í ætti verðið að hækka fremur en hitt. Bréfin gáfu aðeins eftir og vafalaust einhverjir sem sjá tækifæri í því eins og gengur, enda hafa Hagar spyrnt við nú í byrjun viku. Stóra myndin er sú að heilbrigður hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé milli einkafjárfesta og þeirra sem kalla mætti stofnanafjárfesta. Því hefur farið fjarri á árunum eftir hrun en horfir hægt og bítandi til bóta. Komnir eru eftirtektarverðir einkafjárfestar í nokkur kauphallarfélaganna. Vonandi verður framhald á. Það er lífsspursmál fyrir heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn. Eins og allir vita höndla þeir sem stýra lífeyrissjóðunum með annarra manna fé. Aðhaldið að störfum þeirra er í raun sáralítið, enda langur vegur á milli þess sem framkvæmir fjárfestinguna, fylgir henni eftir og þeirra sem eru endanlegir eigendur verðmætanna – fólksins í landinu. Þetta veldur því að mörg skráðu félaganna í kauphöllinni eru í raun eigendalaus. Lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum skráðra félaga ekki sérstaklega mikið aðhald. Stjórnendur verða værukærir og hálfgerður doði skapast í rekstrinum. Þeir þurfa ekki að vera á tánum með sama hætti og ef eigandinn væri manneskja af holdi og blóði. Við þetta bætist svo að stjórnendur eiga oft á tíðum engan eða hverfandi hlut í félögunum sem þeir stjórna. Þessi staða skapar líka vandamál varðandi skilvirkni á markaði. Fjármálamarkaður þar sem langstærstur hluti þátttakenda þarf ekki að standa skil á gjörðum sínum eða á ekki allt undir að vel gangi getur vart talist skilvirkur. Dæmi um þetta er lækkun á verði Haga í Kauphöllinni að undanförnu sem virðist að einhverju leyti eiga rætur að rekja til þess að markaðsaðilar óttast áhrif lokunar verslana í Smáralind og Glæsibæ á rekstrarniðurstöður félagsins. Þessar lokanir og þær breytingar sem fylgja á rekstrarumhverfi Haga hafa legið fyrir lengi, og ættu því í raun fyrir löngu að hafa skilað sér út í hlutabréfaverðið. Svo virðist sem einhverjir hafi sofið á verðinum og ekki rankað við sér fyrr en um síðir. Eðlilega, enda er hvatinn til að fylgjast vel með einfaldlega ekki sá sami þegar sýslað er með annarra manna fé. Hin hliðin á peningnum er svo sú að hafi menn trú á þeim breytingum sem þessar lokanir eru liður í ætti verðið að hækka fremur en hitt. Bréfin gáfu aðeins eftir og vafalaust einhverjir sem sjá tækifæri í því eins og gengur, enda hafa Hagar spyrnt við nú í byrjun viku. Stóra myndin er sú að heilbrigður hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé milli einkafjárfesta og þeirra sem kalla mætti stofnanafjárfesta. Því hefur farið fjarri á árunum eftir hrun en horfir hægt og bítandi til bóta. Komnir eru eftirtektarverðir einkafjárfestar í nokkur kauphallarfélaganna. Vonandi verður framhald á. Það er lífsspursmál fyrir heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira