Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 15:59 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé þyngra en tári taki að upplifa þá mismunun og mannvonsku sem nýr forseti Bandaríkjanna leyfi sér að innleiða gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Óttarrs. Þar er Óttarr að vísa til tilskipunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem kveðið er á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, óháð dvalar-og landvistarleyfi. Óttarr hvetur til mótmæla og segir að hinn frjálsi heimur hljóti að sameinast í fordæmingu á tilskipuninni, en Óttar vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra stofnana.“ Óttarr er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lýst hefur yfir áhyggjum af tilskipun Trump, en fyrr í dag gagnrýndi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tilskipunina. Þar sagði hann að íslensk stjórnvöld muni styðja að fullu leyti, íslenska ríkisborgara sem upprunir eru frá umræddum löndum, komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns.Sjá einnig: Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Óttarr segir að mikilvægt sé að halda orðum stjórnarsáttmálans til haga. Hann segir að berjast þurfi fyrir því góða í heiminum. „Það sigrar ekki af sjálfu sér.“ Donald Trump Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé þyngra en tári taki að upplifa þá mismunun og mannvonsku sem nýr forseti Bandaríkjanna leyfi sér að innleiða gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Óttarrs. Þar er Óttarr að vísa til tilskipunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem kveðið er á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, óháð dvalar-og landvistarleyfi. Óttarr hvetur til mótmæla og segir að hinn frjálsi heimur hljóti að sameinast í fordæmingu á tilskipuninni, en Óttar vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra stofnana.“ Óttarr er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lýst hefur yfir áhyggjum af tilskipun Trump, en fyrr í dag gagnrýndi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tilskipunina. Þar sagði hann að íslensk stjórnvöld muni styðja að fullu leyti, íslenska ríkisborgara sem upprunir eru frá umræddum löndum, komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns.Sjá einnig: Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Óttarr segir að mikilvægt sé að halda orðum stjórnarsáttmálans til haga. Hann segir að berjast þurfi fyrir því góða í heiminum. „Það sigrar ekki af sjálfu sér.“
Donald Trump Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira