Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 14:09 Guðlaugur Þór Þórðarson og Donald Trump. Vísir/Ernir/EPA Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að baráttan gegn hryðjuverkum verði erfiðari og að það geri illt verra ef fólki er mismunað eftir trúarbrögðum eða kynþætti. Þetta kemur fram í Facebook færslu ráðherrans. Með þessum orðum er ljóst að Guðlaugur er að gagnrýna tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem undirrituð var í gær og kveður á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi.Ríkisstjórinn í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna hefur gagnrýnt ákvörðunina harðlega eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Í samtali við Vísi segir Guðlaugur að tilefni færslunnar séu áhyggjur af umræddri fyrirskipun Trump. „Það er forgangsmál að berjast gegn hryðjuverkum, en mismunun byggð á trúarbrögðum og kynþáttum hjálpar ekki málstaðnum.“ Guðlaugur bendir á að í þeim löndum sem tekin hafi verið fyrir í fyrirskipun Trumps, búi mismunandi fólk með mismunandi trúarbrögð. Það veki sérstaka athygli að á þessum lista séu ekki ríki sem sýnt hefur verið fram á að flestir hryðjuverkamenn komi frá, líkt og Sádí-Arabía. Því sé um augljósa mismunun að ræða. Guðlaugur segir jafnframt að fyrirskipunin brjóti í bága við íslensk gildi. „Við munum standa fast á þeim gildum sem við stöndum fyrir og munum halda því áfram," segir Guðlaugur sem segir að sér finnist sjálfsagt að fjalla um málið í utanríkismálanefnd eins og óskað hefur verið eftir. Að sögn Guðlaugs voru stjórnarskiptin vestra nýlega rædd á fundum hans með utanríkisráðherrum norðurlandanna. Hann segir að ráðherrarnir bíði þess að stefna bandarískra stjórnvalda skýrist í mörgum málaflokkum. Það sé þó gott að afstaða Bandaríkjamanna til NATO sé óbreytt í grundvallaratriðum. Þá hefur Guðlaugur einnig áhyggjur af fyrirskipunum Trump er varða fóstureyðingar, en nýlega skrifaði forsetinn undir tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar.Munum standa með okkar þegnumBreska forsætisráðuneytið hefur gefið út að bresk stjórnvöld muni standa með breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins, en sem dæmi má nefna að þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi sem upprunalega er frá Írak, má ekki ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði, á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Guðlaugur segir að íslenskir ríkisborgarar, sem upprunir eru frá einhverjum þessara landa, muni hljóta fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns. „Ef eitthvað slíkt kemur upp, þá munum við standa með okkar þegnum, það er alveg klippt og skorið,“ en að sögn Guðlaugs hafa slík mál ekki komið upp enn sem komið er. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var tvístígandi í gagnrýni á Trump, en gagnrýndi það þó að lokum. 29. janúar 2017 10:17 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að baráttan gegn hryðjuverkum verði erfiðari og að það geri illt verra ef fólki er mismunað eftir trúarbrögðum eða kynþætti. Þetta kemur fram í Facebook færslu ráðherrans. Með þessum orðum er ljóst að Guðlaugur er að gagnrýna tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem undirrituð var í gær og kveður á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi.Ríkisstjórinn í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna hefur gagnrýnt ákvörðunina harðlega eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Í samtali við Vísi segir Guðlaugur að tilefni færslunnar séu áhyggjur af umræddri fyrirskipun Trump. „Það er forgangsmál að berjast gegn hryðjuverkum, en mismunun byggð á trúarbrögðum og kynþáttum hjálpar ekki málstaðnum.“ Guðlaugur bendir á að í þeim löndum sem tekin hafi verið fyrir í fyrirskipun Trumps, búi mismunandi fólk með mismunandi trúarbrögð. Það veki sérstaka athygli að á þessum lista séu ekki ríki sem sýnt hefur verið fram á að flestir hryðjuverkamenn komi frá, líkt og Sádí-Arabía. Því sé um augljósa mismunun að ræða. Guðlaugur segir jafnframt að fyrirskipunin brjóti í bága við íslensk gildi. „Við munum standa fast á þeim gildum sem við stöndum fyrir og munum halda því áfram," segir Guðlaugur sem segir að sér finnist sjálfsagt að fjalla um málið í utanríkismálanefnd eins og óskað hefur verið eftir. Að sögn Guðlaugs voru stjórnarskiptin vestra nýlega rædd á fundum hans með utanríkisráðherrum norðurlandanna. Hann segir að ráðherrarnir bíði þess að stefna bandarískra stjórnvalda skýrist í mörgum málaflokkum. Það sé þó gott að afstaða Bandaríkjamanna til NATO sé óbreytt í grundvallaratriðum. Þá hefur Guðlaugur einnig áhyggjur af fyrirskipunum Trump er varða fóstureyðingar, en nýlega skrifaði forsetinn undir tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar.Munum standa með okkar þegnumBreska forsætisráðuneytið hefur gefið út að bresk stjórnvöld muni standa með breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins, en sem dæmi má nefna að þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi sem upprunalega er frá Írak, má ekki ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði, á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Guðlaugur segir að íslenskir ríkisborgarar, sem upprunir eru frá einhverjum þessara landa, muni hljóta fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns. „Ef eitthvað slíkt kemur upp, þá munum við standa með okkar þegnum, það er alveg klippt og skorið,“ en að sögn Guðlaugs hafa slík mál ekki komið upp enn sem komið er.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var tvístígandi í gagnrýni á Trump, en gagnrýndi það þó að lokum. 29. janúar 2017 10:17 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var tvístígandi í gagnrýni á Trump, en gagnrýndi það þó að lokum. 29. janúar 2017 10:17
Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51
Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26
Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45