Harden heldur áfram að endurskrifa sögubækurnar | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 11:00 James Harden. Vísir/Getty James Harden heldur áfram að berjast um titilinn verðmætasta leikmann NBA-deildarinnar en hann var með sannkallaða trölla þrennu í sigri Houston Rockets gegn Philadelphia 76ers í nótt. Var Harden með 51 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar í 123-118 sigri en þetta er í annað skiptið í janúar sem Harden er með þrefalda tvennu og með yfir fimmtíu stig. Er það í fyrsta skiptið í sögu deildarinnar sem leikmaður nær tveimur þreföldum tvennum með 50 stigum eða meira á sama tímabili. Joel Embiid sem sneri aftur í liði 76ers gerði sitt besta til að koma sínum mönnum inn í leikinn með átta stigum í röð í upphafi fjórða leikhluta en Rockets-menn áttu alltaf til svör. Dwyane Wade og liðsfélagar hans í Chicago Bulls þurftu að sætta sig við tólf stiga tap á heimavelli gegn gömlu félögum Wade í Miami Heat. Var þetta sjötti sigur Miami í röð en Chicago heldur áfram að falla niður töfluna. Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks sem hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna daga, var hetja Knicks á heimavelli gegn Charlotte Hornets í gær. Setti hann niður sigurkörfu þegar lokaflautið gall en stuðningsmenn Knicks bauluðu á Anthony á meðan leik stóð. Þá komst Cleveland Cavaliers aftur á sigurbraut með sannfærandi sigri á Brooklyn Nets en fram að því höfðu ríkjandi meistararnir tapað þremur leikjum í röð og sex leikjum af síðustu átta. LeBron James, stjarna Cleveland-liðsins, gagnrýndi liðsfélaga sína, eftir tapleik á dögunum og kallaði eftir meiri ákafa en stjörnurnar þrjár í liði Cleveland, LeBron, Kevin Love og Kyrie Irving, áttu allir fínustu leiki.Úrslit gærkvöldsins: Indiana Pacers 115-111 Sacramento Kings Cleveland Cavaliers 124-116 Brooklyn Nets Boston Celtics 128-98 Orlando Magic Toronto Raptors 102-86 Milwaukee Bucks New York Knicks 110-107 Charlotte Hornets Philadelphia 76ers 118-123 Houston Rockets Chicago Bulls 88-100 Miami Heat New Orleans Pelicans 119-103 San Antonio Spurs Atlanta Hawks 86-112 Washington Wizards Portland Trailblazers 112-109 Memphis GrizzliesBestu tilþrif kvöldsins: Tilþrif Harden í nótt: Embiid átti flottan leik: NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
James Harden heldur áfram að berjast um titilinn verðmætasta leikmann NBA-deildarinnar en hann var með sannkallaða trölla þrennu í sigri Houston Rockets gegn Philadelphia 76ers í nótt. Var Harden með 51 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar í 123-118 sigri en þetta er í annað skiptið í janúar sem Harden er með þrefalda tvennu og með yfir fimmtíu stig. Er það í fyrsta skiptið í sögu deildarinnar sem leikmaður nær tveimur þreföldum tvennum með 50 stigum eða meira á sama tímabili. Joel Embiid sem sneri aftur í liði 76ers gerði sitt besta til að koma sínum mönnum inn í leikinn með átta stigum í röð í upphafi fjórða leikhluta en Rockets-menn áttu alltaf til svör. Dwyane Wade og liðsfélagar hans í Chicago Bulls þurftu að sætta sig við tólf stiga tap á heimavelli gegn gömlu félögum Wade í Miami Heat. Var þetta sjötti sigur Miami í röð en Chicago heldur áfram að falla niður töfluna. Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks sem hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna daga, var hetja Knicks á heimavelli gegn Charlotte Hornets í gær. Setti hann niður sigurkörfu þegar lokaflautið gall en stuðningsmenn Knicks bauluðu á Anthony á meðan leik stóð. Þá komst Cleveland Cavaliers aftur á sigurbraut með sannfærandi sigri á Brooklyn Nets en fram að því höfðu ríkjandi meistararnir tapað þremur leikjum í röð og sex leikjum af síðustu átta. LeBron James, stjarna Cleveland-liðsins, gagnrýndi liðsfélaga sína, eftir tapleik á dögunum og kallaði eftir meiri ákafa en stjörnurnar þrjár í liði Cleveland, LeBron, Kevin Love og Kyrie Irving, áttu allir fínustu leiki.Úrslit gærkvöldsins: Indiana Pacers 115-111 Sacramento Kings Cleveland Cavaliers 124-116 Brooklyn Nets Boston Celtics 128-98 Orlando Magic Toronto Raptors 102-86 Milwaukee Bucks New York Knicks 110-107 Charlotte Hornets Philadelphia 76ers 118-123 Houston Rockets Chicago Bulls 88-100 Miami Heat New Orleans Pelicans 119-103 San Antonio Spurs Atlanta Hawks 86-112 Washington Wizards Portland Trailblazers 112-109 Memphis GrizzliesBestu tilþrif kvöldsins: Tilþrif Harden í nótt: Embiid átti flottan leik:
NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira