Trump fyrirskipar byggingu múrsins við Mexíkó Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 20:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir margar fyrirskipanir þessa dagana. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur skrifað undir tilskipun þess efnis að yfirvöld þar í landi skulu hefja byggingu á „óyfirstíganlegum múr“ við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. BBC greinir frá.Um er að ræða eitt af alræmdustu kosningaloforðum forsetans, en þar lofaði hann að byggja múr við landamærin að Mexíkó og að yfirvöld þar í landi myndu fá að borga múrinn. Við undirritun tilskipunarinnar í dag dró forsetinn hvergi í land með þá staðhæfingu og sagði hann að yfirvöld í Mexíkó myndu „algjörlega, hundrað prósent“ endurgreiða Bandaríkjunum að fullu fyrir byggingu múrsins. Trump bauð foreldrum þeirra, sem að sögn Trump voru „myrt á hryllilegan hátt af einstaklingum sem bjuggu hér ólöglega,“ að verða vitni að undirrituninni. Trump las upp nöfn þeirra og leyfði foreldrunum að standa yfir sér á meðan hann skrifaði undir tilskipunina. „Í áraraðir hafa fjölmiðlar virt að vettugi sögur Bandaríkjamanna og löglegra borgara sem hafa orðið fórnarlömb opinna landamæra,“ sagði Trump við undirritunina. „Við heyrum í ykkur, við sjáum ykkur og þið verðið aldrei hundsuð aftur.“ Yfirvöld í Mexíkó hafa áður lýst sig andsnúin byggingaráætlunum Trump og sagt að það sé ekki ætlunin að greiða fyrir slíkan múr. Á sama tíma skrifaði Trump undir fyrirskipun sem skerðir fjármagn til þeirra borga sem ekki framfylgja innflytjendastefnu alríkislögreglunnar að fullu, en um er til að mynda að ræða Los Angeles borg. Þar hefur lögreglan ekki mátt taka fólk í yfirheyrslu eingöngu í þeim tilgangi að spyrja það um ríkisborgararétt sinn. Með því er borgin ekki að hlýta að fullu innflytjendastefnu alríkisstjórnarinnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28 Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur skrifað undir tilskipun þess efnis að yfirvöld þar í landi skulu hefja byggingu á „óyfirstíganlegum múr“ við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. BBC greinir frá.Um er að ræða eitt af alræmdustu kosningaloforðum forsetans, en þar lofaði hann að byggja múr við landamærin að Mexíkó og að yfirvöld þar í landi myndu fá að borga múrinn. Við undirritun tilskipunarinnar í dag dró forsetinn hvergi í land með þá staðhæfingu og sagði hann að yfirvöld í Mexíkó myndu „algjörlega, hundrað prósent“ endurgreiða Bandaríkjunum að fullu fyrir byggingu múrsins. Trump bauð foreldrum þeirra, sem að sögn Trump voru „myrt á hryllilegan hátt af einstaklingum sem bjuggu hér ólöglega,“ að verða vitni að undirrituninni. Trump las upp nöfn þeirra og leyfði foreldrunum að standa yfir sér á meðan hann skrifaði undir tilskipunina. „Í áraraðir hafa fjölmiðlar virt að vettugi sögur Bandaríkjamanna og löglegra borgara sem hafa orðið fórnarlömb opinna landamæra,“ sagði Trump við undirritunina. „Við heyrum í ykkur, við sjáum ykkur og þið verðið aldrei hundsuð aftur.“ Yfirvöld í Mexíkó hafa áður lýst sig andsnúin byggingaráætlunum Trump og sagt að það sé ekki ætlunin að greiða fyrir slíkan múr. Á sama tíma skrifaði Trump undir fyrirskipun sem skerðir fjármagn til þeirra borga sem ekki framfylgja innflytjendastefnu alríkislögreglunnar að fullu, en um er til að mynda að ræða Los Angeles borg. Þar hefur lögreglan ekki mátt taka fólk í yfirheyrslu eingöngu í þeim tilgangi að spyrja það um ríkisborgararétt sinn. Með því er borgin ekki að hlýta að fullu innflytjendastefnu alríkisstjórnarinnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28 Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira
Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28
Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00
Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03
Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14