Evrópa losnar úr verðhjöðnunargildrunni Lars Christensen skrifar 25. janúar 2017 10:30 Um helgina voru tvö ár síðan Seðlabanki Evrópu (ECB) undir stjórn Marios Draghi hratt af stað áætlun um svokallaða peningalega örvun (QE). Tilgangur áætlunarinnar var að koma evrusvæðinu upp úr þeirri verðhjöðnunargildru sem gjaldmiðilssvæðið hafði sokkið ofan í. Tveimur árum síðar er sennilega of snemmt að segja að ECB hafi tekist að færa evrusvæðið varanlega frá verðhjöðnunargjánni en ég tel engu að síður að það sé ástæða til að fagna árangrinum. Ég tek sérstaklega eftir tveimur mikilvægum hagvísum sem benda til þess að við höfum færst verulega frá verðhjöðnunargildrunni og að verðbólga til meðallangs tíma (2-3 ára) muni líklega verða aftur í kringum 2% verðbólgumarkmið ECB. Það væri gríðarlega mikilvægt því það myndi líka binda enda á skulda- og hagvaxtarkreppuna á evrusvæðinu. Í fyrsta sinn síðan 2014 hefur vöxtur peningamagns og sparifjár (M3) aukist verulega og í öðru lagi hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu – besti vísirinn hvað varðar vöxt heildareftirspurnar – aukist.Ljós við enda ganganna Þannig hefur M3-vöxturinn verið að meðaltali 5-6% á meðan nafnvirði vergrar landsframleiðslu hefur vaxið um 3-4%. Hvort tveggja er nokkurn veginn í samræmi við 2% verðbólgu að gefinni leitni í veltuhraða peninga og í vexti vergrar landsframleiðslu að raunvirði. Þessa stundina er verðbólga á evrusvæðinu rétt yfir 1% en ef leitni síðustu tveggja ára hvað varðar M3 og vöxt á nafnvirði vergrar landsframleiðslu heldur áfram, þá má búast við að verðbólga á evrusvæðinu fari aftur upp í 2% á komandi árum. Og það er ekki bara á evrusvæðinu sem verðbólgan er að taka við sér. Raunar hefur verðbólgan í Svíþjóð og Tékklandi, löndum sem nota ekki evru, nýlega farið upp í 2% og í Bretlandi er líklegt að verðbólgan fari í 2% á árinu 2017. Þótt við munum, eftir að evrusvæðið hefur í mörg ár verið undir opinbera 2% verðbólgumarkmiðinu, sjá verðbólguna nálægt 2% þýðir það ekki að ECB ætti að flýta sér að binda enda á QE-áætlunina – það væri sannarlega ótímabært og sem betur fer viðurkennir seðlabankastjóri Evrópu það, en þetta þýðir að það er ljós við enda ganganna.Þrýstingur á Seðlabankann Þetta þýðir líka að við gætum séð sum Evrópulönd – eins og Svíþjóð, Tékkland og Bretland – byrja að hækka stýrivexti (mjög) hægt á árinu 2017. Og það skal ítrekað að það er engin þörf á stórtækri aðhaldsstefnu í peningamálum. En kannski verða í fyrsta sinn í mörg ár rök fyrir hægfara hækkun stýrivaxta. Frá íslenskum sjónarhóli þýðir þetta að Ísland mun sennilega ekki lengur flytja inn verðbólguhjöðnun frá Evrópu á komandi árum og að vextir í Evrópu muni hækka örlítið. Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Um helgina voru tvö ár síðan Seðlabanki Evrópu (ECB) undir stjórn Marios Draghi hratt af stað áætlun um svokallaða peningalega örvun (QE). Tilgangur áætlunarinnar var að koma evrusvæðinu upp úr þeirri verðhjöðnunargildru sem gjaldmiðilssvæðið hafði sokkið ofan í. Tveimur árum síðar er sennilega of snemmt að segja að ECB hafi tekist að færa evrusvæðið varanlega frá verðhjöðnunargjánni en ég tel engu að síður að það sé ástæða til að fagna árangrinum. Ég tek sérstaklega eftir tveimur mikilvægum hagvísum sem benda til þess að við höfum færst verulega frá verðhjöðnunargildrunni og að verðbólga til meðallangs tíma (2-3 ára) muni líklega verða aftur í kringum 2% verðbólgumarkmið ECB. Það væri gríðarlega mikilvægt því það myndi líka binda enda á skulda- og hagvaxtarkreppuna á evrusvæðinu. Í fyrsta sinn síðan 2014 hefur vöxtur peningamagns og sparifjár (M3) aukist verulega og í öðru lagi hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu – besti vísirinn hvað varðar vöxt heildareftirspurnar – aukist.Ljós við enda ganganna Þannig hefur M3-vöxturinn verið að meðaltali 5-6% á meðan nafnvirði vergrar landsframleiðslu hefur vaxið um 3-4%. Hvort tveggja er nokkurn veginn í samræmi við 2% verðbólgu að gefinni leitni í veltuhraða peninga og í vexti vergrar landsframleiðslu að raunvirði. Þessa stundina er verðbólga á evrusvæðinu rétt yfir 1% en ef leitni síðustu tveggja ára hvað varðar M3 og vöxt á nafnvirði vergrar landsframleiðslu heldur áfram, þá má búast við að verðbólga á evrusvæðinu fari aftur upp í 2% á komandi árum. Og það er ekki bara á evrusvæðinu sem verðbólgan er að taka við sér. Raunar hefur verðbólgan í Svíþjóð og Tékklandi, löndum sem nota ekki evru, nýlega farið upp í 2% og í Bretlandi er líklegt að verðbólgan fari í 2% á árinu 2017. Þótt við munum, eftir að evrusvæðið hefur í mörg ár verið undir opinbera 2% verðbólgumarkmiðinu, sjá verðbólguna nálægt 2% þýðir það ekki að ECB ætti að flýta sér að binda enda á QE-áætlunina – það væri sannarlega ótímabært og sem betur fer viðurkennir seðlabankastjóri Evrópu það, en þetta þýðir að það er ljós við enda ganganna.Þrýstingur á Seðlabankann Þetta þýðir líka að við gætum séð sum Evrópulönd – eins og Svíþjóð, Tékkland og Bretland – byrja að hækka stýrivexti (mjög) hægt á árinu 2017. Og það skal ítrekað að það er engin þörf á stórtækri aðhaldsstefnu í peningamálum. En kannski verða í fyrsta sinn í mörg ár rök fyrir hægfara hækkun stýrivaxta. Frá íslenskum sjónarhóli þýðir þetta að Ísland mun sennilega ekki lengur flytja inn verðbólguhjöðnun frá Evrópu á komandi árum og að vextir í Evrópu muni hækka örlítið. Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar