Króatía og Slóvenía í undanúrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 21:20 Króatía er komin í undanúrslit. vísir/epa Króatía komst í kvöld í undanúrslit HM 2017 í handbolta eftir sigur á Spáni, 30-29. Spánn vann B-riðilinn sem Ísland var í en Króatía hafnaði í öðru sæti C-riðils á eftir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu. Króatar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en seinni hálfleikurinn var geggjuð skemmtun þar sem liðin skiptust á að skora en Krótar voru alltaf með frumkvæðið þó Spánn náði að jafna nokkrum sinnum. Lokamínútan var ótrúlega spennandi. Luka Cindric brauast í gegn og gat klárað leikinn með 31. marki Króata þegar 20 sekúndur voru eftir en hann lét verja frá sér. Spánn fór í lokasóknina sem endaði með erfiðu skoti línumannsins Julen Aguinagalde sem króatíska vörnin varði. Króatar trylltust af gleði en Spánverjar voru eðlilega niðurlútir. Króatía enn einu sinni í undanúrslitum á stórmóti en liðið hefur þó ekki tekist að verða heimsmeistari síðan 2003 þegar það fagnaði sigri í Portúgal. Slóvenar, sem voru eins og Spánverjar með Íslandi í riðli, komust einnig í undanúrslit í kvöld eftir tiltölulega þægilegan sigur á Katar, 32-30. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Slóvenska liðið, sem hefur heillað með skemmtilegri spilamennsku sinni á HM, var 18-15 yfir í hálfleik. Það skoraði svo ellefu mörk á móti fimm mörkum Katar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og náði mest níu marka forskoti, 29-20. Þegar sex mínútur voru eftir voru Slóvenar sex mörkum yfir, 32-26, en þá tóku Katarbúar smá sprett undir lokin og skoruðu fjögur mörk í röð. Það var bara of lítið og of seint og slóvenskur sigur staðreynd. Gasper Marguc var markahæstur Slóvena með sex mörk úr sex skotum en Jure Dolenec skoraði fimm mörk úr sex skotum. Bretrand Roine skoraði átta mörk fyrir Katar sem fékk aðeins 16 prósent hlutfallsmarkvörslur frá markvörðum sínum í kvöld. Slóvenar mæta gestgjöfum Frakka í undanúrslitum en Króatar eiga leik við Noreg. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Króatía komst í kvöld í undanúrslit HM 2017 í handbolta eftir sigur á Spáni, 30-29. Spánn vann B-riðilinn sem Ísland var í en Króatía hafnaði í öðru sæti C-riðils á eftir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu. Króatar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en seinni hálfleikurinn var geggjuð skemmtun þar sem liðin skiptust á að skora en Krótar voru alltaf með frumkvæðið þó Spánn náði að jafna nokkrum sinnum. Lokamínútan var ótrúlega spennandi. Luka Cindric brauast í gegn og gat klárað leikinn með 31. marki Króata þegar 20 sekúndur voru eftir en hann lét verja frá sér. Spánn fór í lokasóknina sem endaði með erfiðu skoti línumannsins Julen Aguinagalde sem króatíska vörnin varði. Króatar trylltust af gleði en Spánverjar voru eðlilega niðurlútir. Króatía enn einu sinni í undanúrslitum á stórmóti en liðið hefur þó ekki tekist að verða heimsmeistari síðan 2003 þegar það fagnaði sigri í Portúgal. Slóvenar, sem voru eins og Spánverjar með Íslandi í riðli, komust einnig í undanúrslit í kvöld eftir tiltölulega þægilegan sigur á Katar, 32-30. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Slóvenska liðið, sem hefur heillað með skemmtilegri spilamennsku sinni á HM, var 18-15 yfir í hálfleik. Það skoraði svo ellefu mörk á móti fimm mörkum Katar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og náði mest níu marka forskoti, 29-20. Þegar sex mínútur voru eftir voru Slóvenar sex mörkum yfir, 32-26, en þá tóku Katarbúar smá sprett undir lokin og skoruðu fjögur mörk í röð. Það var bara of lítið og of seint og slóvenskur sigur staðreynd. Gasper Marguc var markahæstur Slóvena með sex mörk úr sex skotum en Jure Dolenec skoraði fimm mörk úr sex skotum. Bretrand Roine skoraði átta mörk fyrir Katar sem fékk aðeins 16 prósent hlutfallsmarkvörslur frá markvörðum sínum í kvöld. Slóvenar mæta gestgjöfum Frakka í undanúrslitum en Króatar eiga leik við Noreg.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira