Einar Þorvarðar um hugmynd Kristjáns: Þetta væri röng ákvörðun Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 19:00 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Kristján Arason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, að kominn væri tími á að reynslumestu menn íslenska liðsins síðustu ár; Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson, yrðu settir til hliðar og yngri leikmönnum hleypt að strax. „Mér finnst umræðan fara ansi hratt í þá áttina að setja inn 18 ára gamla leikmenn í karlalandsliðið. Það yrði röng ákvörðun myndi ég segja. Við erum með mikið af verkefnum fyrir unglingalandsliðin okkar, meðal annars er U21 árs landsliðið að fara í lokakeppni HM í Alsír í sumar,“ sagði Einar Þorvarðason, framkvæmdastjóri HSÍ, við íþróttadeild um þessa hugmynd Kristjáns. „Þar eru margir leikmenn sem fá verkefni, meðal annars strákar sem voru í A-landsliðinu í Frakklandi. Nítján ára landsliðið okkar verður á úrslitamóti HM í Georgíu í ágúst og svo er 17 ára landsliðið á Ólympíuhátíð æskunnar þar sem átta bestu lið heims taka þátt. Það er því mikið að gera hjá þessum ungu leikmönnum.“ Fjórir menn stigu sín fyrstu skref á stórmóti á HM í Frakklandi en Einar Þorvarðarson vill halda liðinu óbreyttu í næstu verkefnum. „Mín skoðun er sú að þessir leikmenn þurfa að þroskast í sínum liðum. Það tókst vel núna að taka þessa þrjá ungu leikmenn inn. Nú erum við í forkeppni fyrir EM 2018 í Króatíu. Við eigum eftir fjóra leiki þar og næstu tveir leikir í þeirri keppni verða á móti Makedóníu í byrjun maí. Ég er á því að þetta lið sem spilaði á HM eigi að klára þetta verkefni,“ sagði Einar Þorvarðarson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Kristján Arason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, að kominn væri tími á að reynslumestu menn íslenska liðsins síðustu ár; Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson, yrðu settir til hliðar og yngri leikmönnum hleypt að strax. „Mér finnst umræðan fara ansi hratt í þá áttina að setja inn 18 ára gamla leikmenn í karlalandsliðið. Það yrði röng ákvörðun myndi ég segja. Við erum með mikið af verkefnum fyrir unglingalandsliðin okkar, meðal annars er U21 árs landsliðið að fara í lokakeppni HM í Alsír í sumar,“ sagði Einar Þorvarðason, framkvæmdastjóri HSÍ, við íþróttadeild um þessa hugmynd Kristjáns. „Þar eru margir leikmenn sem fá verkefni, meðal annars strákar sem voru í A-landsliðinu í Frakklandi. Nítján ára landsliðið okkar verður á úrslitamóti HM í Georgíu í ágúst og svo er 17 ára landsliðið á Ólympíuhátíð æskunnar þar sem átta bestu lið heims taka þátt. Það er því mikið að gera hjá þessum ungu leikmönnum.“ Fjórir menn stigu sín fyrstu skref á stórmóti á HM í Frakklandi en Einar Þorvarðarson vill halda liðinu óbreyttu í næstu verkefnum. „Mín skoðun er sú að þessir leikmenn þurfa að þroskast í sínum liðum. Það tókst vel núna að taka þessa þrjá ungu leikmenn inn. Nú erum við í forkeppni fyrir EM 2018 í Króatíu. Við eigum eftir fjóra leiki þar og næstu tveir leikir í þeirri keppni verða á móti Makedóníu í byrjun maí. Ég er á því að þetta lið sem spilaði á HM eigi að klára þetta verkefni,“ sagði Einar Þorvarðarson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15