Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár atli ísleifsson skrifar 24. janúar 2017 13:04 Söngkeppni Framhaldsskólanna var síðast haldin 9. apríl þar sem þrettán atriði stigu á stokk. Menntaskólinn við Hamrahlíð bar sigur úr býtum með laginu Hyperballad með Björk. Samband íslenskra framhaldsskólanema Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Fram kemur að undanfarna mánuði hafi framkvæmdastjórn sambandsins skoðað hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi framtíð keppninnar í kjölfar þess að á aðalþingi sambandsins í byrjun september 2016 var samþykkt að SÍF skyldi ekki sjá um framkvæmd keppninnar líkt og verið hefur. „Síðastliðin ár hefur keppnin verið framkvæmd í samstarfi við Sagafilm og vegna umfangs hennar mikil vinna lent á framkvæmdastjórninni við undirbúning. Af þeim sökum hefur stjórnin ekki náð að vinna að þeim málum sem SÍF vill beita sér fyrir, að gæta hagsmuna framhaldsskólanema. Ógerlegt er að halda Söngkeppni framhaldsskólanna án þess að að áhugi og fjármagn séu fyrir hendi. Áhugaleysi á keppninni hefur sýnt sig í lítilli þátttöku og stuðningi nemendafélaganna við sína keppendur þrátt fyrir að þeim hafi verið gerð grein fyrir því að án þeirra væri ekki hægt að halda keppnina. Þá hefur léleg miðasala og áhugaleysi valdið því að fjárhagslega hefur orðið sífellt erfiðara að halda keppnina og er svo komið að það er ekki hægt nema mikil breyting verði á. Hugmyndir komu upp um að gefa keppnina frá okkur, í hendur óháðra aðila, en við teljum að hún sé ekki framhaldsskólanema án þeirra aðkomu og gerðum við það því ekki. Okkur þykir leitt að tilkynna að engin Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin árið 2017. Við vitum að margir skólar hafi nú þegar haldið sínar undankeppni og teljum við það jákvætt. Mikilvægt er að ungt fólk fái vettvang til að koma hæfileikum sínum á framfæri þrátt fyrir að SÍF muni ekki standa fyrir formlegri keppni á milli framhaldsskóla í þetta sinn. Við gerum ráð fyrir að ræða frekari framtíðarmöguleika á sambandsstjórnarþingi SÍF á vorönn 2017 en ljóst er að ef keppnin á að haldast í höndum framhaldsskólanema en ekki utanaðkomandi aðila er nauðsynlegt að auka áhuga og efla samstarfið milli skóla,“ segir í tilynningunni. Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Fram kemur að undanfarna mánuði hafi framkvæmdastjórn sambandsins skoðað hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi framtíð keppninnar í kjölfar þess að á aðalþingi sambandsins í byrjun september 2016 var samþykkt að SÍF skyldi ekki sjá um framkvæmd keppninnar líkt og verið hefur. „Síðastliðin ár hefur keppnin verið framkvæmd í samstarfi við Sagafilm og vegna umfangs hennar mikil vinna lent á framkvæmdastjórninni við undirbúning. Af þeim sökum hefur stjórnin ekki náð að vinna að þeim málum sem SÍF vill beita sér fyrir, að gæta hagsmuna framhaldsskólanema. Ógerlegt er að halda Söngkeppni framhaldsskólanna án þess að að áhugi og fjármagn séu fyrir hendi. Áhugaleysi á keppninni hefur sýnt sig í lítilli þátttöku og stuðningi nemendafélaganna við sína keppendur þrátt fyrir að þeim hafi verið gerð grein fyrir því að án þeirra væri ekki hægt að halda keppnina. Þá hefur léleg miðasala og áhugaleysi valdið því að fjárhagslega hefur orðið sífellt erfiðara að halda keppnina og er svo komið að það er ekki hægt nema mikil breyting verði á. Hugmyndir komu upp um að gefa keppnina frá okkur, í hendur óháðra aðila, en við teljum að hún sé ekki framhaldsskólanema án þeirra aðkomu og gerðum við það því ekki. Okkur þykir leitt að tilkynna að engin Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin árið 2017. Við vitum að margir skólar hafi nú þegar haldið sínar undankeppni og teljum við það jákvætt. Mikilvægt er að ungt fólk fái vettvang til að koma hæfileikum sínum á framfæri þrátt fyrir að SÍF muni ekki standa fyrir formlegri keppni á milli framhaldsskóla í þetta sinn. Við gerum ráð fyrir að ræða frekari framtíðarmöguleika á sambandsstjórnarþingi SÍF á vorönn 2017 en ljóst er að ef keppnin á að haldast í höndum framhaldsskólanema en ekki utanaðkomandi aðila er nauðsynlegt að auka áhuga og efla samstarfið milli skóla,“ segir í tilynningunni.
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira