Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 21:51 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við undirritun tilskipunarinnar. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðji með einhverjum hætti fóstureyðingar. BBC greinir frá.Að sögn Sean Spicer, blaðamannafulltrúa Hvíta hússins, sýnir ákvörðunin að forsetinn „berst fyrir alla Bandaríkjamenn, þar á meðal þá sem enn hafa ekki fæðst.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna árið 1984, var fyrstur forseta til að innleiða slíka tilskipun og hafa forsetar landsins skipst á að draga tilskipunina til baka eða innleiða hana, eftir því hvort að þeir eru Demókratar eða Repúblikanar. Þannig dró Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilskipunina til baka eftir að hann tók við embætti forseta, árið 2009. Tilskipunin neyðir frjáls félagasamtök sem fá styrki frá bandarísku ríkisstjórninni til þess að samþykkja að „framkvæma ekki fóstureyðingar né heldur styðja við fóstureyðingar með einhverjum hætti sem aðferð til þess að skipuleggja fjölskyldu í öðrum löndum.“ Samþykki þau það ekki, fá þau ekki lengur fjármagn frá alríkisstjórninni. Ýmsir hópar, víðsvegar um Bandaríkin, sem styðja rétt kvenna til fóstureyðinga, hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna þessa. Trump hefur áður sagt að konur „þyrftu að undirgangast einhverskonar refsingu“ fyrir að gangast undir fóstureyðingu, ef fóstureyðingar væru ólöglegar þar sem þær búa. Hann dró þó ummæli sín til baka eftir mikla reiði meðal almennings. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sagði Trump um fóstureyðingar að sér þætti að hvert og eitt fylki Bandaríkjanna ætti að ráða því sjálft hvort að fóstureyðingar væru löglegar eða ólöglegar innan landamæra þess. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðji með einhverjum hætti fóstureyðingar. BBC greinir frá.Að sögn Sean Spicer, blaðamannafulltrúa Hvíta hússins, sýnir ákvörðunin að forsetinn „berst fyrir alla Bandaríkjamenn, þar á meðal þá sem enn hafa ekki fæðst.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna árið 1984, var fyrstur forseta til að innleiða slíka tilskipun og hafa forsetar landsins skipst á að draga tilskipunina til baka eða innleiða hana, eftir því hvort að þeir eru Demókratar eða Repúblikanar. Þannig dró Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilskipunina til baka eftir að hann tók við embætti forseta, árið 2009. Tilskipunin neyðir frjáls félagasamtök sem fá styrki frá bandarísku ríkisstjórninni til þess að samþykkja að „framkvæma ekki fóstureyðingar né heldur styðja við fóstureyðingar með einhverjum hætti sem aðferð til þess að skipuleggja fjölskyldu í öðrum löndum.“ Samþykki þau það ekki, fá þau ekki lengur fjármagn frá alríkisstjórninni. Ýmsir hópar, víðsvegar um Bandaríkin, sem styðja rétt kvenna til fóstureyðinga, hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna þessa. Trump hefur áður sagt að konur „þyrftu að undirgangast einhverskonar refsingu“ fyrir að gangast undir fóstureyðingu, ef fóstureyðingar væru ólöglegar þar sem þær búa. Hann dró þó ummæli sín til baka eftir mikla reiði meðal almennings. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sagði Trump um fóstureyðingar að sér þætti að hvert og eitt fylki Bandaríkjanna ætti að ráða því sjálft hvort að fóstureyðingar væru löglegar eða ólöglegar innan landamæra þess.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu