Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 21:51 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við undirritun tilskipunarinnar. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðji með einhverjum hætti fóstureyðingar. BBC greinir frá.Að sögn Sean Spicer, blaðamannafulltrúa Hvíta hússins, sýnir ákvörðunin að forsetinn „berst fyrir alla Bandaríkjamenn, þar á meðal þá sem enn hafa ekki fæðst.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna árið 1984, var fyrstur forseta til að innleiða slíka tilskipun og hafa forsetar landsins skipst á að draga tilskipunina til baka eða innleiða hana, eftir því hvort að þeir eru Demókratar eða Repúblikanar. Þannig dró Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilskipunina til baka eftir að hann tók við embætti forseta, árið 2009. Tilskipunin neyðir frjáls félagasamtök sem fá styrki frá bandarísku ríkisstjórninni til þess að samþykkja að „framkvæma ekki fóstureyðingar né heldur styðja við fóstureyðingar með einhverjum hætti sem aðferð til þess að skipuleggja fjölskyldu í öðrum löndum.“ Samþykki þau það ekki, fá þau ekki lengur fjármagn frá alríkisstjórninni. Ýmsir hópar, víðsvegar um Bandaríkin, sem styðja rétt kvenna til fóstureyðinga, hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna þessa. Trump hefur áður sagt að konur „þyrftu að undirgangast einhverskonar refsingu“ fyrir að gangast undir fóstureyðingu, ef fóstureyðingar væru ólöglegar þar sem þær búa. Hann dró þó ummæli sín til baka eftir mikla reiði meðal almennings. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sagði Trump um fóstureyðingar að sér þætti að hvert og eitt fylki Bandaríkjanna ætti að ráða því sjálft hvort að fóstureyðingar væru löglegar eða ólöglegar innan landamæra þess. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðji með einhverjum hætti fóstureyðingar. BBC greinir frá.Að sögn Sean Spicer, blaðamannafulltrúa Hvíta hússins, sýnir ákvörðunin að forsetinn „berst fyrir alla Bandaríkjamenn, þar á meðal þá sem enn hafa ekki fæðst.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna árið 1984, var fyrstur forseta til að innleiða slíka tilskipun og hafa forsetar landsins skipst á að draga tilskipunina til baka eða innleiða hana, eftir því hvort að þeir eru Demókratar eða Repúblikanar. Þannig dró Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilskipunina til baka eftir að hann tók við embætti forseta, árið 2009. Tilskipunin neyðir frjáls félagasamtök sem fá styrki frá bandarísku ríkisstjórninni til þess að samþykkja að „framkvæma ekki fóstureyðingar né heldur styðja við fóstureyðingar með einhverjum hætti sem aðferð til þess að skipuleggja fjölskyldu í öðrum löndum.“ Samþykki þau það ekki, fá þau ekki lengur fjármagn frá alríkisstjórninni. Ýmsir hópar, víðsvegar um Bandaríkin, sem styðja rétt kvenna til fóstureyðinga, hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna þessa. Trump hefur áður sagt að konur „þyrftu að undirgangast einhverskonar refsingu“ fyrir að gangast undir fóstureyðingu, ef fóstureyðingar væru ólöglegar þar sem þær búa. Hann dró þó ummæli sín til baka eftir mikla reiði meðal almennings. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sagði Trump um fóstureyðingar að sér þætti að hvert og eitt fylki Bandaríkjanna ætti að ráða því sjálft hvort að fóstureyðingar væru löglegar eða ólöglegar innan landamæra þess.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent