Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Svavar Hávarðsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Ógerlegt er að leita í öllum skipum sem koma í íslenska höfn – enda tíma- og mannfrek aðgerð. vísir/anton brink Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. Það voru tollverðir sem síðar fundu fíkniefnin um borð í skipinu við leit að sönnunargögnum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eins og komið hefur fram fundust um tuttugu kíló af hassi í Polar Nanoq. Skipverjinn sem talinn er tengjast fíkniefnafundinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þá hafa fregnir borist af því að Samtök atvinnulífsins á Grænlandi hafi beðið íslensk stjórnvöld um að kanna möguleikana á að auka eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi, og þannig verði hægt að draga úr smygli ef lögregla myndi framkvæma fleiri leitir í skipum þar sem hún gerir ekki boð á undan sér. Snorri Olsen tollstjóri segir að ekkert slíkt erindi hafi komið inn á hans borð. Ágætt samstarf sé þegar við grænlensk tollayfirvöld. „Ég hef rætt við tollstjórann á Grænlandi eftir að þetta mál kom upp – um okkar samstarf. Við munum í framhaldinu funda, þar sem farið verður yfir þetta mál og önnur,“ segir Snorri og staðfestir að öll útlensk skip séu tollafgreidd í fyrstu höfn við komuna til landsins. Þau eru líka tollafgreidd út úr landinu þegar dvöl þeirra lýkur. Þetta var gert í tilfelli Polar Nanoq, en Snorri útskýrir að tollafgreiðsla þýði ekki að leit sé gerð í skipinu undir formerkjum eftirlits. Munur sé gerður á þessu tvennu. „Það er skylt að afgreiða öll skip þar sem leyft er að skipverjar og farþegar megi fara í land, en ef ekkert sérstakt tilefni er til eftirlits þá er aðeins um slíka afgreiðslu að ræða,“ segir Snorri en þessi afgreiðsla kom til áður en í ljós kom að skipverjar Polar Nanoq reyndust viðriðnir hvarf Birnu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. Það voru tollverðir sem síðar fundu fíkniefnin um borð í skipinu við leit að sönnunargögnum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eins og komið hefur fram fundust um tuttugu kíló af hassi í Polar Nanoq. Skipverjinn sem talinn er tengjast fíkniefnafundinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þá hafa fregnir borist af því að Samtök atvinnulífsins á Grænlandi hafi beðið íslensk stjórnvöld um að kanna möguleikana á að auka eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi, og þannig verði hægt að draga úr smygli ef lögregla myndi framkvæma fleiri leitir í skipum þar sem hún gerir ekki boð á undan sér. Snorri Olsen tollstjóri segir að ekkert slíkt erindi hafi komið inn á hans borð. Ágætt samstarf sé þegar við grænlensk tollayfirvöld. „Ég hef rætt við tollstjórann á Grænlandi eftir að þetta mál kom upp – um okkar samstarf. Við munum í framhaldinu funda, þar sem farið verður yfir þetta mál og önnur,“ segir Snorri og staðfestir að öll útlensk skip séu tollafgreidd í fyrstu höfn við komuna til landsins. Þau eru líka tollafgreidd út úr landinu þegar dvöl þeirra lýkur. Þetta var gert í tilfelli Polar Nanoq, en Snorri útskýrir að tollafgreiðsla þýði ekki að leit sé gerð í skipinu undir formerkjum eftirlits. Munur sé gerður á þessu tvennu. „Það er skylt að afgreiða öll skip þar sem leyft er að skipverjar og farþegar megi fara í land, en ef ekkert sérstakt tilefni er til eftirlits þá er aðeins um slíka afgreiðslu að ræða,“ segir Snorri en þessi afgreiðsla kom til áður en í ljós kom að skipverjar Polar Nanoq reyndust viðriðnir hvarf Birnu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira