Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill halda framleiðslustörfum í landinu. "Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki í von um að færri fyrirtæki flytji úr landi. Ef fyrirtæki hyggjast samt flytja úr landi verða háir skattir lagðir á innfluttan varning umræddra fyrirtækja. Frá þessu greindi Trump í gær en áformin eru í takt við stefnumál hans í forsetakosningum síðasta árs. „Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn við blaðamenn að loknum morgunfundi hans í Hvíta húsinu með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja á borð við Tesla, Whirlpool og Johnson & Johnson. Ef áætlun Trumps kemst í framkvæmd mun fyrirtækjaskattur lækka úr 35 prósentum í 15 eða 20 prósent. Þá mun reglugerðum á fyrirtæki einnig fækka um allt að 75 prósent. Frá því Trump náði kjöri hafa nokkur fyrirtæki hætt við áform um að flytja framleiðslu úr landi. Til að mynda hætti loftræstingarframleiðandinn Carrier við að flytja 1.100 störf til Mexíkó. Þá kynnti Fiat Chrysler 113 milljarða króna uppbyggingu fyrirtækisins í Michigan og Ohio og Ford að fyrirtækið myndi verja sömu upphæð í uppbyggingu í Michigan í stað þess að flytja hluta framleiðslunnar til Mexíkó. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Chrysler Fiat, hefur þó sagt ákvörðunina algjörlega ótengda stefnu Trumps. Þá hefur verkalýðsforinginn Chuck Jones, sem er í forsvari fyrir starfsmenn Carrier, gagnrýnt Trump fyrir að eigna sér heiðurinn að því að „bjarga 1.100 störfum Bandaríkjamanna“. Í desember sagði Jones að Trump ætti heiðurinn af 800 þessara starfa. Ekki hefði staðið til að flytja hin úr landi. Trump hefur staðið í ströngu fyrstu daga sína í embætti. Í gær skrifaði hann undir forsetatilskipun um að Bandaríkin skyldu draga sig út úr fríverslunarsamningnum Trans-Pacific Partnership (TPP) líkt og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni. Áður höfðu tólf ríki skrifað undir samninginn. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var hlynntur samningnum. BBC greinir frá því að tilskipunin sé í raun aðeins táknræn þar sem bandaríska þingið hafi aldrei samþykkt samninginn og því hafi tilskipunarinnar ekki verið þörf. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun um að hætta að fjármagna aðila sem bjóða konum upp á meðgöngurof. Tekur hann þar með á ný upp stefnu sem kennd er við Mexíkóborg og hefur verið innleidd og lögð niður endurtekið undanfarin 33 ár. Forsetar úr röðum Repúblikana hafa innleitt hana en Demókratar lagt hana niður. Trump undirritaði einnig ráðningarbann í stéttum opinberra starfsmanna sem tengjast ekki hernum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki í von um að færri fyrirtæki flytji úr landi. Ef fyrirtæki hyggjast samt flytja úr landi verða háir skattir lagðir á innfluttan varning umræddra fyrirtækja. Frá þessu greindi Trump í gær en áformin eru í takt við stefnumál hans í forsetakosningum síðasta árs. „Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn við blaðamenn að loknum morgunfundi hans í Hvíta húsinu með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja á borð við Tesla, Whirlpool og Johnson & Johnson. Ef áætlun Trumps kemst í framkvæmd mun fyrirtækjaskattur lækka úr 35 prósentum í 15 eða 20 prósent. Þá mun reglugerðum á fyrirtæki einnig fækka um allt að 75 prósent. Frá því Trump náði kjöri hafa nokkur fyrirtæki hætt við áform um að flytja framleiðslu úr landi. Til að mynda hætti loftræstingarframleiðandinn Carrier við að flytja 1.100 störf til Mexíkó. Þá kynnti Fiat Chrysler 113 milljarða króna uppbyggingu fyrirtækisins í Michigan og Ohio og Ford að fyrirtækið myndi verja sömu upphæð í uppbyggingu í Michigan í stað þess að flytja hluta framleiðslunnar til Mexíkó. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Chrysler Fiat, hefur þó sagt ákvörðunina algjörlega ótengda stefnu Trumps. Þá hefur verkalýðsforinginn Chuck Jones, sem er í forsvari fyrir starfsmenn Carrier, gagnrýnt Trump fyrir að eigna sér heiðurinn að því að „bjarga 1.100 störfum Bandaríkjamanna“. Í desember sagði Jones að Trump ætti heiðurinn af 800 þessara starfa. Ekki hefði staðið til að flytja hin úr landi. Trump hefur staðið í ströngu fyrstu daga sína í embætti. Í gær skrifaði hann undir forsetatilskipun um að Bandaríkin skyldu draga sig út úr fríverslunarsamningnum Trans-Pacific Partnership (TPP) líkt og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni. Áður höfðu tólf ríki skrifað undir samninginn. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var hlynntur samningnum. BBC greinir frá því að tilskipunin sé í raun aðeins táknræn þar sem bandaríska þingið hafi aldrei samþykkt samninginn og því hafi tilskipunarinnar ekki verið þörf. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun um að hætta að fjármagna aðila sem bjóða konum upp á meðgöngurof. Tekur hann þar með á ný upp stefnu sem kennd er við Mexíkóborg og hefur verið innleidd og lögð niður endurtekið undanfarin 33 ár. Forsetar úr röðum Repúblikana hafa innleitt hana en Demókratar lagt hana niður. Trump undirritaði einnig ráðningarbann í stéttum opinberra starfsmanna sem tengjast ekki hernum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira