Sverre vill að dansk-íslensku markverðirnir fái að sýna sig með landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2017 18:15 Sverre Jakobsson vill að Tomas Olason (efri) og Stephen Nielsen (neðri) fái tækifæri með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm/hanna/stefán Sverre Jakobsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem þjálfar Akureyri í Olís-deild karla, vill að fleiri markverðir fái tækifæri til að sýna sig í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson hafa verið ósnertanlegir sem íslenska markvarðatvíeykið síðan á HM á Spáni árið 2013 og þeir stóðu vaktina á HM í Frakklandi þar sem strákarnir okkar kvöddu á laugardaginn eftir tap gegn heimamönnum. Þeir eru búnir að fara á fimm stórmót í röð. Björgvin Páll varði 36 prósent þeirra skota sem komu á markið á mótinu og Aron Rafn 33 prósent en samtals voru íslensku markverðirnir með 34,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í uppgjöri á frammistöðu Íslands á HM í Frakklandi í viðtali á fimmeinn.is segir Sverre að honum finnist skrítið að fleiri markverðir séu ekki teknir til skoðunar. Fimm markverðir voru valdi í 28 manna hópinn sem Geir Sveinsson tilkynnti í desember en þeir Sveinbjörn Pétursson, Grétar Ari Guðjónsson og Hreiðar Levy Guðmundsson æfðu með íslenska hópnum framan af. Tveir danskir markverðir, Stephen Nielsen hjá ÍBV og Tomas Olason hjá Akureyri, hafa spilað í Olís-deildinni undanfarin ár og staðið sig vel. Báðir eru með íslenskt ríkisfang og gjaldgengir í landsliðið en Nielsen, sem er fæddur árið 1985, fékk tækifæri í B-landsleik á móti Portúgal í byrjun síðasta árs. Olason er fæddur 1992 og var valinn í afrekshóp HSÍ fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort Ísland eigi ekki markverði sem eru að banka á dyrnar segir Sverre: „Jú, klárlega. Markverðir eins og Stephen Nielsen og Tomas okkar hér fyrir norðan. Ég eiginlega skil ekki af hverju maður eins og Tomas sé ekki tekinn til betri skoðunnar og leyft að sýna sig.“ Silfurmaðurinn er á því að markvarðaparið sem stendur vaktina í íslenska rammanum í dag sé það besta sem í boði er, en það megi nú skoða fleiri. „Tomas og báðir þessir markverðir eiga það fyllilega skilið að horft sé á þá til frambúðar. Mér finnst Björgvin og Aron okkar bestu markverðir í dag en það má taka fleiri inn til skoðunnar,“ segir Sverre Jakobsson. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Sverre Jakobsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem þjálfar Akureyri í Olís-deild karla, vill að fleiri markverðir fái tækifæri til að sýna sig í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson hafa verið ósnertanlegir sem íslenska markvarðatvíeykið síðan á HM á Spáni árið 2013 og þeir stóðu vaktina á HM í Frakklandi þar sem strákarnir okkar kvöddu á laugardaginn eftir tap gegn heimamönnum. Þeir eru búnir að fara á fimm stórmót í röð. Björgvin Páll varði 36 prósent þeirra skota sem komu á markið á mótinu og Aron Rafn 33 prósent en samtals voru íslensku markverðirnir með 34,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í uppgjöri á frammistöðu Íslands á HM í Frakklandi í viðtali á fimmeinn.is segir Sverre að honum finnist skrítið að fleiri markverðir séu ekki teknir til skoðunar. Fimm markverðir voru valdi í 28 manna hópinn sem Geir Sveinsson tilkynnti í desember en þeir Sveinbjörn Pétursson, Grétar Ari Guðjónsson og Hreiðar Levy Guðmundsson æfðu með íslenska hópnum framan af. Tveir danskir markverðir, Stephen Nielsen hjá ÍBV og Tomas Olason hjá Akureyri, hafa spilað í Olís-deildinni undanfarin ár og staðið sig vel. Báðir eru með íslenskt ríkisfang og gjaldgengir í landsliðið en Nielsen, sem er fæddur árið 1985, fékk tækifæri í B-landsleik á móti Portúgal í byrjun síðasta árs. Olason er fæddur 1992 og var valinn í afrekshóp HSÍ fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort Ísland eigi ekki markverði sem eru að banka á dyrnar segir Sverre: „Jú, klárlega. Markverðir eins og Stephen Nielsen og Tomas okkar hér fyrir norðan. Ég eiginlega skil ekki af hverju maður eins og Tomas sé ekki tekinn til betri skoðunnar og leyft að sýna sig.“ Silfurmaðurinn er á því að markvarðaparið sem stendur vaktina í íslenska rammanum í dag sé það besta sem í boði er, en það megi nú skoða fleiri. „Tomas og báðir þessir markverðir eiga það fyllilega skilið að horft sé á þá til frambúðar. Mér finnst Björgvin og Aron okkar bestu markverðir í dag en það má taka fleiri inn til skoðunnar,“ segir Sverre Jakobsson.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira