Segja Trump brjóta gegn stjórnarskránni og höfða mál Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 14:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Samtökin Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, eða CREW, ætla sér að höfða mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag. Samtökin segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. Málið verður höfðað í dag.CREW samanstendur af sérfræðingum um stjórnarskrá Bandaríkjanna, hæstaréttarlögmönnum og fyrrverandi siðferðislögmönnum Hvíta hússins. Þeir segja klausu í stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um að forseti megi ekki taka við peningum frá öðrum ríkisstjórnum og segja Trump vera að gera það með hótelum og annars konar fyrirtækjum sem hann rekur og tengjast honum um heim allan.Samkvæmt New York Times er þetta einungis ein af fjölmörum lögsóknum sem samtök sem halla til vinstri hafa og ætla sér að beita gegn ríkisstjórn Trump. Í frétt þeirra segir að slíkar lögsóknir séu ein af fáum leiðum sem standi Demókrötum opnar til að berjast gegn ríkisstjórninni þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins. „Við vildum ekki enda í þessari stöðu,“ segir Noah Bookbinder, framkvæmdastjóri CREW við CNN. „Við vonuðumst til þess að Trump myndi taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir stjórnarskrárbrot áður en hann tók við embætti. Það gerði hann ekki. Stjórnarskrárbrot hans eru alvarleg og við neyddumst til að grípa til lagalegra aðgerða.“ Samkvæmt greiningu CNN á Trump, að fullu eða að hluta til, minnst 564 fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við minnst 25 önnur ríki.Trump hefur verið hvattur til þess að selja eignir sínar, setja þær í sjóð og fá utanaðkomandi aðila til að reka hann.Erfitt að seljaTrump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.Sjá einnig: Trump þyrfti að selja alltTrump sagði á blaðamannafundi þann 11. janúar að synir hans tveir myndu taka yfir rekstri fyrirtækisins og að hann yrði ekki meðvitaður um hvað færi þar fram. Þá yrðu allir peningar sem erlendir erindrekar borga fyrir gistingu á hótelum Trump gefnar til ríkissjóðs. Hann mun áfram eiga fyrirtækið og sérfræðingar segja það skapa hættu á að hann hagi ákvörðunum sínum með sinn eigin hag í huga. Lögfræðingar Trump segja hins vegar að klausa stjórnarskrárinnar fjalli ekki um greiðslur vegna einkafyrirtækja, einungis um sérstakar greiðslur og gjafi. Á áðurnefndum blaðamannafundi sagði Sheri A. Dillon að þegar stjórnarskráin hafi verið samin hefði engum dottið í hug að það væru mútur að borga hótelreikning. Meðlimir CREW segja hins vegar barnalegt að halda því fram að erlend ríki muni ekki nota sér fyrirtæki Trump til að ná fram eigin hagsmunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Samtökin Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, eða CREW, ætla sér að höfða mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag. Samtökin segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. Málið verður höfðað í dag.CREW samanstendur af sérfræðingum um stjórnarskrá Bandaríkjanna, hæstaréttarlögmönnum og fyrrverandi siðferðislögmönnum Hvíta hússins. Þeir segja klausu í stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um að forseti megi ekki taka við peningum frá öðrum ríkisstjórnum og segja Trump vera að gera það með hótelum og annars konar fyrirtækjum sem hann rekur og tengjast honum um heim allan.Samkvæmt New York Times er þetta einungis ein af fjölmörum lögsóknum sem samtök sem halla til vinstri hafa og ætla sér að beita gegn ríkisstjórn Trump. Í frétt þeirra segir að slíkar lögsóknir séu ein af fáum leiðum sem standi Demókrötum opnar til að berjast gegn ríkisstjórninni þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins. „Við vildum ekki enda í þessari stöðu,“ segir Noah Bookbinder, framkvæmdastjóri CREW við CNN. „Við vonuðumst til þess að Trump myndi taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir stjórnarskrárbrot áður en hann tók við embætti. Það gerði hann ekki. Stjórnarskrárbrot hans eru alvarleg og við neyddumst til að grípa til lagalegra aðgerða.“ Samkvæmt greiningu CNN á Trump, að fullu eða að hluta til, minnst 564 fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við minnst 25 önnur ríki.Trump hefur verið hvattur til þess að selja eignir sínar, setja þær í sjóð og fá utanaðkomandi aðila til að reka hann.Erfitt að seljaTrump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.Sjá einnig: Trump þyrfti að selja alltTrump sagði á blaðamannafundi þann 11. janúar að synir hans tveir myndu taka yfir rekstri fyrirtækisins og að hann yrði ekki meðvitaður um hvað færi þar fram. Þá yrðu allir peningar sem erlendir erindrekar borga fyrir gistingu á hótelum Trump gefnar til ríkissjóðs. Hann mun áfram eiga fyrirtækið og sérfræðingar segja það skapa hættu á að hann hagi ákvörðunum sínum með sinn eigin hag í huga. Lögfræðingar Trump segja hins vegar að klausa stjórnarskrárinnar fjalli ekki um greiðslur vegna einkafyrirtækja, einungis um sérstakar greiðslur og gjafi. Á áðurnefndum blaðamannafundi sagði Sheri A. Dillon að þegar stjórnarskráin hafi verið samin hefði engum dottið í hug að það væru mútur að borga hótelreikning. Meðlimir CREW segja hins vegar barnalegt að halda því fram að erlend ríki muni ekki nota sér fyrirtæki Trump til að ná fram eigin hagsmunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira