NBA: Sjö frá Curry, sjö frá Klay og sjö í röð hjá Golden State Warriors | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 08:00 Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson voru báðir í stuði fyrir utan þriggja stiga línuna í sigri Golden State Warriors á Flórída í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var hinsvegar afar vandræðaleg nótt fyrir lið Los Angeles Lakers og þetta var nótt Eric Bledsoe hjá Phoenix Suns.Golden State Warriors vann 118-98 sigur á heimamönnum í Orlando Magic eftir að hafa verið vandræðum í fyrri hálfleiknum. Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu báðir sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þetta var sjöundi sigur Golden State liðsins í röð. Stephen Curry hitti úr 7 af 13 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 27 stig en Klay Thompson hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 21 stig. Golden State Warriors lenti ellefu stigum undir í fyrri hálfleik og það var jafnt í hálfleik, 50-50. Stephen Curry skoraði fjóra af þristunum sínum og alls 14 stig í þriðja leikhlutanum sem Warriors vann 42-24 og stakk af. Kevin Durant skoraði 15 stig fyrir Golden State liðið og Zaza Pachulia var með 14 stig. Elfrid Payton var stigahæstur hjá Orlando Magic með 23 stig.Dallas Mavericks fór illa með Los Angeles Lakers og vann 49 stiga sigur, 122-73. Þetta er versta tap Lakers í sögunni. Lakers-liðið var ekki að tapa svona stórt á móti einu besta liði deildarinnar heldur á móti Dallas sem hefur unnið einum leik færra en Lakers á tímabilinu. Justin Anderson skoraði 19 stig á 16 mínútum fyrir Dallas og Seth Curry, yngri bróður Steph, var með 14 stig. Dirk Nowitzki var einn af þremur hjá Dallas með 13 stig í þessum leik en hinir voru Wesley Matthews og Deron Williams.Eric Bledsoe átti svakalega leik í endurkomusigri Phoenix Suns á útivelli á móti Toronto Raptors. Suns-liðið vann leikinn með tólf stigum, 115-103, eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann 33-18. Eric Bledsoe var með 40 stig og 13 stoðsendingar í leiknum og Devin Booker bætti við20 stigum. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Toronto sem tapaði sínum þriðja leik í röð.Karl-Anthony Towns, nýliði ársins á síðasta tímabili, var með fantaleik í 111-108 sigri Minnesota Timberwolves á Denver Nuggets. Towns endaði leikinn með 32 stig, 12 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 varin skot, Andrew Wiggins skoraði 24 stig og Shabazz Muhammad var með 20 stig. Gary Harris skoraði mest fyrir Denver eða 22 stig.Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Dallas Mavericks - Los Angeles Lakers 122-73 Orlando Magic - Golden State Warriors 98-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 103-115 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 111-108 NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson voru báðir í stuði fyrir utan þriggja stiga línuna í sigri Golden State Warriors á Flórída í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var hinsvegar afar vandræðaleg nótt fyrir lið Los Angeles Lakers og þetta var nótt Eric Bledsoe hjá Phoenix Suns.Golden State Warriors vann 118-98 sigur á heimamönnum í Orlando Magic eftir að hafa verið vandræðum í fyrri hálfleiknum. Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu báðir sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þetta var sjöundi sigur Golden State liðsins í röð. Stephen Curry hitti úr 7 af 13 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 27 stig en Klay Thompson hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 21 stig. Golden State Warriors lenti ellefu stigum undir í fyrri hálfleik og það var jafnt í hálfleik, 50-50. Stephen Curry skoraði fjóra af þristunum sínum og alls 14 stig í þriðja leikhlutanum sem Warriors vann 42-24 og stakk af. Kevin Durant skoraði 15 stig fyrir Golden State liðið og Zaza Pachulia var með 14 stig. Elfrid Payton var stigahæstur hjá Orlando Magic með 23 stig.Dallas Mavericks fór illa með Los Angeles Lakers og vann 49 stiga sigur, 122-73. Þetta er versta tap Lakers í sögunni. Lakers-liðið var ekki að tapa svona stórt á móti einu besta liði deildarinnar heldur á móti Dallas sem hefur unnið einum leik færra en Lakers á tímabilinu. Justin Anderson skoraði 19 stig á 16 mínútum fyrir Dallas og Seth Curry, yngri bróður Steph, var með 14 stig. Dirk Nowitzki var einn af þremur hjá Dallas með 13 stig í þessum leik en hinir voru Wesley Matthews og Deron Williams.Eric Bledsoe átti svakalega leik í endurkomusigri Phoenix Suns á útivelli á móti Toronto Raptors. Suns-liðið vann leikinn með tólf stigum, 115-103, eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann 33-18. Eric Bledsoe var með 40 stig og 13 stoðsendingar í leiknum og Devin Booker bætti við20 stigum. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Toronto sem tapaði sínum þriðja leik í röð.Karl-Anthony Towns, nýliði ársins á síðasta tímabili, var með fantaleik í 111-108 sigri Minnesota Timberwolves á Denver Nuggets. Towns endaði leikinn með 32 stig, 12 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 varin skot, Andrew Wiggins skoraði 24 stig og Shabazz Muhammad var með 20 stig. Gary Harris skoraði mest fyrir Denver eða 22 stig.Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Dallas Mavericks - Los Angeles Lakers 122-73 Orlando Magic - Golden State Warriors 98-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 103-115 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 111-108
NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira