„Maður verður að vona það besta“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. janúar 2017 20:00 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. VÍSIR/SKJÁSKOT Íslenskur veðurfræðingur og sérfæðingur í loftslagsmálum segir að alþjóðasamfélagið verði að vona það besta og treysta á að alþjóðasamningar hefti stefnu Donalds Trump í að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í málaflokka tengdum aðgerðaáætlunum í loftslagsmálum. Íslendingar séu í aðstöðu til að láta til sín taka.Heimsíðu Hvíta hússins var umturnað strax eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti á föstudag. Athygli vakti að starfsáætlun Hvíta hússins gegn loftslagsbreytingum var skipt út fyrir orkuáætlunina America First Energy Plan sem sögð er hafa hag Bandaríkjanna að leiðarljósi. Þar segir meðal annars að Trump ætli að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í óþarfa málaflokka á borð við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Trump sagði á heimasíðu sinni fyrir kosningar að hann ætlaði sér einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum og stöðva allar greiðslur til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta þarf kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem Trump hefur farið mikinn í ummælum sínum um loftslagsbreytingar í viðtölum og á samskiptamiðlum undanfarna mánuði og ár. En hvað þýðir þessa breytta stefna Bandaríkjamanna í loftslagsmálum fyrir Parísarsáttmálann og alþjóðasamfélagið? „Maður verður að treysta því að forsetinn hafi ekki öll völd og ríkisstjórn hans. Að þingið geti gripið í taumanna. Maður verður að vera bjartsýnn hvað það varðar. Og að aðlþjóðasamningar hefti Bandaríkjamenn að einhverju leyti og skuldbindingar þar í þessum málum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum. Hann telur að Íslendingar geti haft heilmikil áhrif í þessu samhengi. „Íslendingar eiga auðvitað að láta til sín taka til dæmis innan Norðurskautsráðsins, þar sem við vinnum bæði með Bandaríkjamönnum og Rússum, og láta rödd okkar heyrast hvað þetta varðar. Maður verður í raun og veru bara að vona það besta. Maður verður að vona það að þó svo að bandaríkjaforseti sé á þessari skoðun, þá er hann ekki einráður í landinu. Að það séu skynsöm öfl sem haldi þessari ágætu þjóð á þokkalegu spori hvað þetta varðar,“segir Einar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Íslenskur veðurfræðingur og sérfæðingur í loftslagsmálum segir að alþjóðasamfélagið verði að vona það besta og treysta á að alþjóðasamningar hefti stefnu Donalds Trump í að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í málaflokka tengdum aðgerðaáætlunum í loftslagsmálum. Íslendingar séu í aðstöðu til að láta til sín taka.Heimsíðu Hvíta hússins var umturnað strax eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti á föstudag. Athygli vakti að starfsáætlun Hvíta hússins gegn loftslagsbreytingum var skipt út fyrir orkuáætlunina America First Energy Plan sem sögð er hafa hag Bandaríkjanna að leiðarljósi. Þar segir meðal annars að Trump ætli að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í óþarfa málaflokka á borð við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Trump sagði á heimasíðu sinni fyrir kosningar að hann ætlaði sér einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum og stöðva allar greiðslur til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta þarf kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem Trump hefur farið mikinn í ummælum sínum um loftslagsbreytingar í viðtölum og á samskiptamiðlum undanfarna mánuði og ár. En hvað þýðir þessa breytta stefna Bandaríkjamanna í loftslagsmálum fyrir Parísarsáttmálann og alþjóðasamfélagið? „Maður verður að treysta því að forsetinn hafi ekki öll völd og ríkisstjórn hans. Að þingið geti gripið í taumanna. Maður verður að vera bjartsýnn hvað það varðar. Og að aðlþjóðasamningar hefti Bandaríkjamenn að einhverju leyti og skuldbindingar þar í þessum málum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum. Hann telur að Íslendingar geti haft heilmikil áhrif í þessu samhengi. „Íslendingar eiga auðvitað að láta til sín taka til dæmis innan Norðurskautsráðsins, þar sem við vinnum bæði með Bandaríkjamönnum og Rússum, og láta rödd okkar heyrast hvað þetta varðar. Maður verður í raun og veru bara að vona það besta. Maður verður að vona það að þó svo að bandaríkjaforseti sé á þessari skoðun, þá er hann ekki einráður í landinu. Að það séu skynsöm öfl sem haldi þessari ágætu þjóð á þokkalegu spori hvað þetta varðar,“segir Einar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36
Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30
Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07