Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 11:27 Frá aðgerðum lögreglu í Polar Nanoq á miðvikudagskvöld þegar togarinn kom aftur til hafnar. vísir/anton brink Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en deildin fer með rannsókn beggja málanna. Alls voru þrír skipverjar af Polar Nanoq úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag, tveir í tveggja vikna varðhald vegna gruns um aðild að hvarfinu og einn fram á mánudag vegna gruns um að tengjast smyglinu. Fjórði skipverjinn var handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi Birnu, en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Sá maður var látinn laus úr haldi strax á föstudeginum að sögn Gríms þar sem lögreglan taldi sig hafa sannað að maðurinn hefði ekki komið neitt að því að smygla efnunum.Tveir í einangrun Tveir menn sitja því nú í gæsluvarðhaldi, í einangrun á Litla-Hrauni. Skipverjarnir tveir voru upphaflega handteknir þegar sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq á hafi úti á miðvikudaginn. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn úr héraðsdómi kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan telji ekki að hvarf Birnu tengist fíkniefnunum á nokkurn hátt. Málin séu því algjörlega aðskilin þó þau séu rannsökuð hjá sömu deild. Þá segir hann jafnframt að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu; það að hann tengdist smyglinu kom upp síðar í rannsókn þess máls. Fíkniefnin eru metin á 228 milljónir króna sé miðað við götuverð á hassi í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Hassið gæti þó verið enn verðmætara í fámennari byggðalögum Grænlands. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en deildin fer með rannsókn beggja málanna. Alls voru þrír skipverjar af Polar Nanoq úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag, tveir í tveggja vikna varðhald vegna gruns um aðild að hvarfinu og einn fram á mánudag vegna gruns um að tengjast smyglinu. Fjórði skipverjinn var handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi Birnu, en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Sá maður var látinn laus úr haldi strax á föstudeginum að sögn Gríms þar sem lögreglan taldi sig hafa sannað að maðurinn hefði ekki komið neitt að því að smygla efnunum.Tveir í einangrun Tveir menn sitja því nú í gæsluvarðhaldi, í einangrun á Litla-Hrauni. Skipverjarnir tveir voru upphaflega handteknir þegar sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq á hafi úti á miðvikudaginn. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn úr héraðsdómi kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan telji ekki að hvarf Birnu tengist fíkniefnunum á nokkurn hátt. Málin séu því algjörlega aðskilin þó þau séu rannsökuð hjá sömu deild. Þá segir hann jafnframt að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu; það að hann tengdist smyglinu kom upp síðar í rannsókn þess máls. Fíkniefnin eru metin á 228 milljónir króna sé miðað við götuverð á hassi í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Hassið gæti þó verið enn verðmætara í fámennari byggðalögum Grænlands.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59
Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11