Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:16 Björgunarsveitarfólk að störfum í dag. Björgunarsveitarfólk hefur lokið leit á rúmlega helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir leitina að Birnu Brjánsdóttur um helgina. Þá hefur Landsbjörg lokið helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina. Björgunarsveitarfólk stendur enn í leitaraðgerðum en gert er ráð fyrir að aðgerðum dagsins ljúki klukkan átta í kvöld. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Leitaraðgerðir um helgina eru þær umfangsmestu í sögu Landsbjargar en alls hafa 500 manns tekið þátt í leitinni í dag. Lagt er áherslu á að leita um helgina á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og á öllum Reykjanesskaganum. Notast hefur verið við bíla, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól við leitina en björgunarsveitin stefndi á að leysa um 2000 verkefni um helgina. Í dag var áhersla á leit á Reykjanesskaganum, á svæði fyrir ofan Hafnarfjörð og á Bláfjallasvæðinu. Að sögn Þorsteins hafa björgunarsveitarnar leitað hundrað metra sitt hvoru megin við alla vegaslóða á þessum svæðum „Við höfum lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem úthlutað var fyrir helgina, við erum þá búin með rúmlega helming þess svæðis sem við ætluðum okkur að leita á“ segir Þorsteinn sem segir að leitin nái þó ekki til svæðisins sem er handan Hvalfjarðarganga, þar sem ekkert bendi til þess að KIA Ryo bílnum hafi verið ekið þangað.Endurmeta stöðuna á morgun ef engar vísbendingar finnastÞorsteinn segir að í dag hafi ekki fundist vísbendingar sem tengjast hvarfi Birnu. „Við höfum fundið töluvert magn af ýmsum hlutum í dag, sem lögreglan hefur komið og skoðað en ekkert af þeim tengjast málinu.“ Spurður um framhald leitarinnar segir Þorsteinn að leit verði haldið áfram á morgun og gert er ráð fyrir því að afgangur þeirra verkefna sem eftir eru á leitarsvæðinu verði kláraður á morgun. „Þessi verkefni koma til með að klárast á morgun og ef ekkert finnst og engar vísbendingar koma fram sem tengjast málinu verður staðan endurmetin.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir nokkuð erfiðar veðuraðstæður á leitarsvæði í dag sé engan bilbug að finna á leitarfólki og verður leit haldið áfram klukkan átta í fyrramálið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira
Björgunarsveitarfólk hefur lokið leit á rúmlega helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir leitina að Birnu Brjánsdóttur um helgina. Þá hefur Landsbjörg lokið helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina. Björgunarsveitarfólk stendur enn í leitaraðgerðum en gert er ráð fyrir að aðgerðum dagsins ljúki klukkan átta í kvöld. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Leitaraðgerðir um helgina eru þær umfangsmestu í sögu Landsbjargar en alls hafa 500 manns tekið þátt í leitinni í dag. Lagt er áherslu á að leita um helgina á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og á öllum Reykjanesskaganum. Notast hefur verið við bíla, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól við leitina en björgunarsveitin stefndi á að leysa um 2000 verkefni um helgina. Í dag var áhersla á leit á Reykjanesskaganum, á svæði fyrir ofan Hafnarfjörð og á Bláfjallasvæðinu. Að sögn Þorsteins hafa björgunarsveitarnar leitað hundrað metra sitt hvoru megin við alla vegaslóða á þessum svæðum „Við höfum lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem úthlutað var fyrir helgina, við erum þá búin með rúmlega helming þess svæðis sem við ætluðum okkur að leita á“ segir Þorsteinn sem segir að leitin nái þó ekki til svæðisins sem er handan Hvalfjarðarganga, þar sem ekkert bendi til þess að KIA Ryo bílnum hafi verið ekið þangað.Endurmeta stöðuna á morgun ef engar vísbendingar finnastÞorsteinn segir að í dag hafi ekki fundist vísbendingar sem tengjast hvarfi Birnu. „Við höfum fundið töluvert magn af ýmsum hlutum í dag, sem lögreglan hefur komið og skoðað en ekkert af þeim tengjast málinu.“ Spurður um framhald leitarinnar segir Þorsteinn að leit verði haldið áfram á morgun og gert er ráð fyrir því að afgangur þeirra verkefna sem eftir eru á leitarsvæðinu verði kláraður á morgun. „Þessi verkefni koma til með að klárast á morgun og ef ekkert finnst og engar vísbendingar koma fram sem tengjast málinu verður staðan endurmetin.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir nokkuð erfiðar veðuraðstæður á leitarsvæði í dag sé engan bilbug að finna á leitarfólki og verður leit haldið áfram klukkan átta í fyrramálið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00