Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 08:11 Björgunarsveitarfólk hleður batteríin fyrir daginn í húsi björgunarsveitar Hafnarfjarðar. vísir Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. Drónar og hundar verða notaðir við leitina en einnig fjöldi fjórhjóla og bíla. Auk þess munu tvær þyrlur taka þátt í leitinni en hún hefst klukkan níu.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í Fréttablaðinu í dag að stórt leitarsvæði sé undir þar sem um fjórir klukkutímar á laugardagsmorgninum 14. janúar eru óútskýrðir í ferðum rauða Kia Rio-bílsins sem talið er að tengist hvarfi Birnu. „Eins og staðan er núna þá erum við að tala um stóran hluta af suðvesturhorninu sem við getum ekki útilokað. Við erum að tala um Borgarnes, Selfoss og allt Reykjanesið. Svo má bara draga hring á milli.“ Ásgeir segir að þegar svæðið sé afmarkað sé jafnframt tekið tillit til þess kílómetrafjölda sem ekinn var á tímabilinu sem skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu bílinn til umráða. Bíllinn er bílaleigubíll og því er grannt fylgst með akstri bílsins hjá hverjum leigutaka fyrir sig. Tveir grænlenskir skipverjar af togaranum sitja í gæsluvarðhaldi. Þeir voru í vikunni úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald og gert að sæta einangrun meðan á því stendur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald en á það féllst héraðsdómur ekki. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Gríðarlega stórt leitarsvæði er undir í dag.vísir/fréttablaðiðAlls koma 500 björgunarsveitarmenn að leitinni í dag.vísir/ebgVerkefnum úthlutað í morgun.vísirLeitin hefst um níuleytið.vísir/ebgFrá fundi björgunarsveitarfólks í morgun. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Lífsýnin tekin af klæðnaði og úr bifreiðinni Klæðnaðurinn var um borð í togaranum Polar Nanoq. 20. janúar 2017 23:53 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. Drónar og hundar verða notaðir við leitina en einnig fjöldi fjórhjóla og bíla. Auk þess munu tvær þyrlur taka þátt í leitinni en hún hefst klukkan níu.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í Fréttablaðinu í dag að stórt leitarsvæði sé undir þar sem um fjórir klukkutímar á laugardagsmorgninum 14. janúar eru óútskýrðir í ferðum rauða Kia Rio-bílsins sem talið er að tengist hvarfi Birnu. „Eins og staðan er núna þá erum við að tala um stóran hluta af suðvesturhorninu sem við getum ekki útilokað. Við erum að tala um Borgarnes, Selfoss og allt Reykjanesið. Svo má bara draga hring á milli.“ Ásgeir segir að þegar svæðið sé afmarkað sé jafnframt tekið tillit til þess kílómetrafjölda sem ekinn var á tímabilinu sem skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu bílinn til umráða. Bíllinn er bílaleigubíll og því er grannt fylgst með akstri bílsins hjá hverjum leigutaka fyrir sig. Tveir grænlenskir skipverjar af togaranum sitja í gæsluvarðhaldi. Þeir voru í vikunni úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald og gert að sæta einangrun meðan á því stendur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald en á það féllst héraðsdómur ekki. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Gríðarlega stórt leitarsvæði er undir í dag.vísir/fréttablaðiðAlls koma 500 björgunarsveitarmenn að leitinni í dag.vísir/ebgVerkefnum úthlutað í morgun.vísirLeitin hefst um níuleytið.vísir/ebgFrá fundi björgunarsveitarfólks í morgun.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Lífsýnin tekin af klæðnaði og úr bifreiðinni Klæðnaðurinn var um borð í togaranum Polar Nanoq. 20. janúar 2017 23:53 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00
Lífsýnin tekin af klæðnaði og úr bifreiðinni Klæðnaðurinn var um borð í togaranum Polar Nanoq. 20. janúar 2017 23:53