„Alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 14:26 Frá leitinni að Birnu í dag. vísir Hjálmar Örn Guðmarsson í aðgerðastjórn Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu segir að leit að Birnu Brjánsdóttur hafi gengið þokkalega það sem af er degi. Hún hefur hins vegar ekki enn skilað þeim árangri að hægt sé að þrengja leitarsvæðið en nú eru leitarhópar úti um allt Reykjanes og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög mikið af sveitum úti, yfir 500 einstaklingar sem eru úti að leita eða sinna þjónustu í húsi. Það er í raun öllu tjaldað til hvað varðar mannskap, bíla, fjórhjól, hunda og svo framvegis,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi en björgunarsveitarmenn af öllu landinu koma að leitinni.Tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að þrengja leitarsvæðið hafa leitarmenn fundið ýmislegt. Ekki er þó hægt að fullyrða að neitt af því tengist hvarfi Birnu. „Í svona leit þá eru alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn, það er að segja hlutir sem finnast. Svo er það bara kannað hjá lögreglu hvort það megi rekja til hennar og ef svo er talið þá er haldið áfram með. Að öðru leyti er það sett til hliðar og haldið áfram. Þannig að í sumum tilfellum getur þetta verið seinlegt ferli ef við erum að vinna á svæði þar sem getur verið mikið af upplýsingum. Þetta er því tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar,“ segir Hjálmar.Þjóðin stendur öll á bak við leitina að Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að leitað verði fram í myrkur og staðan þá metin. Ef leitin skilar ekki árangri í dag verður áfram leitað á morgun. Hann segir lögregluna gríðarlega þakkláta fyrir starf björgunarsveitanna í tengslum við hvarf Birnu. „Við höfum hingað til verið með um 300 manns í stórum leitum þannig að þetta er næstum því tvöfalt fleiri en það nú. Við hérna á höfuðborgarsvæðinu erum gríðarlega þakklát fyrir þennan stuðning og þetta viðbragð. Það sýnir sig síðan hvað þjóðin stendur öll á bak við þessa leit að það eru ógrynni af fyrirtæki og einstaklingum sem eru að koma og gefa mat fyrir leitarliðið, og við erum að fá beiðnir frá fólki um að aðstoða á einhvern hátt þó að það sé ekki endilega að leita. Maður er bara hrærður fyrir allan þennan stuðning sem maður er að fá,“ segir Ásgeir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hjálmar Örn Guðmarsson í aðgerðastjórn Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu segir að leit að Birnu Brjánsdóttur hafi gengið þokkalega það sem af er degi. Hún hefur hins vegar ekki enn skilað þeim árangri að hægt sé að þrengja leitarsvæðið en nú eru leitarhópar úti um allt Reykjanes og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög mikið af sveitum úti, yfir 500 einstaklingar sem eru úti að leita eða sinna þjónustu í húsi. Það er í raun öllu tjaldað til hvað varðar mannskap, bíla, fjórhjól, hunda og svo framvegis,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi en björgunarsveitarmenn af öllu landinu koma að leitinni.Tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að þrengja leitarsvæðið hafa leitarmenn fundið ýmislegt. Ekki er þó hægt að fullyrða að neitt af því tengist hvarfi Birnu. „Í svona leit þá eru alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn, það er að segja hlutir sem finnast. Svo er það bara kannað hjá lögreglu hvort það megi rekja til hennar og ef svo er talið þá er haldið áfram með. Að öðru leyti er það sett til hliðar og haldið áfram. Þannig að í sumum tilfellum getur þetta verið seinlegt ferli ef við erum að vinna á svæði þar sem getur verið mikið af upplýsingum. Þetta er því tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar,“ segir Hjálmar.Þjóðin stendur öll á bak við leitina að Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að leitað verði fram í myrkur og staðan þá metin. Ef leitin skilar ekki árangri í dag verður áfram leitað á morgun. Hann segir lögregluna gríðarlega þakkláta fyrir starf björgunarsveitanna í tengslum við hvarf Birnu. „Við höfum hingað til verið með um 300 manns í stórum leitum þannig að þetta er næstum því tvöfalt fleiri en það nú. Við hérna á höfuðborgarsvæðinu erum gríðarlega þakklát fyrir þennan stuðning og þetta viðbragð. Það sýnir sig síðan hvað þjóðin stendur öll á bak við þessa leit að það eru ógrynni af fyrirtæki og einstaklingum sem eru að koma og gefa mat fyrir leitarliðið, og við erum að fá beiðnir frá fólki um að aðstoða á einhvern hátt þó að það sé ekki endilega að leita. Maður er bara hrærður fyrir allan þennan stuðning sem maður er að fá,“ segir Ásgeir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50
Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01