Forseti Íslands hvetur til samhugar og stillingar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. janúar 2017 12:29 Guðni Th. forseti Íslands segir Íslendinga þurfa að varast fordóma og tortryggni. Vísir/Ernir Forseti Íslands hvetur fólk til samhugar og stillingar á Facebook-síðu sinni í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttur. Guðni segir að varast beri allt það sem sært geti aðra og sem ali á tortryggni og fordómum en fordóma hefur undanfarið orðið vart í samfélaginu í garð Grænlendinga. Tveir grænlenskir sjómenn eru nú í gæsluvarðahaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. „Í dag leita hundruð manna að Birnu Brjánsdóttur sem nú hefur verið saknað í viku. Hugur okkar allra má vera með fjölskyldu Birnu og vinum, björgunarsveitarfólkinu okkar og öllum sem hafa unnið að rannsókn málsins. Samhugur, stilling og vilji til að láta gott af sér leiða skiptir mestu. Vörumst allt sem gæti sært þá sem síst skyldi eða alið á tortryggni og fordómum. Stöndum áfram saman, Íslendingar, sýnum styrk, von og samkennd,“ segir Guðni. Umfangsmikil leit stendur nú yfir að Birnu en um 500 björgunarsveitarmenn koma að leitinni. Þá er rannsókn lögreglu í fullum gangi en mennirnir tveir sem eru í haldi hafi verið yfirheyrðir í vikunni. Ekki er gert ráð fyrir því að þeir verði yfirheyrðir um helgina nema eitthvað nýtt komi fram en þeir sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga en sú grein fjallar um manndráp. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Forseti Íslands hvetur fólk til samhugar og stillingar á Facebook-síðu sinni í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttur. Guðni segir að varast beri allt það sem sært geti aðra og sem ali á tortryggni og fordómum en fordóma hefur undanfarið orðið vart í samfélaginu í garð Grænlendinga. Tveir grænlenskir sjómenn eru nú í gæsluvarðahaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. „Í dag leita hundruð manna að Birnu Brjánsdóttur sem nú hefur verið saknað í viku. Hugur okkar allra má vera með fjölskyldu Birnu og vinum, björgunarsveitarfólkinu okkar og öllum sem hafa unnið að rannsókn málsins. Samhugur, stilling og vilji til að láta gott af sér leiða skiptir mestu. Vörumst allt sem gæti sært þá sem síst skyldi eða alið á tortryggni og fordómum. Stöndum áfram saman, Íslendingar, sýnum styrk, von og samkennd,“ segir Guðni. Umfangsmikil leit stendur nú yfir að Birnu en um 500 björgunarsveitarmenn koma að leitinni. Þá er rannsókn lögreglu í fullum gangi en mennirnir tveir sem eru í haldi hafi verið yfirheyrðir í vikunni. Ekki er gert ráð fyrir því að þeir verði yfirheyrðir um helgina nema eitthvað nýtt komi fram en þeir sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga en sú grein fjallar um manndráp.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00
Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50