Innsetningarræða Trumps: „Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 17:37 Trump sagði að í dag myndi valdið færast í hendur fólksins. vísir/epa Donald Trump sór eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á Capitol Hill-hæð í Washington DC klukkan fimm í dag. Í kjölfarið flutti hann sína fyrstu ræðu í embætti forseta. Framsýni einkenndi ræðu Trumps sem ítrekaði að breytingar til hins góða væru í nánd. Hann lagði áherslu á fólkið í landinu og fullyrti að uppfrá þessum degi væri valdið í þeirra höndum. „Þetta er ekki aðeins tilfærsla valds manna á milli hér í Washington, við erum að færa valdið í hendur fólksins,“ sagði Trump í ræðunni. Hann staðhæfði að í valdatíð sinni myndi hann vinna bug á óréttlátu kerfi. „Washington blómstraði en fólkið naut ekki góðs af því. Kerfið varði sjálft sig en ekki borgaranna. Sigur þeirra hefur ekki verið sigur ykkar. Á meðan stjórnmálamenn fögnuðu sigrum sínum í höfuðborginni á meðan þið voruð vanrækt. Þetta augnablik er tileinkað ykkur!“ Trump hélt áfram á svipuðum nótum:„Þetta er dagurinn ykkar og hann er fagnaðarefni ykkar. Bandaríkin eru þjóðin ykkar. Það er fólkið sjálft sem skiptir mestu máli, ekki flokkarnir sem stjórna landinu stjórnar. 20 janúar 2017 verður minnst sem dagsins þegar fólkið í landinu tók aftur við stjórn þess. „Gleymda fólk“ þjóðarinnar verður ekki gleymt lengur, nú eru allir að hlusta á ykkur.“ Mike Pence, Donald Trump, Barack Obama og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps.vísir/gettyMilliríkjasamskipti verði stunduð með hag Bandaríkjanna að leiðarljósiTrump lagði áherslu á að nú gengju nýir tímar í garð í sögu Bandaríkjanna. Hann talaði um endalok erlendrar framleiðslu fyrir innlendan markað og að slæmt menntakerfi, eiturlyf og glæpagengi myndu brátt heyra sögunni til. „Við ætlum að endurheimta landamæri okkar, drauma og velferð.“ Í utanríkismálum yrði hagur Bandaríkjanna ávallt vera í öndvegi. „Hvers vegna ættu Bandaríkin að skipta sér af landamærum annarra ríkja þegar þau vanrækja sín eigin," sagði hann. „Uppfrá þessum degi mun ný sýn stjórna þessu landi. Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang," sagði Trump og hrópaði: „America first, America first!"Sameina Vesturlönd gegn róttækum íslamistumÍ ræðu sinni fjallaði Trump jafnframt um uppbyggingu innviða og sagði að í valdatíð sinni myndu nýjar brýr rísa, nýir vegir vera byggðir, lestarteinar og flugvellir. Hann sagði jafnframt að hann myndi stuðla að því að fleiri færu á vinnumarkaðinn í stað þess að reiða sig á kerfið. Hann sagði að Bandaríkin ættu að vera sjálfstæð og öðrum ríkjum gott fordæmi. Hann sagði jafnframt að Bandaríkin og önnur vestræn ríki þyrftu að sameinast í baráttunni gegn róttæku Íslam. „Nú er tími aðgerða!“ Að endingu kallaði Trump slagorð sitt: „gerum Bandaríkin glæst aftur“ og bað guð að blessa þjóðina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31 Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Donald Trump sór eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á Capitol Hill-hæð í Washington DC klukkan fimm í dag. Í kjölfarið flutti hann sína fyrstu ræðu í embætti forseta. Framsýni einkenndi ræðu Trumps sem ítrekaði að breytingar til hins góða væru í nánd. Hann lagði áherslu á fólkið í landinu og fullyrti að uppfrá þessum degi væri valdið í þeirra höndum. „Þetta er ekki aðeins tilfærsla valds manna á milli hér í Washington, við erum að færa valdið í hendur fólksins,“ sagði Trump í ræðunni. Hann staðhæfði að í valdatíð sinni myndi hann vinna bug á óréttlátu kerfi. „Washington blómstraði en fólkið naut ekki góðs af því. Kerfið varði sjálft sig en ekki borgaranna. Sigur þeirra hefur ekki verið sigur ykkar. Á meðan stjórnmálamenn fögnuðu sigrum sínum í höfuðborginni á meðan þið voruð vanrækt. Þetta augnablik er tileinkað ykkur!“ Trump hélt áfram á svipuðum nótum:„Þetta er dagurinn ykkar og hann er fagnaðarefni ykkar. Bandaríkin eru þjóðin ykkar. Það er fólkið sjálft sem skiptir mestu máli, ekki flokkarnir sem stjórna landinu stjórnar. 20 janúar 2017 verður minnst sem dagsins þegar fólkið í landinu tók aftur við stjórn þess. „Gleymda fólk“ þjóðarinnar verður ekki gleymt lengur, nú eru allir að hlusta á ykkur.“ Mike Pence, Donald Trump, Barack Obama og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps.vísir/gettyMilliríkjasamskipti verði stunduð með hag Bandaríkjanna að leiðarljósiTrump lagði áherslu á að nú gengju nýir tímar í garð í sögu Bandaríkjanna. Hann talaði um endalok erlendrar framleiðslu fyrir innlendan markað og að slæmt menntakerfi, eiturlyf og glæpagengi myndu brátt heyra sögunni til. „Við ætlum að endurheimta landamæri okkar, drauma og velferð.“ Í utanríkismálum yrði hagur Bandaríkjanna ávallt vera í öndvegi. „Hvers vegna ættu Bandaríkin að skipta sér af landamærum annarra ríkja þegar þau vanrækja sín eigin," sagði hann. „Uppfrá þessum degi mun ný sýn stjórna þessu landi. Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang," sagði Trump og hrópaði: „America first, America first!"Sameina Vesturlönd gegn róttækum íslamistumÍ ræðu sinni fjallaði Trump jafnframt um uppbyggingu innviða og sagði að í valdatíð sinni myndu nýjar brýr rísa, nýir vegir vera byggðir, lestarteinar og flugvellir. Hann sagði jafnframt að hann myndi stuðla að því að fleiri færu á vinnumarkaðinn í stað þess að reiða sig á kerfið. Hann sagði að Bandaríkin ættu að vera sjálfstæð og öðrum ríkjum gott fordæmi. Hann sagði jafnframt að Bandaríkin og önnur vestræn ríki þyrftu að sameinast í baráttunni gegn róttæku Íslam. „Nú er tími aðgerða!“ Að endingu kallaði Trump slagorð sitt: „gerum Bandaríkin glæst aftur“ og bað guð að blessa þjóðina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31 Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31
Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53
Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00