Umfjöllun: Keflavík - Grindavík 76-50 | Öruggt hjá Keflavík í Sláturhúsinu Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar 21. janúar 2017 14:45 Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur spilað vel í vetur. vísir/anton Ungt lið Keflavíkur vann sinn fjórða leik gegn Grindavík örugglega í sextándu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag. Leikurinn fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík. Með sigrinum í dag hélt Keflavík efsta sætinu með 24 stig sem þær deildu með Skallagrím fyrir leikinn. En Skallagrímur á leik við Stjörnuna seinna í dag. Stelpurnar frá Grindavík sitja sem fastast á botni deildarinnar. Fyrir leikinn í dag voru liðin búin að mætast þrisvar sinnum, tvisvar í deildinni og einu sinni í bikar. Í öllum þrem leikjunum hafa slátrararnir frá Keflavík unnið með yfirburðum. Leikirnir í deildinni sem fóru fram á sitthvorum heimavellinum enduðu með 24 og 18 stiga mun. Síðasti leikur liðanna var í bikarnum fyrir viku síðan þar sem Keflavíkurstúlkur rúlluðu yfir Grindavík með 32 stigum. Ekki mátti búast við hörku leik hér í dag. Fyrsti leikhlutinn fór ósköp hægt af stað og eftir 5 mínútur var staðan aðeins 6-2 Keflavík í vil. Keflavík var að pressa allan völlinn sem gestirnir voru í basli með að leysa en voru að spila flotta vörn og létu finna vel vel fyrir sér. Leikhlutinn endaði 14-12 Keflavík í vil. Grindavík kom mun ákveðnari inn í annan leikhluta. Grindavík jafnaði leikinn 21-21 þegar þrjár mín voru búnar af leikhlutanum. Þá tók Birna Valgerður til sinna ráða og skoraði 7 stig og gaf 2 stoðsendingar áður en hún var tekin útaf. Keflavík tók 21-6 áhlaup og endaði leikhlutinn 42-27 fyrir Keflavík. Keflavík var með tögl og haldir allan seinni hálfleikinn. Keflavíkurhraðlestin hélt áfram að malla sama hver var inná. Þegar 5 mín voru búnar af þriðja leikhluta var enginn byrjunarliðsleikmaður inná hjá Keflavík og það sem eftir liði leiks. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkan í fjórða leikhluta en Keflavík kom með svar um hæl og endaði leikinn með 26 stiga sigri Keflavíkur eða 76-50.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið var eins og Díselvél í þessum leik. Voru lengi að koma sér af stað og gekk mjög illa. Sverrir Þór var með WD40 á hliðiarlínunni að úða á leikmenn sína til þess að koma stelpunum í gang. Keflavík komst í gang um miðjan annan leikhluta og tóku 21-6 áhlaup. Þegar vélinn var kominn í gang var ekki aftur snúið og gekk sóknarleikur liðsins mjög vel.Bestu menn vallarins: Moorer Ariana var atkvæðamest hjá Kefalvík með 18 stig, 7 fráköst og gaf 4 stöðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom á eftir henni með 13 stig og tók 4 fráköst. Hjá Grindavík var María Ben Erlingsdóttir sú eina sem var með lífsmarki. En María Skoraði 15 stig, 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Lovísa Falsdóttir kom á eftir henni með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.Áhugaverð tölfræði: Eftir fjóra leiki þessa liða hefur Keflavík unnið samtals með 100 stiga mun. Grindavík setti niður 1 þrist af 17 skotum eða 6% nýting.Bein lýsing: Keflavík - Grindavík Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Ungt lið Keflavíkur vann sinn fjórða leik gegn Grindavík örugglega í sextándu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag. Leikurinn fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík. Með sigrinum í dag hélt Keflavík efsta sætinu með 24 stig sem þær deildu með Skallagrím fyrir leikinn. En Skallagrímur á leik við Stjörnuna seinna í dag. Stelpurnar frá Grindavík sitja sem fastast á botni deildarinnar. Fyrir leikinn í dag voru liðin búin að mætast þrisvar sinnum, tvisvar í deildinni og einu sinni í bikar. Í öllum þrem leikjunum hafa slátrararnir frá Keflavík unnið með yfirburðum. Leikirnir í deildinni sem fóru fram á sitthvorum heimavellinum enduðu með 24 og 18 stiga mun. Síðasti leikur liðanna var í bikarnum fyrir viku síðan þar sem Keflavíkurstúlkur rúlluðu yfir Grindavík með 32 stigum. Ekki mátti búast við hörku leik hér í dag. Fyrsti leikhlutinn fór ósköp hægt af stað og eftir 5 mínútur var staðan aðeins 6-2 Keflavík í vil. Keflavík var að pressa allan völlinn sem gestirnir voru í basli með að leysa en voru að spila flotta vörn og létu finna vel vel fyrir sér. Leikhlutinn endaði 14-12 Keflavík í vil. Grindavík kom mun ákveðnari inn í annan leikhluta. Grindavík jafnaði leikinn 21-21 þegar þrjár mín voru búnar af leikhlutanum. Þá tók Birna Valgerður til sinna ráða og skoraði 7 stig og gaf 2 stoðsendingar áður en hún var tekin útaf. Keflavík tók 21-6 áhlaup og endaði leikhlutinn 42-27 fyrir Keflavík. Keflavík var með tögl og haldir allan seinni hálfleikinn. Keflavíkurhraðlestin hélt áfram að malla sama hver var inná. Þegar 5 mín voru búnar af þriðja leikhluta var enginn byrjunarliðsleikmaður inná hjá Keflavík og það sem eftir liði leiks. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkan í fjórða leikhluta en Keflavík kom með svar um hæl og endaði leikinn með 26 stiga sigri Keflavíkur eða 76-50.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið var eins og Díselvél í þessum leik. Voru lengi að koma sér af stað og gekk mjög illa. Sverrir Þór var með WD40 á hliðiarlínunni að úða á leikmenn sína til þess að koma stelpunum í gang. Keflavík komst í gang um miðjan annan leikhluta og tóku 21-6 áhlaup. Þegar vélinn var kominn í gang var ekki aftur snúið og gekk sóknarleikur liðsins mjög vel.Bestu menn vallarins: Moorer Ariana var atkvæðamest hjá Kefalvík með 18 stig, 7 fráköst og gaf 4 stöðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom á eftir henni með 13 stig og tók 4 fráköst. Hjá Grindavík var María Ben Erlingsdóttir sú eina sem var með lífsmarki. En María Skoraði 15 stig, 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Lovísa Falsdóttir kom á eftir henni með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.Áhugaverð tölfræði: Eftir fjóra leiki þessa liða hefur Keflavík unnið samtals með 100 stiga mun. Grindavík setti niður 1 þrist af 17 skotum eða 6% nýting.Bein lýsing: Keflavík - Grindavík
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira