Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2017 11:45 Á kortinu má sjá ferðir Polar Nanoq frá því það leggur úr höfn á laugardagskvöld og þar til það kemur aftur til Hafnarfjarðar á miðvikudagskvöld. vísir/garðar/loftmyndir Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. Þá komu íslenskir sérsveitarmenn um borð í grænlenska togarann og voru mennirnir þá skildir að. Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu eru grunaðir um manndráp. Þeir hafa verið í einangrun á lögreglustöðinni á Hverfisgötu síðan á aðfaranótt fimmtudags en Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði seint á miðvikudagskvöld. Skipið fór frá Íslandi á laugardagskvöld en var snúið við síðdegis á þriðjudag. Í gær úrskurðaði héraðsdómur skipverjana tvo í tveggja vikna gæsluvarðhald en lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna varðhald. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvenær hann mun kveða upp sinn dóm. Það er þó talið líklegt að það verði í dag.Sakborningum tekst aldrei 100 prósent að samræma framburð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir það liggja fyrir í málinu að skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu upplýsingar um það að lögregluyfirvöld á Íslandi kynnu að vilja að ná tali af þeim. „Það er síðan nokkuð langur tími sem líður áður en þeir eru handteknir þannig að það blasir þá við að menn hafa tækifæri til að tala saman,“ segir Grímur. Hann segir að það hefði verið betra ef fjölmiðlar hefðu ekki greint svo fljótt frá hugsanlegum tengslum skipverja á grænlenska togaranum við hvarf Birnu en telur það þó ekki hafa spillt rannsóknarhagsmunum.En hvaða áhrif hefur það á rannsóknina ef hinir grunuðu hafa tækifæri til að bera saman bækur sínar og samræma framburði? „Það er náttúrulega vont ef sakborningar ná að samræma framburð en það er nú þannig að slíkt tekst aldrei 100 prósent þannig að það getur líka ákveðinn vandi fyrir menn að samræma framburð. Það getur verið erfitt fyrir menn að halda utan um hvað maður ætlar að segja.“Maður getur lent í ógöngum? „Maður getur lent í ógöngum þegar maður segir ekki satt, það er vandinn við það að segja ósatt.“Hér að neðan má heyra viðtal við Grím úr Harmageddon frá því í morgun. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. Þá komu íslenskir sérsveitarmenn um borð í grænlenska togarann og voru mennirnir þá skildir að. Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu eru grunaðir um manndráp. Þeir hafa verið í einangrun á lögreglustöðinni á Hverfisgötu síðan á aðfaranótt fimmtudags en Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði seint á miðvikudagskvöld. Skipið fór frá Íslandi á laugardagskvöld en var snúið við síðdegis á þriðjudag. Í gær úrskurðaði héraðsdómur skipverjana tvo í tveggja vikna gæsluvarðhald en lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna varðhald. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvenær hann mun kveða upp sinn dóm. Það er þó talið líklegt að það verði í dag.Sakborningum tekst aldrei 100 prósent að samræma framburð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir það liggja fyrir í málinu að skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu upplýsingar um það að lögregluyfirvöld á Íslandi kynnu að vilja að ná tali af þeim. „Það er síðan nokkuð langur tími sem líður áður en þeir eru handteknir þannig að það blasir þá við að menn hafa tækifæri til að tala saman,“ segir Grímur. Hann segir að það hefði verið betra ef fjölmiðlar hefðu ekki greint svo fljótt frá hugsanlegum tengslum skipverja á grænlenska togaranum við hvarf Birnu en telur það þó ekki hafa spillt rannsóknarhagsmunum.En hvaða áhrif hefur það á rannsóknina ef hinir grunuðu hafa tækifæri til að bera saman bækur sínar og samræma framburði? „Það er náttúrulega vont ef sakborningar ná að samræma framburð en það er nú þannig að slíkt tekst aldrei 100 prósent þannig að það getur líka ákveðinn vandi fyrir menn að samræma framburð. Það getur verið erfitt fyrir menn að halda utan um hvað maður ætlar að segja.“Maður getur lent í ógöngum? „Maður getur lent í ógöngum þegar maður segir ekki satt, það er vandinn við það að segja ósatt.“Hér að neðan má heyra viðtal við Grím úr Harmageddon frá því í morgun.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45