Dinart: Leikir gegn Íslandi alltaf sérstakir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 09:23 Didier Dinart, þjálfari franska landsliðsins. Vísir/Getty Ísland mætir Frakklandi í 16-liða úrslitunum á HM á laugardag en leikurinn fer fram í Lille. Didier Dinart er landsliðsþjálfari Frakklands en hann er á sínu fyrsta stórmóti með liðið sem aðalþjálfari. Hann var lengi lykilmaður í ógnarsterkri vörn Frakklands og hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari Claude Onesta, fyrrum landsliðsþjálfara. Dinart þekkir því afar vel til íslenska liðsins. Hann var í liðinu þegar Frakkar urðu Ólympíumeistarar í Peking árið 2008, eftir að hafa unnið Ísland í úrslitaleik. Sjá einnig: Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Frakkar urðu sömuleiðis Evrópumeistarar tveimur árum síðar og lögðu þá Íslendinga að velli í undanúrslitum. Ísland vann bronsverðlaun á því móti. „Íslendingar eru með kraftmikla leikmenn og þekkja okkur vel. Leikir gegn Íslandi eru alltaf svolítið sérstakir,“ sagði hann í samtali við franska fjölmiðla í gær. „Við ætlum ekki að kvarta. Við vitum allir að það hefur enginn efni á að gera mistök þegar útsláttarkeppnin er hafin.“ Fyrir leikina í gær kom til greina að Frakkland myndi mæta Íslandi, Makedóníu eða Túnis í 16-liða úrslitunum. Hver af þeim er erfiðasti andstæðingurinn, að mati Dinart? „Erfiðasta liðið er Ísland því það eru alltaf jafnir leikir gegn Íslandi. En árin líða og liðin breytast með tíð og tíma.“ „Franska liðið verður að einbeita sér að sjálfu sér. Við munum ekki örvænta og undirbúa okkur vel fyrir leikinn. Gefa 200 prósent í hann. Ef að liðið spilar eins og það á að gera og leikmenn sinna sínum hlutverkum þá ætti allt saman að fara vel.“ Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29 Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35 Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Ísland mætir Frakklandi í 16-liða úrslitunum á HM á laugardag en leikurinn fer fram í Lille. Didier Dinart er landsliðsþjálfari Frakklands en hann er á sínu fyrsta stórmóti með liðið sem aðalþjálfari. Hann var lengi lykilmaður í ógnarsterkri vörn Frakklands og hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari Claude Onesta, fyrrum landsliðsþjálfara. Dinart þekkir því afar vel til íslenska liðsins. Hann var í liðinu þegar Frakkar urðu Ólympíumeistarar í Peking árið 2008, eftir að hafa unnið Ísland í úrslitaleik. Sjá einnig: Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Frakkar urðu sömuleiðis Evrópumeistarar tveimur árum síðar og lögðu þá Íslendinga að velli í undanúrslitum. Ísland vann bronsverðlaun á því móti. „Íslendingar eru með kraftmikla leikmenn og þekkja okkur vel. Leikir gegn Íslandi eru alltaf svolítið sérstakir,“ sagði hann í samtali við franska fjölmiðla í gær. „Við ætlum ekki að kvarta. Við vitum allir að það hefur enginn efni á að gera mistök þegar útsláttarkeppnin er hafin.“ Fyrir leikina í gær kom til greina að Frakkland myndi mæta Íslandi, Makedóníu eða Túnis í 16-liða úrslitunum. Hver af þeim er erfiðasti andstæðingurinn, að mati Dinart? „Erfiðasta liðið er Ísland því það eru alltaf jafnir leikir gegn Íslandi. En árin líða og liðin breytast með tíð og tíma.“ „Franska liðið verður að einbeita sér að sjálfu sér. Við munum ekki örvænta og undirbúa okkur vel fyrir leikinn. Gefa 200 prósent í hann. Ef að liðið spilar eins og það á að gera og leikmenn sinna sínum hlutverkum þá ætti allt saman að fara vel.“
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29 Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35 Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29
Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35
Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00