Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2017 08:49 Bíllinn sem talið er að Birna hafi farið upp í við Laugaveg 31. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar klukkan 05:25. Þá sást seinast til Birnu og hefur ekkert spurst til hennar síðan en tveir grænlenskir menn, sem lögreglan grunar að tengist hvarfi Birnu, hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Eru þeir grunaðir um manndráp.Fram kom í gær að lögreglan telur yfirgnæfandi líkur á því að bíllinn sem sést á Laugavegi sé sami bíll og lögreglan lagði hald á í Kópavogi á þriðjudag. Fyrir liggur að Grænlendingarnir höfðu þann bíl til umráða á þeim tíma sem Birna hvarf en þeir tóku hann á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn úr bifreiðinni bendi til þess að misindisverk hafi verið framið þar.Hafa ekki getað sýnt fram á að Birna hafi verið í samskiptum við mennina áður Grímur segir að við upphaf rannsóknarinnar á hvarfi Birnu hafi lögreglan talið þrjá möguleika í stöðunni varðandi það hvert hún hafi farið eftir hún hverfur úr myndavélum við Laugaveg 31. „Það var þá niður Vatnsstíg, í port á bakvið húsið sem er við hliðina á Laugavegi 31 og svo inn í þennan rauða bíl. Ég sagði það sjálfur að ég teldi það ólíklegt að hún hefði farið upp í rauða bílinn því þá vorum við að skoða myndbönd sem bentu til þess að þetta væri svo stuttur tími fyrir bílinn að fara frá einum punkti til annars. En svo höfum við rýnt gögn og teljum að það sé líklegast, af þessum þremur möguleikum, að hún hafi farið upp í bílinn á þessum tímapunkti,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna nú vera að kanna hvort að Birna hafi verið í einhverjum samskiptum við mennina áður en hún fór upp í bílinn til þeirra. „Við erum að reyna að finna það út en við höfum ekki getað sýnt fram á það,“ segir Grímur.Hafa kortlagt ferðir bílsins töluvert Fyrr í vikunni fékk lögreglan heimild til að kanna farsímagögn og athuga hvaða símar koma inn á sama svæði og á sama tíma og sími Birnu aðfaranótt laugardags. Grímur segist ekki geta farið út í það hvort rannsókn á þeim gögnum hafi leitt í ljós að símar Grænlendinganna ferðist á sama hátt og sími Birnu og segir lögreglu enn vera að fara yfir þau gögn. Þá vinnur lögreglan jafnframt að því að kortleggja ferðir rauða Kia Rio-bílsins. „Við höfum kortlagt ferðir hans töluvert en það blasir við að við erum ekki með allar upplýsingar frá A til Ö um allar ferðir bílsins en við höfum kortlagt þær töluvert og notast þar við myndbönd úr öryggismyndavélum víða um höfuðborgarsvæðið.“ Aðspurður hvort að rannsókn á bílnum sé lokið segir Grímur að henni sé að mestu lokið. Lögreglan mun þó halda áfram að rannsaka bílinn og segir Grímur að þeir muni halda bílnum vegna rannsóknarinnar en hann er í eigu Bílaleigu Akureyrar.Greint var frá því í gær að bílaleigan hefði látið lögreglu fá upplýsingar um bílnúmerið á rauðu Kia Rio-bílnum sem tekinn var í Kópavogi. Grímur segir að sú tilkynning hafi verið grundvallarupplýsingar í málinu.Grunaðir um gríðarlega alvarlegt brot Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum en Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þá í tveggja vikna varðhald. Lögreglan kærði úrskurðinn því til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvenær niðurstaðan réttarins liggur fyrir. Grímur kveðst þó frekar von á því í dag. Aðspurður um tímalengdina sem lögreglan fer fram á segir Grímur að mennnirnir tveir séu grunaðir um gríðarlega alvarlegt brot, en eins og áður segir eru þeir grunaðir um manndráp. „Núna hefur það aðeins komið fram í fjölmiðlum í dag hvað við erum raunverulega með til rannsóknar. Um er að ræða gríðarlega alvarlegt brot, alvarlegasta hegningarlagabrotið, og á þeim grunni þá förum við fram á langt gæsluvarðhald,“ segir Grímur. Mennirnir verða áfram yfirheyrðir í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 „Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Fótgangandi í miðbæ Reykjavíkur umræddan morgun liggja ekki lengur undir grun. 19. janúar 2017 20:35 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar klukkan 05:25. Þá sást seinast til Birnu og hefur ekkert spurst til hennar síðan en tveir grænlenskir menn, sem lögreglan grunar að tengist hvarfi Birnu, hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Eru þeir grunaðir um manndráp.Fram kom í gær að lögreglan telur yfirgnæfandi líkur á því að bíllinn sem sést á Laugavegi sé sami bíll og lögreglan lagði hald á í Kópavogi á þriðjudag. Fyrir liggur að Grænlendingarnir höfðu þann bíl til umráða á þeim tíma sem Birna hvarf en þeir tóku hann á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn úr bifreiðinni bendi til þess að misindisverk hafi verið framið þar.Hafa ekki getað sýnt fram á að Birna hafi verið í samskiptum við mennina áður Grímur segir að við upphaf rannsóknarinnar á hvarfi Birnu hafi lögreglan talið þrjá möguleika í stöðunni varðandi það hvert hún hafi farið eftir hún hverfur úr myndavélum við Laugaveg 31. „Það var þá niður Vatnsstíg, í port á bakvið húsið sem er við hliðina á Laugavegi 31 og svo inn í þennan rauða bíl. Ég sagði það sjálfur að ég teldi það ólíklegt að hún hefði farið upp í rauða bílinn því þá vorum við að skoða myndbönd sem bentu til þess að þetta væri svo stuttur tími fyrir bílinn að fara frá einum punkti til annars. En svo höfum við rýnt gögn og teljum að það sé líklegast, af þessum þremur möguleikum, að hún hafi farið upp í bílinn á þessum tímapunkti,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna nú vera að kanna hvort að Birna hafi verið í einhverjum samskiptum við mennina áður en hún fór upp í bílinn til þeirra. „Við erum að reyna að finna það út en við höfum ekki getað sýnt fram á það,“ segir Grímur.Hafa kortlagt ferðir bílsins töluvert Fyrr í vikunni fékk lögreglan heimild til að kanna farsímagögn og athuga hvaða símar koma inn á sama svæði og á sama tíma og sími Birnu aðfaranótt laugardags. Grímur segist ekki geta farið út í það hvort rannsókn á þeim gögnum hafi leitt í ljós að símar Grænlendinganna ferðist á sama hátt og sími Birnu og segir lögreglu enn vera að fara yfir þau gögn. Þá vinnur lögreglan jafnframt að því að kortleggja ferðir rauða Kia Rio-bílsins. „Við höfum kortlagt ferðir hans töluvert en það blasir við að við erum ekki með allar upplýsingar frá A til Ö um allar ferðir bílsins en við höfum kortlagt þær töluvert og notast þar við myndbönd úr öryggismyndavélum víða um höfuðborgarsvæðið.“ Aðspurður hvort að rannsókn á bílnum sé lokið segir Grímur að henni sé að mestu lokið. Lögreglan mun þó halda áfram að rannsaka bílinn og segir Grímur að þeir muni halda bílnum vegna rannsóknarinnar en hann er í eigu Bílaleigu Akureyrar.Greint var frá því í gær að bílaleigan hefði látið lögreglu fá upplýsingar um bílnúmerið á rauðu Kia Rio-bílnum sem tekinn var í Kópavogi. Grímur segir að sú tilkynning hafi verið grundvallarupplýsingar í málinu.Grunaðir um gríðarlega alvarlegt brot Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum en Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þá í tveggja vikna varðhald. Lögreglan kærði úrskurðinn því til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvenær niðurstaðan réttarins liggur fyrir. Grímur kveðst þó frekar von á því í dag. Aðspurður um tímalengdina sem lögreglan fer fram á segir Grímur að mennnirnir tveir séu grunaðir um gríðarlega alvarlegt brot, en eins og áður segir eru þeir grunaðir um manndráp. „Núna hefur það aðeins komið fram í fjölmiðlum í dag hvað við erum raunverulega með til rannsóknar. Um er að ræða gríðarlega alvarlegt brot, alvarlegasta hegningarlagabrotið, og á þeim grunni þá förum við fram á langt gæsluvarðhald,“ segir Grímur. Mennirnir verða áfram yfirheyrðir í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 „Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Fótgangandi í miðbæ Reykjavíkur umræddan morgun liggja ekki lengur undir grun. 19. janúar 2017 20:35 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40
„Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Fótgangandi í miðbæ Reykjavíkur umræddan morgun liggja ekki lengur undir grun. 19. janúar 2017 20:35
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45