Tilnefnir nýjan hæstaréttardómara í kvöld: Trump boðar tvo dómara til Washington atli ísleifsson skrifar 31. janúar 2017 21:53 Thomas Hardiman og Neil Gorsuch eru taldir líklegastir. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun tilkynna um hvern hann tilnefnir sem nýjan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna í kvöld. Trump hefur boðað þá tvo sem til greina koma, dómarana Neil Gorsuch og Thomas Hardiman, til Washington.CNN greinir frá þessu, en samkvæmt heimildum þeirra þykir Goruch líklegri kosturinn á þessari stundu. Vitað er að Gorsuch er í Washington og þá sást til Hardiman yfirgefa Pittsburgh í morgun og aka í austurátt, áleiðis til höfuðborgarinnar. Í frétt SVT kemur fram að hinn 49 ára Gorsuch sé þekktur fyrir skörp og vel rökstudd álit sín og sé álitinn bókstafstrúarmaður þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Hann túlkar því texta stjórnarskrárinnar frá 1789 mjög bókstaflega. Gorsuch starfar við alríkisdómstólinn í Dener og hefur ítrekað verið mikill málsvari trúfrelsis. Gorsuch hefur meðal annars sett sig upp á móti þeim hluta sjúkratryggingakerfis Barack Obama sem felur í sér að starfsmannatryggingar atvinnuveitenda skuli einnig taka til getnaðarvarna, sem trúarhópar hafa margir gagnrýnt. Hinn 51 árs Hardiman starfar við alríkisdómstólinn í Philadelphia og hafa íhaldsmenn margir mært hann fyrir ritverk sín þar sem hann hefur varið rétt fólks til að bera vopn. Staða í hæstarétti Bandaríkjanna losnaði þegar hinn íhaldssami Antonin Scalia féll óvænt frá fyrir um ári. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Merrick Garland sem nýjan dómara, en öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar voru og eru í meirihluta, neituðu að staðfesta tilnefninguna.I have made my decision on who I will nominate for The United States Supreme Court. It will be announced live on Tuesday at 8:00 P.M. (W.H.)— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun tilkynna um hvern hann tilnefnir sem nýjan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna í kvöld. Trump hefur boðað þá tvo sem til greina koma, dómarana Neil Gorsuch og Thomas Hardiman, til Washington.CNN greinir frá þessu, en samkvæmt heimildum þeirra þykir Goruch líklegri kosturinn á þessari stundu. Vitað er að Gorsuch er í Washington og þá sást til Hardiman yfirgefa Pittsburgh í morgun og aka í austurátt, áleiðis til höfuðborgarinnar. Í frétt SVT kemur fram að hinn 49 ára Gorsuch sé þekktur fyrir skörp og vel rökstudd álit sín og sé álitinn bókstafstrúarmaður þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Hann túlkar því texta stjórnarskrárinnar frá 1789 mjög bókstaflega. Gorsuch starfar við alríkisdómstólinn í Dener og hefur ítrekað verið mikill málsvari trúfrelsis. Gorsuch hefur meðal annars sett sig upp á móti þeim hluta sjúkratryggingakerfis Barack Obama sem felur í sér að starfsmannatryggingar atvinnuveitenda skuli einnig taka til getnaðarvarna, sem trúarhópar hafa margir gagnrýnt. Hinn 51 árs Hardiman starfar við alríkisdómstólinn í Philadelphia og hafa íhaldsmenn margir mært hann fyrir ritverk sín þar sem hann hefur varið rétt fólks til að bera vopn. Staða í hæstarétti Bandaríkjanna losnaði þegar hinn íhaldssami Antonin Scalia féll óvænt frá fyrir um ári. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Merrick Garland sem nýjan dómara, en öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar voru og eru í meirihluta, neituðu að staðfesta tilnefninguna.I have made my decision on who I will nominate for The United States Supreme Court. It will be announced live on Tuesday at 8:00 P.M. (W.H.)— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55