Bandarísku taekwondo samtökin komin í mál Meisam Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. janúar 2017 13:30 Bandarísku taekwondo samtökin hafa sett sig í samband við Bandarísku Ólympíunefndina og stjórnvöld í Bandaríkjunum vegna máls Meisam Rafiei sem ekki mátti ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku. Íþróttafréttaveitan ESPN greinir frá þessu. Steve McNally, framkvæmdastjóri markaðs- og samskiptamála hjá Bandarísku samtökunum staðfestir að Meisam hafi ekki komist til landsins þrátt fyrir að vera skráður á opna Bandaríska meistaramótið í taekwondo. Hann vonast til að málið leysist þannig að Meisam geti keppt á mótinu. Meisam var meinað að fara til Bandaríkjanna á sunnudag sökum þess að hann er fæddur í Íran. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Þá segir bandaríska sendiráðið í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf.Sjá: „Íslenskum ríkisborgara meinað að fara tilBandaríkjanna.“Þá hefur íslenska taekwondo sambandið sett sig í samband við taekwondosamband Evrópu til að aðhafast í málinu. Taekwondosamband Íslands, harmar þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að meina Meisam Rafiei, landsliðsmanni í taekwondo og fyrrum landsliðsþjálfara, inngöngu í Bandaríkin. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu. Haukur Skúlason, formaður Taekwondo sambandsins, segir tilskipun Bandaríkjaforseta geta haft alvarlegar afleiðingfar fyrir fjölda atvinnumanna í íþróttum. „Við höfum átt mjög gott samstarf við utanríkisráðuneytið og Bandaríska sendiráðið sem fóru strax í það að koma til botns í málið á sunnudag,“ segir Haukur. „Einnig sendi sambandið áskorun út til evrópska taekwondosambandsins og heimssambandsins til að láta til sín taka í þessu máli af því að þetta snertir marga keppendur út um allan heim,“ segir hann. Aðspurður hvort að það hefði komið til umræðu að liðið dragi sig úr keppni til að mótmæla tilskipuninni segir Haukur að keppendurnir séu ekki úti á forsendum sambandsins því hefði það ekki vald til að boða keppendur heim í mótmælaskyni. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira
Bandarísku taekwondo samtökin hafa sett sig í samband við Bandarísku Ólympíunefndina og stjórnvöld í Bandaríkjunum vegna máls Meisam Rafiei sem ekki mátti ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku. Íþróttafréttaveitan ESPN greinir frá þessu. Steve McNally, framkvæmdastjóri markaðs- og samskiptamála hjá Bandarísku samtökunum staðfestir að Meisam hafi ekki komist til landsins þrátt fyrir að vera skráður á opna Bandaríska meistaramótið í taekwondo. Hann vonast til að málið leysist þannig að Meisam geti keppt á mótinu. Meisam var meinað að fara til Bandaríkjanna á sunnudag sökum þess að hann er fæddur í Íran. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Þá segir bandaríska sendiráðið í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf.Sjá: „Íslenskum ríkisborgara meinað að fara tilBandaríkjanna.“Þá hefur íslenska taekwondo sambandið sett sig í samband við taekwondosamband Evrópu til að aðhafast í málinu. Taekwondosamband Íslands, harmar þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að meina Meisam Rafiei, landsliðsmanni í taekwondo og fyrrum landsliðsþjálfara, inngöngu í Bandaríkin. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu. Haukur Skúlason, formaður Taekwondo sambandsins, segir tilskipun Bandaríkjaforseta geta haft alvarlegar afleiðingfar fyrir fjölda atvinnumanna í íþróttum. „Við höfum átt mjög gott samstarf við utanríkisráðuneytið og Bandaríska sendiráðið sem fóru strax í það að koma til botns í málið á sunnudag,“ segir Haukur. „Einnig sendi sambandið áskorun út til evrópska taekwondosambandsins og heimssambandsins til að láta til sín taka í þessu máli af því að þetta snertir marga keppendur út um allan heim,“ segir hann. Aðspurður hvort að það hefði komið til umræðu að liðið dragi sig úr keppni til að mótmæla tilskipuninni segir Haukur að keppendurnir séu ekki úti á forsendum sambandsins því hefði það ekki vald til að boða keppendur heim í mótmælaskyni.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira