Trump sagði Pútín að kjarnorkusamningur ríkjanna væri slæmur fyrir Bandaríkin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 23:06 Trump ræddi við Pútín í síma í seinasta mánuði. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í sínu fyrsta símtali við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, að kjarnorkusamningur sem ríkin gerðu með sér árið 2010 væri enn einn slæmi samningurinn sem forveri hans í embætti, Barack Obama, hefði gert og að hann væri ekki Bandaríkjunum í hag. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildamönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Samningurinn kveður á um að bæði Bandaríkin og Rússland skuldbinda sig til að minnka þann fjölda kjarnorkuvopna sem þjóðirnar hafa til umráða. Þegar Pútín minntist á möguleikann á að framlengja samninginn í símtalinu við Trump þurfti hann að gera hlé á samtalinu til að spyrja ráðgjafa sína um hvaða samning Rússlandsforseti væri að tala. Þegar hann hafði svo fengið það á hreint sagði hann að þetta væri slæmur samningur fyrir Bandaríkin en væri hins vegar Rússum í hag. Þá talaði Trump líka um vinsældir sínar við Pútín. Símtalið varði í um klukkustund í síðasta mánuði. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði þá að um einkasamtal á milli forsetanna hefði verið að ræða og að hann vildi ekki fara nánar út í það. Í kosningabaráttu sinni minntist Trump einu sinni á samninginn. Hann hélt því þá ranglega fram að hann fæli það í sér að Rússar gætu haldið áfram að framleiða kjarnavopn á meðan Bandaríkin mættu það ekki. Jeanne Shaheen, öldungadeildarþingmaður Demókrata og nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar, segir það grafalvarlegt ef forseti Bandaríkjanna viti ekki hvað felist í samningi ríkjanna varðandi kjarnavopn. „Samningurinn hefur án efa gert landið okkar öruggara en það er skoðun þjóðaröryggissérfræðinga bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum,“ sagði Shaheen í yfirlýsingu. Donald Trump Tengdar fréttir Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í sínu fyrsta símtali við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, að kjarnorkusamningur sem ríkin gerðu með sér árið 2010 væri enn einn slæmi samningurinn sem forveri hans í embætti, Barack Obama, hefði gert og að hann væri ekki Bandaríkjunum í hag. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildamönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Samningurinn kveður á um að bæði Bandaríkin og Rússland skuldbinda sig til að minnka þann fjölda kjarnorkuvopna sem þjóðirnar hafa til umráða. Þegar Pútín minntist á möguleikann á að framlengja samninginn í símtalinu við Trump þurfti hann að gera hlé á samtalinu til að spyrja ráðgjafa sína um hvaða samning Rússlandsforseti væri að tala. Þegar hann hafði svo fengið það á hreint sagði hann að þetta væri slæmur samningur fyrir Bandaríkin en væri hins vegar Rússum í hag. Þá talaði Trump líka um vinsældir sínar við Pútín. Símtalið varði í um klukkustund í síðasta mánuði. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði þá að um einkasamtal á milli forsetanna hefði verið að ræða og að hann vildi ekki fara nánar út í það. Í kosningabaráttu sinni minntist Trump einu sinni á samninginn. Hann hélt því þá ranglega fram að hann fæli það í sér að Rússar gætu haldið áfram að framleiða kjarnavopn á meðan Bandaríkin mættu það ekki. Jeanne Shaheen, öldungadeildarþingmaður Demókrata og nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar, segir það grafalvarlegt ef forseti Bandaríkjanna viti ekki hvað felist í samningi ríkjanna varðandi kjarnavopn. „Samningurinn hefur án efa gert landið okkar öruggara en það er skoðun þjóðaröryggissérfræðinga bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum,“ sagði Shaheen í yfirlýsingu.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06
Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00