Erlent

Kallar eftir þúsundum hermanna í Afganistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Hershöfðinginn John Nicholson, yfirmaður alþjóðlega heraflans í Afganistan.
Hershöfðinginn John Nicholson, yfirmaður alþjóðlega heraflans í Afganistan. Vísir/AFP
Yfirmaður alþjóðlega heraflans í Afganistan segist þurfa þúsundir hermanna til þess að sigra Talibana. Þeir séu nauðsynlegir til að þjálfa, ráðleggja og aðstoða afganska herinn við að brjóta það þrátefli sem er nú í landinu á bak aftur. Mögulega verður formleg beiðni lögð fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna á næstunni.

Afganski herinn hefur þurft að hörfa undan vígamönnum Talibana víða um landið en nýlega sögðu Sameinuðu þjóðirnar frá því að mannfall almennra borgara hefði aldrei verið hærra en í fyrra. Upplýsingar SÞ um mannfall ná aftur til ársins 2009.

Í nýrri skýrslu þeirra segir að 3.498 óbreyttir borgarar hafi fallið í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×