Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2017 10:16 Nuuk á Grænlandi þangað sem konan var að fljúga á mánudaginn. vísir/Kristján már Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. Frá þessu segir Akureyringurinn Ragnhildur Stefánsdóttir sem hitti konuna, dapra og ráðvillta, á Reykjavíkurflugvelli á mánudag. Ragnhildur var að bíða eftir flugi til Akureyrar þegar öllu flugi norður var aflýst. Mjög fáir voru á flugvellinum að hennar sögn en þar var grænlensk kona sem virkaði ráðvillt. Ragnhildur gaf sig á tal við hana en sú grænlenska spurði hvort einhverjar upplýsingar væru um flugið til Nuuk. Það reyndist á áætlun.Vil ekki vera hér lengur Ragnhildur benti henni á hve heppin hún væri að komast heim til sín ólíkt Ragnhildi og vinkonum sem yrðu veðurtepptar í Reykjavík. „Já, ég vona að ég komist heim. Ég vil ekki vera hérna lengur, þetta var ekki mér að kenna.“ Átti hún þá við mál Birnu Brjánsdóttur en landi hennar er sakaður um manndráp. Upplýsti konan Ragnhildi um að hún hefði meðal annars orðið fyrir aðkasti í Kringlunni og Smáralind þar sem kallað hafi verið á eftir henni. „Vegna verknaðar stráks sem ég þekki ekki einu sinni,“ hefur Ragnhildur eftir þeirri grænlensku. Óhætt er að segja að Ragnhildur sé hneyksluð á þessum löndum sínum og lýsir þeim sem smáborgurum. „Ég er miður mín eftir að hafa hitt þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“Grænlendingar eru vinir okkar Undir þetta tekur faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, sem deilir FB-færslu Ragnhildar sem Nútíminn birti í pistlaformi á vef sínum. „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns,“ segir Brjánn. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“ Fleiri dæmi eru um að Grænlendingar hafi orðið fyrir aðkasti hér á landi. Skipverji á grænlenska togaranum Reginu C fékk að heyra það í söluturni í Hafnarfirði þar sem tvær konur sögðu honum að vera úti. Grænlenska ríkisútvarpið flutti dramatíska frétt af málinu en skipstjórinn á Reginu C sagði úlfalda hafa verið gerðan úr mýflugu. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. Frá þessu segir Akureyringurinn Ragnhildur Stefánsdóttir sem hitti konuna, dapra og ráðvillta, á Reykjavíkurflugvelli á mánudag. Ragnhildur var að bíða eftir flugi til Akureyrar þegar öllu flugi norður var aflýst. Mjög fáir voru á flugvellinum að hennar sögn en þar var grænlensk kona sem virkaði ráðvillt. Ragnhildur gaf sig á tal við hana en sú grænlenska spurði hvort einhverjar upplýsingar væru um flugið til Nuuk. Það reyndist á áætlun.Vil ekki vera hér lengur Ragnhildur benti henni á hve heppin hún væri að komast heim til sín ólíkt Ragnhildi og vinkonum sem yrðu veðurtepptar í Reykjavík. „Já, ég vona að ég komist heim. Ég vil ekki vera hérna lengur, þetta var ekki mér að kenna.“ Átti hún þá við mál Birnu Brjánsdóttur en landi hennar er sakaður um manndráp. Upplýsti konan Ragnhildi um að hún hefði meðal annars orðið fyrir aðkasti í Kringlunni og Smáralind þar sem kallað hafi verið á eftir henni. „Vegna verknaðar stráks sem ég þekki ekki einu sinni,“ hefur Ragnhildur eftir þeirri grænlensku. Óhætt er að segja að Ragnhildur sé hneyksluð á þessum löndum sínum og lýsir þeim sem smáborgurum. „Ég er miður mín eftir að hafa hitt þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“Grænlendingar eru vinir okkar Undir þetta tekur faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, sem deilir FB-færslu Ragnhildar sem Nútíminn birti í pistlaformi á vef sínum. „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns,“ segir Brjánn. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“ Fleiri dæmi eru um að Grænlendingar hafi orðið fyrir aðkasti hér á landi. Skipverji á grænlenska togaranum Reginu C fékk að heyra það í söluturni í Hafnarfirði þar sem tvær konur sögðu honum að vera úti. Grænlenska ríkisútvarpið flutti dramatíska frétt af málinu en skipstjórinn á Reginu C sagði úlfalda hafa verið gerðan úr mýflugu.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent