Þrír flokkar á Alþingi fordæma aðgerðir Trump Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 12:56 Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja að þingið fordæmi harðlega tilskipun Bandaríkjaforseta sem beinist gegn múslimum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar sem lögð var fram á Alþingi seinnipartinn í gær. Meðflutningsmenn eru hinir tveir þingmenn flokksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þremur þingmönnum Pírata. Ályktunin sjálf er stuttorð en þar segir: Alþingi fordæmir harðlega tilskipun forseta Bandaríkjanna sem beinist gegn múslimum, með því að neita ríkisborgurum sjö ríkja og fólki með uppruna í þeim ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. „Við teljum brýnt að við látum strax koma fram yfirlýsingu frá íslenska þjóðþinginu um að við gefum engan afslátt af þeim vestrænu siðferðisgildum og mannréttindasjónarmiðum sem siðuð samfélög eiga að byggja á,“ segir Logi. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að hinn 27. janúar sl. hafi Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefið út tilskipun þess efnis að fólki frá Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Líbýu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma til Bandaríkjanna. Mætti þá einu gilda hvort um væri að ræða flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins. Tilskipunin sé fordæmalaus og lýsi mannfyrirlitningu, byggi á fordómum og grafi undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt séu viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Flutningsmenn telja ákvörðun forsetans fremur fallna til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Logi segir að sér þætti skrýtið ef þessi ályktun nyti ekki almenns stuðnings á Alþingi. Segjum að Alþingi samþykki þetta heldur þú þá að þetta hafi einhver áhrif á Donald Trump og ríkisstjórn hans? „Auðvitað ekki ef það kemur ályktun frá þessu eina litla þjóðþingi. Þá gerir það það klárlega ekki. En ég held að miðað við hvernig hann byrjar í forsetaembætti sé mjög brýnt að sem flestir, sem flest lönd, og gefi það mjög sterkt til kynna að svona eigi ekki að líðast,“ segir Logi Einarsson. Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja að þingið fordæmi harðlega tilskipun Bandaríkjaforseta sem beinist gegn múslimum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar sem lögð var fram á Alþingi seinnipartinn í gær. Meðflutningsmenn eru hinir tveir þingmenn flokksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þremur þingmönnum Pírata. Ályktunin sjálf er stuttorð en þar segir: Alþingi fordæmir harðlega tilskipun forseta Bandaríkjanna sem beinist gegn múslimum, með því að neita ríkisborgurum sjö ríkja og fólki með uppruna í þeim ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. „Við teljum brýnt að við látum strax koma fram yfirlýsingu frá íslenska þjóðþinginu um að við gefum engan afslátt af þeim vestrænu siðferðisgildum og mannréttindasjónarmiðum sem siðuð samfélög eiga að byggja á,“ segir Logi. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að hinn 27. janúar sl. hafi Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefið út tilskipun þess efnis að fólki frá Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Líbýu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma til Bandaríkjanna. Mætti þá einu gilda hvort um væri að ræða flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins. Tilskipunin sé fordæmalaus og lýsi mannfyrirlitningu, byggi á fordómum og grafi undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt séu viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Flutningsmenn telja ákvörðun forsetans fremur fallna til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Logi segir að sér þætti skrýtið ef þessi ályktun nyti ekki almenns stuðnings á Alþingi. Segjum að Alþingi samþykki þetta heldur þú þá að þetta hafi einhver áhrif á Donald Trump og ríkisstjórn hans? „Auðvitað ekki ef það kemur ályktun frá þessu eina litla þjóðþingi. Þá gerir það það klárlega ekki. En ég held að miðað við hvernig hann byrjar í forsetaembætti sé mjög brýnt að sem flestir, sem flest lönd, og gefi það mjög sterkt til kynna að svona eigi ekki að líðast,“ segir Logi Einarsson.
Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira