Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 08:23 Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Vísir/EPA Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Um var að ræða borgara Írans, Íraks, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Þeirri ákvörðun var áfrýjað af dómsmálaráðuneytinu og er búist við niðurstöðu frá dómstólnum í þessari viku. Að öllum líkindum fer málið þó alla leið fyrir hæstarétt Bandaríkjanna.Málið var tekið fyrir í gær og spurði Richard Clifton, einn þriggja dómara í málinu, meðal annars hvort að tilskipunin gæti talist fordómafull þar sem hún hefði einungis áhrif á 15 prósent allra múslima í heiminum. Noah Purcell, aðstoðardómsmálaráðherra Washington ríkis, sagði bannið hafa haft áhrif á þúsundir íbúa ríkisins, til að mynda hefðu margir nemar ekki getað ferðast til Washington og íbúar ekki getað heimsótt fjölskyldu í útlöndum. Þá benti hann einnig á ummæli Rudy Giuliani, eins helsta ráðgjafa forsetans, um að hann hafi verið beðinn um að leita leiða til að framkvæma múslimabann á löglegan hátt. Þá sagði Purcell jafnframt að úrskurður dómara í Washington að bannið skyldi afnumið hefði ekki skaðað bandarísk yfirvöld. August Flentje, sem fer með málið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sagði að þingið hefði heimilað forsetanum að stjórna því hverjir geti ferðast til Bandaríkjanna. Þegar hann var beðinn um sannanir þess efnis að þau sjö ríki sem voru nefnd í tilskipuninni ógni öryggi landsins sagði hann að þó nokkrir Sómalíubúar í Bandaríkjunum hefðu tengsl við al-Shabaab hryðjuverkasamtökin. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Um var að ræða borgara Írans, Íraks, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Þeirri ákvörðun var áfrýjað af dómsmálaráðuneytinu og er búist við niðurstöðu frá dómstólnum í þessari viku. Að öllum líkindum fer málið þó alla leið fyrir hæstarétt Bandaríkjanna.Málið var tekið fyrir í gær og spurði Richard Clifton, einn þriggja dómara í málinu, meðal annars hvort að tilskipunin gæti talist fordómafull þar sem hún hefði einungis áhrif á 15 prósent allra múslima í heiminum. Noah Purcell, aðstoðardómsmálaráðherra Washington ríkis, sagði bannið hafa haft áhrif á þúsundir íbúa ríkisins, til að mynda hefðu margir nemar ekki getað ferðast til Washington og íbúar ekki getað heimsótt fjölskyldu í útlöndum. Þá benti hann einnig á ummæli Rudy Giuliani, eins helsta ráðgjafa forsetans, um að hann hafi verið beðinn um að leita leiða til að framkvæma múslimabann á löglegan hátt. Þá sagði Purcell jafnframt að úrskurður dómara í Washington að bannið skyldi afnumið hefði ekki skaðað bandarísk yfirvöld. August Flentje, sem fer með málið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sagði að þingið hefði heimilað forsetanum að stjórna því hverjir geti ferðast til Bandaríkjanna. Þegar hann var beðinn um sannanir þess efnis að þau sjö ríki sem voru nefnd í tilskipuninni ógni öryggi landsins sagði hann að þó nokkrir Sómalíubúar í Bandaríkjunum hefðu tengsl við al-Shabaab hryðjuverkasamtökin.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42