DeVos einu atkvæði frá því að verða ekki menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 21:20 Betsy DeVos er nýr menntamálaráðherra Bandaríkjanna. vísir/epa Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum.Úrslitaatkvæðið kom frá sjálfum varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, en hann er formlega forseti öldungadeildarinnar og nýtti atkvæðisrétt sinn í dag sem er ekki algengt. Er þetta til að mynda í fyrsta sinn sem varaforseti þarf að beita atkvæðisréttinum til að höggva á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn. DeVos mætti mikilli andstöðu á meðal Demókrata sem tókst að fá tvo öldungadeildarþingmenn Repúblikana á sitt band í dag. Þar með voru komin 50 atkvæði á móti tilnefningunni, jafn mörg og voru með. Til að byrja með ríkti nokkur ánægja með þá ákvörðun Trump að tilnefna DeVos í embætti menntamálaráðherra en hún er einn stærsti fjárhagslegi bakhjarl Repúblikanaflokksins. Hins vegar runnu tvær grímur á marga þegar hún var spurð spjörunum úr í nokkurs konar yfirheyrslu sem ávallt fer fram áður en Bandaríkjaþing staðfestir tilnefningu ráðherra í embætti. Í yfirheyrslunni gat DeVos ekki svarað einföldustu spurningum um menntastefnu og stakk upp á því að byssur yrðu leyfðar í skólum svo hægt væri að verjast árásum frá villtum björnum. Þessi frammistaða hennar efldi Demókrata í mótstöðu sinni auk þeirrar staðreyndar að DeVos hefur verið ötull talsmaður einkarekinna skóla. Þrátt fyrir mikla andstöðu við DeVos tókst Repúblikönum engu að síður að staðfesta tilnefningu hennar í embætti menntamálaráðherra. Hún er þar með fimmti ráðherrann sem formlega tekur sæti í ríkisstjórn Donald Trump með staðfestingu Bandaríkjaþings. Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum.Úrslitaatkvæðið kom frá sjálfum varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, en hann er formlega forseti öldungadeildarinnar og nýtti atkvæðisrétt sinn í dag sem er ekki algengt. Er þetta til að mynda í fyrsta sinn sem varaforseti þarf að beita atkvæðisréttinum til að höggva á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn. DeVos mætti mikilli andstöðu á meðal Demókrata sem tókst að fá tvo öldungadeildarþingmenn Repúblikana á sitt band í dag. Þar með voru komin 50 atkvæði á móti tilnefningunni, jafn mörg og voru með. Til að byrja með ríkti nokkur ánægja með þá ákvörðun Trump að tilnefna DeVos í embætti menntamálaráðherra en hún er einn stærsti fjárhagslegi bakhjarl Repúblikanaflokksins. Hins vegar runnu tvær grímur á marga þegar hún var spurð spjörunum úr í nokkurs konar yfirheyrslu sem ávallt fer fram áður en Bandaríkjaþing staðfestir tilnefningu ráðherra í embætti. Í yfirheyrslunni gat DeVos ekki svarað einföldustu spurningum um menntastefnu og stakk upp á því að byssur yrðu leyfðar í skólum svo hægt væri að verjast árásum frá villtum björnum. Þessi frammistaða hennar efldi Demókrata í mótstöðu sinni auk þeirrar staðreyndar að DeVos hefur verið ötull talsmaður einkarekinna skóla. Þrátt fyrir mikla andstöðu við DeVos tókst Repúblikönum engu að síður að staðfesta tilnefningu hennar í embætti menntamálaráðherra. Hún er þar með fimmti ráðherrann sem formlega tekur sæti í ríkisstjórn Donald Trump með staðfestingu Bandaríkjaþings.
Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42
Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00
Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15