Sjálfskaparvíti Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:30 Heilbrigðiskerfi í heiminum eyða tæplega 1.500 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju í læknisþjónustu vegna sjúkdóma og kvilla sem tengjast reykingum, samkvæmt nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Talan er vissulega svimandi há. Ef til vill er auðveldara að átta sig á umfanginu með því að benda á að fyrir hverjar 100 krónur sem fara í útgjöld af hvaða toga sem er, hvar sem er í heiminum, fara tvær krónur í þennan eina kostnaðarlið. Tæplega ein af hverjum tíu krónum sem fara í heilbrigðismál á heimsvísu rennur að endingu í meðferðir og annan kostnað vegna fylgikvilla reykinga. Þá er ótalinn annar kostnaður samfélagsins en sama rannsókn reiknar það svo að um sex prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostnaðarliður fyrir samfélagið. Löngu er orðið þekkt að reykingar valda ýmiss konar heilsutapi. Reykingafólk er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og rannsóknir benda til að reykingar geti valdið allt að sautján tegundum af krabbameini. WHO telur að á ári hverju megi rekja um 12 prósent allra dauðsfalla í aldurshópnum 30 til 69 ára til reykinga. Í ofangreindum tölum eru ótaldir fylgikvillar óbeinna reykinga, sem vissulega er erfiðara að festa hendur á. Haft er fyrir satt að allt að sex milljónir manna deyi af þeirra völdum á ári hverju. „Reykingar eru einhver stærsta heilsuvá sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir í skýrslu WHO. Stofnunin gengur ekki svo langt að leggja til allsherjar bann við reykingum. En bendir á að reynslan sýni að ofurskattlagning á tóbaki sé besta leiðin til að berjast gegn aukinni neyslu. Hér á Íslandi voru opinber gjöld á tóbak hækkuð um áramótin; svokallað tóbaksgjald nemur nú rúmum 480 krónum á hvern pakka. Við bætist síðan 24% virðisaukaskattur. Ef miðað er við að sígarettupakki kosti 1.500 krónur renna 60 prósent verðsins til ríkisins. Miðað við ráðleggingar WHO er það ekki nóg. Ljóst er að gjald þetta hrekkur hvergi nærri til að standa undir þeim mikla þjóðfélagslega kostnaði sem hlýst af reykingum. Reykingar eru líka ólíkar mörgum öðrum skaðvöldum, að því leyti að reykingamaðurinn skaðar ekki einungis sjálfan sig með háttsemi sinni, heldur einnig aðra gegnum óbeinar reykingar. Kostnaður sem af hlýst vegna óhófsneyslu greiðist svo úr sameiginlegum sjóðum. Þau hófsömu borga fyrir hin sem ráða ekki við neyslu sína. Það er ósanngjarnt. Reykingar eru sjálfskaparvíti öfugt við flesta sjúkdóma sem herja á fólk. Úttekt WHO minnir okkur á skaðsemi tóbaks. Kannski er ástæða til að banna hreinlega neyslu skaðvaldsins. Sennilega er ekki lengra en ein mannsævi í að sú verði raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi í heiminum eyða tæplega 1.500 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju í læknisþjónustu vegna sjúkdóma og kvilla sem tengjast reykingum, samkvæmt nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Talan er vissulega svimandi há. Ef til vill er auðveldara að átta sig á umfanginu með því að benda á að fyrir hverjar 100 krónur sem fara í útgjöld af hvaða toga sem er, hvar sem er í heiminum, fara tvær krónur í þennan eina kostnaðarlið. Tæplega ein af hverjum tíu krónum sem fara í heilbrigðismál á heimsvísu rennur að endingu í meðferðir og annan kostnað vegna fylgikvilla reykinga. Þá er ótalinn annar kostnaður samfélagsins en sama rannsókn reiknar það svo að um sex prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostnaðarliður fyrir samfélagið. Löngu er orðið þekkt að reykingar valda ýmiss konar heilsutapi. Reykingafólk er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og rannsóknir benda til að reykingar geti valdið allt að sautján tegundum af krabbameini. WHO telur að á ári hverju megi rekja um 12 prósent allra dauðsfalla í aldurshópnum 30 til 69 ára til reykinga. Í ofangreindum tölum eru ótaldir fylgikvillar óbeinna reykinga, sem vissulega er erfiðara að festa hendur á. Haft er fyrir satt að allt að sex milljónir manna deyi af þeirra völdum á ári hverju. „Reykingar eru einhver stærsta heilsuvá sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir í skýrslu WHO. Stofnunin gengur ekki svo langt að leggja til allsherjar bann við reykingum. En bendir á að reynslan sýni að ofurskattlagning á tóbaki sé besta leiðin til að berjast gegn aukinni neyslu. Hér á Íslandi voru opinber gjöld á tóbak hækkuð um áramótin; svokallað tóbaksgjald nemur nú rúmum 480 krónum á hvern pakka. Við bætist síðan 24% virðisaukaskattur. Ef miðað er við að sígarettupakki kosti 1.500 krónur renna 60 prósent verðsins til ríkisins. Miðað við ráðleggingar WHO er það ekki nóg. Ljóst er að gjald þetta hrekkur hvergi nærri til að standa undir þeim mikla þjóðfélagslega kostnaði sem hlýst af reykingum. Reykingar eru líka ólíkar mörgum öðrum skaðvöldum, að því leyti að reykingamaðurinn skaðar ekki einungis sjálfan sig með háttsemi sinni, heldur einnig aðra gegnum óbeinar reykingar. Kostnaður sem af hlýst vegna óhófsneyslu greiðist svo úr sameiginlegum sjóðum. Þau hófsömu borga fyrir hin sem ráða ekki við neyslu sína. Það er ósanngjarnt. Reykingar eru sjálfskaparvíti öfugt við flesta sjúkdóma sem herja á fólk. Úttekt WHO minnir okkur á skaðsemi tóbaks. Kannski er ástæða til að banna hreinlega neyslu skaðvaldsins. Sennilega er ekki lengra en ein mannsævi í að sú verði raunin.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun