Fyrirtæki í fararbroddi um samfélagsábyrgð Ketill Berg Magnússon skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum sýnt eftirtektarvert frumkvæði um samfélagsábyrgð. Fyrir rúmu ári skrifuðu liðlega 100 fyrirtæki undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps, og fyrr í þessum mánuði undirrituðu tæplega 300 ferðaþjónustufyrirtæki yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Þetta gerðu fyrirtækin af fúsum og frjálsum vilja, án íhlutunar stjórnvalda. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið og eru sammála um að samfélagsábyrgð er lykilþáttur í að treysta ímynd og sjálfbærni Íslands.Loftslagsmál eru ekki loftkennd mál Með loftslagsyfirlýsingu sem Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborg hvöttu fyrirtæki til að skrifa undir, heita fyrirtæki því að setja sér mælanleg markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að minnka losun sorps. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi náð miklum árangri í loftslagsmálum og snúið umtalsverðum kostnaði, til dæmis með því að minnka urðun sorps og fá tekjur af flokkuðum afurðum eins og pappa. Fyrirtæki hafa einnig náð að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun og spara þannig mikla fjármuni á sama tíma og mengun þeirra hefur minnkað.Ábyrg ferðaþjónusta Þann 10. janúar síðastliðinn skrifuðu tæplega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Í því felst að ferðaþjónustufyrirtækin ætla með markvissum hætti að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélögin sem ferðamenn sækja heim. Það eru Festa og Íslenski ferðaklasinn sem standa að hvatningarverkefninu í samstarfi við aðila í ferðaþjónustunni. Fyrirtækjunum er boðið upp á fræðslu og stuðning út árið 2017 til að innleiða ábyrga ferðaþjónustu í rekstur sinn. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þegar að vinna af mikilli ábyrgð gagnvart náttúrunni og samfélaginu og önnur eru að hefja þá vegferð. Þau reyndari geta því miðlað til annarra fyrirtækja og haft áhrif á ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur allra.Alþjóðleg þróun Fleiri og fleiri fyrirtæki úti um allan heim hafa opnað augun fyrir því að árangur næst ekki ef fókusinn er á skammtímagróða án tillits til þess hvaða afleiðingar reksturinn hefur á samfélagið nær og fjær. Ábyrg félög eru þau sem með markvissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skili fjárhagslegum ávinningi og hafi á sama tíma jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Framtíðarsýn okkar hjá Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.Stjórnvöld sýni ábyrgð í verki Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar er það einkum þrennt sem Festa leggur til. Í fyrsta lagi ættu stjórnvöld að setja fram skýra og spennandi framtíðarsýn um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi. Í öðru lagi mætti styðja betur við og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til góðra verka með skattaafsláttum, innviðauppbyggingu og öðrum stuðningsleiðum. Í þriðja lagi ættu stjórnvöld og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi og tryggja ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti stjórnsýslunnar en ekki síður að stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera séu fyrirmyndir og innleiði samfélagsábyrgð í alla starfsemi sína. Ýmislegt í nýjum stjórnarsáttmála bendir til að samfélagsábyrgð verði á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Má þar nefna áherslur í umhverfismálum, mannréttindi og jafnrétti. Festa hvetur stjórnvöld til að styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja og býðst til að leggja því verkefni lið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum sýnt eftirtektarvert frumkvæði um samfélagsábyrgð. Fyrir rúmu ári skrifuðu liðlega 100 fyrirtæki undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps, og fyrr í þessum mánuði undirrituðu tæplega 300 ferðaþjónustufyrirtæki yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Þetta gerðu fyrirtækin af fúsum og frjálsum vilja, án íhlutunar stjórnvalda. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið og eru sammála um að samfélagsábyrgð er lykilþáttur í að treysta ímynd og sjálfbærni Íslands.Loftslagsmál eru ekki loftkennd mál Með loftslagsyfirlýsingu sem Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborg hvöttu fyrirtæki til að skrifa undir, heita fyrirtæki því að setja sér mælanleg markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að minnka losun sorps. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi náð miklum árangri í loftslagsmálum og snúið umtalsverðum kostnaði, til dæmis með því að minnka urðun sorps og fá tekjur af flokkuðum afurðum eins og pappa. Fyrirtæki hafa einnig náð að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun og spara þannig mikla fjármuni á sama tíma og mengun þeirra hefur minnkað.Ábyrg ferðaþjónusta Þann 10. janúar síðastliðinn skrifuðu tæplega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Í því felst að ferðaþjónustufyrirtækin ætla með markvissum hætti að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélögin sem ferðamenn sækja heim. Það eru Festa og Íslenski ferðaklasinn sem standa að hvatningarverkefninu í samstarfi við aðila í ferðaþjónustunni. Fyrirtækjunum er boðið upp á fræðslu og stuðning út árið 2017 til að innleiða ábyrga ferðaþjónustu í rekstur sinn. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þegar að vinna af mikilli ábyrgð gagnvart náttúrunni og samfélaginu og önnur eru að hefja þá vegferð. Þau reyndari geta því miðlað til annarra fyrirtækja og haft áhrif á ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur allra.Alþjóðleg þróun Fleiri og fleiri fyrirtæki úti um allan heim hafa opnað augun fyrir því að árangur næst ekki ef fókusinn er á skammtímagróða án tillits til þess hvaða afleiðingar reksturinn hefur á samfélagið nær og fjær. Ábyrg félög eru þau sem með markvissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skili fjárhagslegum ávinningi og hafi á sama tíma jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Framtíðarsýn okkar hjá Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.Stjórnvöld sýni ábyrgð í verki Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar er það einkum þrennt sem Festa leggur til. Í fyrsta lagi ættu stjórnvöld að setja fram skýra og spennandi framtíðarsýn um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi. Í öðru lagi mætti styðja betur við og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til góðra verka með skattaafsláttum, innviðauppbyggingu og öðrum stuðningsleiðum. Í þriðja lagi ættu stjórnvöld og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi og tryggja ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti stjórnsýslunnar en ekki síður að stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera séu fyrirmyndir og innleiði samfélagsábyrgð í alla starfsemi sína. Ýmislegt í nýjum stjórnarsáttmála bendir til að samfélagsábyrgð verði á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Má þar nefna áherslur í umhverfismálum, mannréttindi og jafnrétti. Festa hvetur stjórnvöld til að styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja og býðst til að leggja því verkefni lið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar