Trump ýjar að því að draga úr fjármagni til Berkeley vegna mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 11:45 Frá mótmælunum í gær. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ýjað að því að Berkeley háskólinn muni ekki fá opinbert fé vegna mótmæla við skólann. Forsvarsmenn skólans, sem er í Kaliforníu, hættu við ræðu Milo Yiannopoulos, ritstjóra Breitbart fjölmiðilsins sem Stephen Bannon stofnaði auk annarra, eftir mótmæli fjölmargra nemenda skólans. Rúður voru brotnar í mótmælunum og minnst einn eldur var kveiktur en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur smáum hópi grímuklæddra mótmælenda verið kennt um það. Enginn hefur verið handtekinn og enginn er slasaður. Áður en til láta kom hafði stór hópur friðsamra mótmælenda staðið fyrir utan ráðstefnusalinn þar sem Yiannopoulos átti að flytja ræðu í nokkra klukkutíma. Yiannopoulos er sjálfyfirlýst net-tröll og hann hefur lengi verið gagnrýndur fyrir rasisma, kvennhatur, þjóðernishyggju og hatur á múslimum. Þá var hann rekinn af Twitter fyrir að leiða og ýta undir áreiti í garð leikkonunnar og grínistans Leslie Jones. Þá er Yiannopoulos yfirlýstur stuðningsmaður Donald Trump. Forsetinn tjáði sig um málið á Twitter nú í dag. Þar segir hann að ef Berkeley leyfi ekki málfrelsi og styðji við „ofbeldi gegn saklausu fólki“ sé spurning um að koma í veg fyrir að skólinn fái opinbert fé.If U.C. Berkeley does not allow free speech and practices violence on innocent people with a different point of view - NO FEDERAL FUNDS?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Það var ekki háskólinn sjálfur sem skipulagði ræðu Yiannopoulos, heldur var það nemendasamtök repúblikana. Háskólinn mótmælti því að hætt yrði við viðburðinn. Nemendasamtök repúblikana segja að „glæpamenn og hrottar“ hafi brotið á stjórnarskrárvörðum rétti sínum til málfrelsis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ýjað að því að Berkeley háskólinn muni ekki fá opinbert fé vegna mótmæla við skólann. Forsvarsmenn skólans, sem er í Kaliforníu, hættu við ræðu Milo Yiannopoulos, ritstjóra Breitbart fjölmiðilsins sem Stephen Bannon stofnaði auk annarra, eftir mótmæli fjölmargra nemenda skólans. Rúður voru brotnar í mótmælunum og minnst einn eldur var kveiktur en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur smáum hópi grímuklæddra mótmælenda verið kennt um það. Enginn hefur verið handtekinn og enginn er slasaður. Áður en til láta kom hafði stór hópur friðsamra mótmælenda staðið fyrir utan ráðstefnusalinn þar sem Yiannopoulos átti að flytja ræðu í nokkra klukkutíma. Yiannopoulos er sjálfyfirlýst net-tröll og hann hefur lengi verið gagnrýndur fyrir rasisma, kvennhatur, þjóðernishyggju og hatur á múslimum. Þá var hann rekinn af Twitter fyrir að leiða og ýta undir áreiti í garð leikkonunnar og grínistans Leslie Jones. Þá er Yiannopoulos yfirlýstur stuðningsmaður Donald Trump. Forsetinn tjáði sig um málið á Twitter nú í dag. Þar segir hann að ef Berkeley leyfi ekki málfrelsi og styðji við „ofbeldi gegn saklausu fólki“ sé spurning um að koma í veg fyrir að skólinn fái opinbert fé.If U.C. Berkeley does not allow free speech and practices violence on innocent people with a different point of view - NO FEDERAL FUNDS?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Það var ekki háskólinn sjálfur sem skipulagði ræðu Yiannopoulos, heldur var það nemendasamtök repúblikana. Háskólinn mótmælti því að hætt yrði við viðburðinn. Nemendasamtök repúblikana segja að „glæpamenn og hrottar“ hafi brotið á stjórnarskrárvörðum rétti sínum til málfrelsis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Sjá meira